Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.11.1994, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 17.11.1994, Blaðsíða 1
VCSJFJAJiMKJORDÆMI 44. árg. Fimmtudagur 17. nóvember 1994 7. tbl. Lífskjaraályktun - Frá kjördæmisþingi framsóknarmanna á Vestfjörðum sem haldið var á Patreksfirði dagana 14.-15. okt. 1994 fV ' ;/> ’ y\ i i~L IffTffriflmHBI Hv -.p I 1 ■! Patreksfjarðarhöfn. I tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar hefur hagur almennings versnað meira en nokkru sinni fyiT. Atvinnu- leysi er staðreynd sem almenningur virðist eiga að sætta sig við. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að lækka skatta fyrir síðustu kosningar. Alögur á almenning hafa hinsvegar hækkað meira á kjörtímabilinu en nokkru sinni. Skatlprósenta tekju- skatts hefur aldrei verið hærri en nú. Vextir hafa lækkað en á móti hafa komið þjónustugjöld sem eru ekkert annað en illa dulbúnir vextir. Barna- og vaxtabætur hafa einnig lækkað. A sama tíma er fjórðungur húsbréfa í vanskilum. Ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar hefur tekist að kippa fótunum undan afkomu almennings á aðeins fjórum árum. Alögur á almenning í heilbrigðiskerfinu hafa stóraukist og komið harðast niður á þeim tekju- lægstu. Venjulegar fjölskyldur leita sér ekki lengur læknishjálpar nema brýna nauðsyn beri til því það er ein- ungis á færi þeirra efnameiri. Ríkis- stjórnin hrósar sér af góðum árangri. Arangurinn felst einungis í því að gera hina ríku ríkari. Loforð um að leggja skatt á fjármagnstekjur hafa ekki verið efnd og hátekjuskattur hefur verið lagður af. Framsóknarmenn á Vestfjörðum vilja: - Fulla atvinnu fyrir alla. - Hækka persónuafslátt umtalsvert. - Hækka barna- og vaxtabætur hjá þeirn lægst launuðu. - Snúa vörn í sókn í heilbrigðiskerfinu og leggja af sjúklingaskatta Sighvats Björg- vinssonar. - Standa fyrir aðgerðunt til hjálpar fjöl- skyldum sem eru í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðiskaupa. - Að afkoma aldraðra og annarra sem byggja afkomu sína á tryggingabótum verði tryggð. Stjórnmálaályktun Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörðum, haldið á Patreksfirði 14,-15. október 1994. krefst þess að Davíð Oddsson biðjist þegar lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína, rjúfi þing og boði til kosninga. Ríkisstjórn hans sem setið hefur við völd sl. þrjú og hálft ár hefur reynst vond ríkisstjórn. Vegna innbyrðis deilna ráðheiTa er ríkisstjórnin alls ófær að taka á þeim vanda sem steðjar að íslensku atvinnulífi. Aðgerðir hennar og aðgerðaleysi hafa birst t veikri stöðu atvinnuveganna, grófri árás á lífskjör fólksins í landinu, miklu atvinnuleysi og gffurlegum fjárlagahalla, sem er ávísun á skatt- byrðar komandi kynslóða. Ekki er hægt að sætta sig við stjórnarhætti sem felast í einkavinavæðingu og bitlingapólitfk ríkisstjórnarflokk- anna. Því miður hefur ríkisstjórninni tekist að rífa niður velferðarkerfið. Á sama tíma og undanbrögðum hefur verið beitt til að komast hjá hátekju- og fjármagnsskatti hafa sífellt þyngri byrðar verið Iagðar á herðar sjúk- linga, barnafjölskyldna og annaiTa þeirra sem minnst mega sín í þjóðfé- laginu. Kjördæmisþingið telur að áform um flutning grunnskólans til sveitarfé- laga 1. ágúst 1995 séu fallin á tíma þar sem undirbúningsvinna er allt of skammt á veg komin. Því beri að fresta þessari tilfærslu um a.m.k. tvö ár. Skynsamleg nýting gæða landsins og auðlinda er forsenda þess að við getum átt hér góða afkomu. Nauð- synlegt er að stuðla að gróðurvernd og draga úr mengun svo sem kostur er. Með kjörorðinu „Fólk í fyrirrúmi" vill Framsóknarflokkurinn leggja á- herslu á manngildið og setja það á- vallt ofar auðgildi. * Alyktun um atvinnu- máí á kjördæmisþingi framsóknarmanna á Vestfjörðum, sem haldið var á Patreks- flrði dagana 14.-15. október 1994 Atvinnulífið á Vestfjörðum hefur átt í miklum erfiðleikum að undan- förnu. Sjávarútvegur hefur verið og verður aðaluppistaðan í atvinnulífi Vest- fjarða, sem hafa gegnunt tíðina lagt þjóðarbúinu til verulegan skerf út- flutningsverðmæta. Til að koma til móts við þarfir Vestfirðinga leggur þingið til að tog- veiðar verði bannaðar á landgrunninu undan Vestfjörðum allt að 25 sjómíl- uin frá ystu punktum og áhersla verði lögð á krókaveiðar á því svæði. Aukin útgerð frystiskipa hefur fækkað hefð- bundnum störfum í sjávarútvegi og dregið úr atvinnu í landi. Aukin úr- vinnsla sjávarafla mun verða megin- uppistaða aukins hagvaxtar á kom- andi árum. Þannig má eyða fjárlagahalla, auka atvinnu og greiða niður skuldir þjóð- arinnar. Þingið krefst þess að nú þeg- ar verði tekin ákvörðun um að leyfa hrefnuveiðar þar sem fullvíst er að stofninn þolir skynsamlega nýtingu. Þingið ntinnir á þá varnarbaráttu sem landbúnaður á Vestfjörðum er í þrátt fyrir góð landfræðileg skilyrði. Efla verður þann vaxtarbrodd sem felst í framleiðslu vistvænna og líf- rænna landbúnaðarafurða og útflutn- ing þeirra. Starfsemi Skógræktar ríkisins á Vestfjörðum verði aukin. Efla ber ferðaþjónustuna, sem þegar er mik- ilsverð stoðgrein í ljórðungnum. Kjördæmisþingið fagnar atvinnuátaki kvenna hér í fjórðungnunt. Mikilvægt er að styðja og efla smáiðnað hvers- konar. Þingið telur nauðsynlegt að verksviði Byggðastofnunar verði breytt þannig að um verði að ræða alhliða atvinnumálastofnun. Hún lúti stjórn fólks úratvinnulífinu og frá sveitarfélögunum. Henni verði tryggt nægjanlegt fjármagn til lausnar þeirra verkefna sem bíða. Rabb um kjördæmis- þing Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Vestfjörðum var haldið dagana 14. og 15. október sl. á Patreksfirði. Þinghald allt var þar til sóma og bar þeim sem að því stóðu góðan vitnisburð. Hátt í 30 fulltrúar voru á þinginu auk góðra gesta, s.s. Halldór Ásgrímsson for- maður Framsóknarflokksins, Pétur Bjarnason alþingisntaður, Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður, Kristjana Bergsdóttir formaður félags Fram- sóknarkvenna, Guðjón Ólafur Jensson formaður Sambands ungra Framsókn- armanna o.fl. Mörg málefni voru tekin fyrir og rædd, eins og sést á ályktunum þings- ins hér á síðunni. Lffskjör manna og atvinna var mörgum hugleikin, enda ekki von á öðru því aðstæður okkar Vestfírðinga eru ekki glæsilegar um þessar mundir. Varð mörgum að orði að núverandi ríkisstjórn væri ekki stjórn hins almenna borgara. síst af öllu Vestfirðinga. Komandi kosningar voru ræddar og hvernig yrði staðið að framsetningu framboðslista, en tilkynning kom á þinginu frá Ólafi Þ. Þórðarsyni al- þingismanni um að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér til áfram- haldandi þingsetu. Niðurstaðan varð sú að halda prófkjör dagana 3. og 4. desember nk. um val á frambjóðendum. I þessu blaði getur að líta greinar þein'a sem þátt taka í prófkjörinu. Almennt starf Framsóknarfélaganna í kjördæminu var einnig til unt- ræðu og voru menn sammála um að þar þyrfti að taka verulega á, enda grundvallaðist grunnstefna Framsóknarfélaganna ekki eingöngu á póli- tfskri hugsjón. heldur jafnffamt og ekki sfst á félagsmálaþáttum. Undirritaður var kjörinn formaður Kjördæmissambandsins á þinginu. en í upphafi þingsins tilkynnti Sveinn Bernódusson fráfarandi formaður að kann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Vonar undir- ritaður að hann reynist þess trausts verður. Að lokum vill undirritaður ítreka þakkir til Ólafs Þ. Þórðarsonar, al- þingisntanns, fyrir störf í þágu okkar Vestfirðinga undanfarin ár og óska honurn alls hins besta í framtíðinni. Jafnframt að ítreka þakkir til fráfarandi formanns Kjördæmissam- bandsins, Sveins Bernódussonar, fyrir hans starf í þágu sambandsins. Með framsóknarkveðju. Halldór Karl Hermannsson, Suðureyri. Framsóknarflokksins á Vestfjörðum1994 fer fram 3. og 4. desember nk. Kjörstaðir verða auglýstir síðar. Utankjörstaðakosning hefst mánudaginn 21. nóvember og fer fram á eftirtöldum stöðum: ísafjörður: Fylkir Ágústsson, Fjarðarstræti 15, sími 3745. Bolungarvík: Vaidemar Guðmundsson, Þjóðólfsvegi 9, sími 7338. Patreksfjörður: Sigurður Ingi Guðmundsson, Aðaistræti 83, sími 1603. Rósa Bachmann, Sigtúni 7, sími 1163. Hólmavík: Sverrir Guðbrandsson, Hafnarbraut 31, sími 95-13124. Reykjavík: Skrifstofa Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20, 29.-30. nóvemberog 1. desember sími 624480. Yfirkjörstjórn: Vaidemar Guðmundsson, formaður, Einar Hreinsson, Geir Sigurðsson.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.