Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Monitor

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Monitor

						8 Monitor FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2010
?Ég fíla mig í tætlur í þessu hlutverki,? segir Eyþór Ingi
Gunnlaugsson, en hann fer með hlutverk þjónsins Riff
Raff í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á söngleiknum
The Rocky Horror Show um þessar mundir. Hann átti þó
upphaflega að fara með hlutverk Rocky í sýningunni en
endaði sem hinn söngelski krypplingur. ?Kannski fannst
þeim ég ekki geta leikið hinn fullkomna karlmann og
settu mig í hlutverk krypplings eftir að þau sáu mig
beran að ofan,? segir Eyþór hæstánægður með
hlutverkaskiptin. ?Þetta hlutverk er algjör
draumur því mér finnst vera svo margir
eiginleikar í Riff Raff sem höfða vel
til mín sem leikara.?
Mamma með í skólanum
Eyþór steig sín fyrstu skref
sem leikari 14 ára gamall en
hann hefur alltaf stefnt á
að verða leikari. ?Ég man
fyrst eftir mér í leikskóla
þar sem ég hélt að ég væri
Elvis Presley eða Laddi,?
segir Eyþór en segist ekki hafa náð Presley nógu vel
sökum vondrar enskukunnáttu. ?Ég hef aldrei verið góð-
ur námsmaður enda lesblindur og með athyglisbrest,?
segir Eyþór en hann var snemma greindur með hvort
tveggja. ?Það átti að setja mig á lyf við athyglisbrestin-
um en mamma tók það ekki í mál,? segir hann en móðir
Eyþórs tók til sinna ráða við greininguna. ?Mamma sat
með mér í skólanum á hverjum degi alveg fram að 5.
bekk til að hjálpa mér að fylgjast með,? segir Eyþór en
hann skipti um skóla 10 ára gamall. ?Ég var færður yfir í
sveitaskóla þar sem voru mun færri krakkar og þá gekk
þetta allt betur.?
Gleymdi jakkafötunum á biðskyldu
Athyglisbresturinn hefur ekki háð Eyþóri á fullorð-
insárunum. ?Þetta kemur helst fram í einhverjum
kjánaskap og seinagangi í dag,? segir Eyþór en bætir við
að hann sé stundum verulega utan við sig. ?Ég var til
dæmis að fara að spila um daginn og var að bíða eftir
að vera sóttur,? segir Eyþór en hann hélt á rándýrum
jakkafötum er hann beið. ?Síminn hringdi rétt áður en
bíllinn kom,? segir hann en tveimur tímum seinna gerði
Eyþór sér grein fyrir að jakkafötin voru ekki með í för.
?Ég þurfti að leita út um allan bæ að jakkafötunum og
eftir mikla leit fann ég jakkafötin þar sem þau héngu
á biðskyldumerki sem ég hafði beðið hjá,? segir Eyþór
sem taldi sig stálheppinn þennan dag. ?Ég var heppinn
með veður svo það var sem betur fer allt í lagi með
jakkafötin.?
Aldrei haft gaman af raunveruleikaþáttum
Tónlistin hefur lengi átt hug Eyþórs en hann er líklega
best þekktur fyrir þáttöku sína í þættinum Bandið hans
Bubba sem var sýndur árið
2008, þar sem hann fór með
sigur af hólmi. ?Fólkið hjá
Saga Film hafði samband
við mig og bað mig um
að taka þátt,? segir Eyþór
um tilkomu þátttöku sinnar í
keppninni, sem var fyrir algjöra tilviljun. ?Ég hef aldrei
haft gaman af raunveruleikaþáttum, með fullri virðingu
fyrir þeim,? segir hann en Eyþór vildi þó ekki skorast
undan eftir að Bubbi sjálfur kom til hans í vinnuna.
?Hann kom í vinnuna til mín og bað mig um að taka
þátt,? segir Eyþór en Bubbi bað Eyþór um að taka eitt lag
á gítarinn fyrir framan myndavélarnar. ?Ég spilaði eina
lagið sem ég kunni og var komin inn í keppnina áður en
ég vissi af.? Eins og áður sagði sigraði Eyþór keppnina
með pompi og prakt og er í heildina litið ánægður með
að hafa tekið þátt. ?Vissulega var þetta svaka ævintýri
og hrikalega krefjandi og hefur opnað fyrir mér margar
dyr,? segir Eyþór en hann hefur þó ekki verið mikið
í sviðsljósinu síðan. ?Ég er kannski ekkert búinn að
vera í sjónvarpinu eða útvarpinu en er samt búinn að
vera á fullu í að skemmta í veislum og spila á böllum
og tónleikum,? segir hann og bætir við að þátttaka sín
í þættinum hafi orðið til þess að hann var kallaður í
prufur fyrir Rocky Horror.
Sólóplata á leiðinni
?Ég er búinn að vinna mikið sem skemmtikraftur
undanfarin ár,? segir Eyþór en hann er núna byrjaður að
vinna meira í tónlistinni. ?Núna er ég loksins að byrja
að vinna í sólóplötu sem er gaman því ég hef ekkert
verið að gera fyrir sjálfan mig undanfarin ár,? segir
Eyþór en veit þó ekki hvenær sú plata mun koma út. ?Ég
er búin að vinna í sólóplötunni lengi og er með mikla
fullkomnunaráráttu þegar kemur að tónlist og leiklist.?
Eyþór er því ekki nær hættur í skemmtanabransanum
og stefnir hátt. ?Í þessum heimi er mikilvægt að gefast
ekki upp og halda áfram,? segir hann. ?Ég á enn eftir að
gera margt svo það þýðir ekkert að slaka á.?
Eyþór Ingi Gunnlaugsson leikur í Rocky Horror
Show hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann ræddi við
Monitor um leiklistina, söngferilinn, Bandið hans
Bubba, athyglisbrest, lesblindu og framtíðina.
RIFF RAFF
Eyþór Ingi leikur þjóninn Ri? Ra? í Rocky
Horror Show um þessar mundir en sýningin
hefur verið sett áður upp á Íslandi. Mennta-
skólinn við Hamrahlíð setti söngleikinn til
dæmis upp árið 1991 og þá fór tantraspek-
ingurinn Guðjón Bergmann með hlutverk
Ri? Ra?. Sýningin var einnig sett
upp í Loftkastalanum árið 1995
og fór þá enginn annar en
Björn Jörundur Frið-
björnsson með hlutverkið eftirsótta.
Það þýðir ekkert að slaka á
Mynd/Ernir
EYÞÓR ER VÆGAST SAGT
ÓFRÍÐUR SEM RIFF RAFF
PERSÓNUR Í ROCKY HORROR
AÐ GÆÐA SÉR Á MANNAKJÖTI
Mamma
sat með
mér í skólanum
alveg fram í
5. bekk til að
hjálpa mér að
fylgjast með.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24