Austri - 11.10.1962, Blaðsíða 1

Austri - 11.10.1962, Blaðsíða 1
4 Ruddalegar sij órnaraihafnir Vilhjálmur Hjálmarsson: Fjármálaráðherra víkur fjórum skattstjórum úr starfi og skipar flokksmenn sína í stöðurnar Síðustu embætbaveitingar ríkis- stjórnarinnar, skipun ifjögurra skattstjóra, hafa vakið þjóðarat- hygli — og eklki án verðlskuldunar. Rutit er til hliðar flestum þeiim mönnum, sem áður höfðu gegnt skatts'tjórastörfum á viðkomandi stöðum, en settir í stöðurnar menn sem lítt eða ekki hafa við skatta- mál fengizt. Framkvæmd þessara „refsiaðgerða" er og með endem- um og öll meðferð skattamálanna í höndum núverandi ríkisstjórnar með óvenjuiegum hætti. Það var frá upphafi baráttu- og stefnumál „viðreisnarstjórnarinn- sr“ að setja ný skattalög til að tryggja betri og einfaldari skatt- heimtu, eins og það mun hafa heitið. Stjórnin kvaddi til að und- irbúa löggjöfina einlita hjörð stjórnarliða. Hin stjóroskipaða nefnd hafði í engu samráð við þá sem undanfarin ár höfðu einkum unnið að framkvæmd skattalaga, hvorki einstaklingana né stéttar- félagið, hvorki um efnisatriði né framkvæmda. Er siíkt þó viðbekin regla, þegar um Miðstæðar laga- setningar er að ræða. Skömmu eftir staðfestingu lag- anna á síðastliðnu vori, auglýsti ráðherra stöður skattstjóranna lausar til umsókna. Ríkisskatt- stjóri var skipaður snemma í vor. Umsóknarfrestur um hinar stöð- urnar var til 7. ágúst. Litlu síðar, eða um miðjan mánuð^ voru veitt fjögur af níu embættum umdæm- isskattstjóra. — En aldrei voru nöfn umsækjenda birt almenningi, hvernig sem á því hefur staðið! Þegar hér er komið sögu gerist sá hæstvirti hikandi. Gunnari fjár- málaráðherra nægja ekki minna en sex vikur til að undirbúa næs'tu aðgerðir. Hinn 29. september berst fjórum skattstjórum til- kynning um það, að nýir menn hafi verið gkipaðir í stöður þeirra, enda skyldu hinir nýju taka við störfum næsta virkan dag, þ. e. 1. október. Ráðningatími flestra gömlu skattstjóranna var útrunn- inn fyrir nokkrum mánuðum. En launagreiðslium til þeirra var haldið áfram þegjandi og hljóða- laust meðan Gunnar lá „undir feldi“ og þeim engin bending gef- in um breytinguna fyrr en þann dag, 29. sept., er þeim var gert að iwerfa frá starfi á stundinni. Það getur hver og einn stungið hendi í eigin barm og gert sér Ijóst hversu þénanlegt þetta muni vera fyrir viðkomandi menn og þeirra fjölskyldur, og þarf ekki orðum að því að eyða. Þó tekur fyrst í hnúkana þegar aðgætt er hverskonar „mannakaup" hér hafa átt sér stað.. Aus'tfirðingum verður eðlilega fyrst að líta á það, sem þeim stendur næst. Vilhjálmur Sigurbjörnsson hef- ur verið skattstjóri í sjö ár, þar af full sex í Nesikaupstað. Enginn hefur véfengt hæfni hans í starfi, jafnvel ekki svæsnustu andstæð- ingar hans í pólitík og hefur þó ekki skort hörku á þeilm vett- vangi hér um slóðir. Þvert á móti er þao almannarólmur, að hann hafi rækt stiarf sitt af miíklum myndarskap. Hann uppfyllir og þær hæfniskröfur laganna, sem leggja að jöfnu verulega starfs- reynslu og nánar tiltekin háskóila- próf. En nú kemur annar maður fram á sjónarsviðið, Páll Halildórsson, og ekki með öllu ókunnugur Aust- firðingum, sem vel muna þá tíð, er sami Páll dvaldist þeirra á meðal sem sérlegur útsendari íbaldsins. Skyldi hann þá rita „Þór“ að hálfu móti Thuliniusi, 1—1V2 isíðu í hálfum mánuði, en hvarf á braut þegar ljóst varð, að hann þoldi ekki svo mikið álag. Aldrei hefur Pll sýslað við skatta- mál, svo vitað sé og ekki trúlegt, að mikil áherzla hafi verið lögð á íslenzkan skattarétt á því nám- skeiði viðskiptafræðinga vestur í Kanada, sem með vafasömum rétti kom daufum sérfræðings- stimpli á Pál. Eftir sérlegan samanburð, sem virðist hafa staðið um sex vikna skeið, fellir Gurinar Thor. sinn Salómonsdóm og veitir Páli starf- ið. Menn ern orðnir vanir pólitísk- um embættaveitingum á landi hér. En eitt er það að setja hæfan flobksmiann í stöðu, sem stendur auð, og annað hitt að flæma mann úr starfi, sem hann hefur rækt með prýði um árabil og veita það öðrum, sem hefur flokbsilitinn svo að segja einan verðleika. — Þeir Þann 28. sept. sl. bauð Flugfé- lag íslands nokkrum ritstjórum blaða úti á landi ti'l stuttrar kynn- isferðar til aðalstöðva sinna í Reykjavík. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fara þessa för í forföilum VilhjállmíS Sigurbjörossonar ritstjóra Auistra. Boðið var 14 mönnum, frá Norð- firði, Aikureyri, ísafirði og Veist- mannaeyjumi, en þrátt fyrir góð- an vilja Fiugfélagsmanna fengu veðurguðir ráðið því að Vest- mannaeyingar gátu ekki komið og ísfirðingum seinkaði verulega. Af hálfu F. í. kom fram og greiddi götu okkar blaðafulltrúi félagsins, Sveinn Sæmundsson, var hann, eins og reyndar flestir vissu áður, ekkert ndma Ijúfmennskan og dugnaðurinn og lét einskis ó- freistað til að við gætum haf't sem mest gagn og gaman af ferðaiag- inu. Þá er og vert að minnast Þor- valdar Guðmundssonar, veitinga- manns, sem hýsti og nærði okkur gestina á Hótel Sögu af einstakri alúð og myndarskap. Frá Austfjörðum fór auk und- irritaðs, Bjami Þórðarson, rit- stjóri Austurlands, og flugulm við | starfshættir eru fordæmdir af öllum þorra manna. — íslenzikt al- menningsálit er þó ekki komið neðar en það — ekki ennþá. Þess vegna hlýtur veiting skattstjóra- embættisins á Austurlandi og sams konar bolabrögð á öðrum 1 landsihornum verðuga fyrirlitn- ! ingu. Sá hæstvirti hefur eins og til smekkbætiis tekið upp þá nýlundu í sambandi við veitingar skatt- stjóraelmbættanna, að se'tja þá til eins áns, sem hafa verulega reynslu í starfinu s. s. skattstjór- ana á ísafirði og Siglufirði, en skipa hina, sem hvergi hafa komið Framh. á 3. síðu. til Reykjavíkur með leigufilugvél F. 1. fimtudaginn 27. sept. sl. Á flugveHinum í Reykjavík tóík Sveinn Sæmundsson blaðafuhtrúi F. I. á móti okkur og fylgdi okk- ur til Bændahaliarinnar nýju, þar sem við gistum á Hótel Sögu þær tvær nætum sem við dvöldum í bænum. Sjálf heimsóknin hófst kl. 13 á föstudag míeð hádegisverði sem Þonvaldur Guðmundsson, veitinga- maður, bauð til í hinum glæsiilega veitingasa'l á 8. hæð Bændahallar- innar og voru þar mættir auk blaðaifiUlltrúans og gestgjafans fjórir Akureyringar og við tveir fyrrhefndir austanverjar. Blaða- fulltrúinn bauð okkur velkomna með stuttri ræðu og lýsti tilefni og tiigangi heimboðsins. Gat hann þess að það væri vilji F. I. að hafa góða sa'mvinnu við blöð landsins og vitnaði í þau spakmæli Háfamála, að þeir istígar gróa gjarnan sem ekki eru gengnir, og væri þetta heimboð liður í þvú starfi F. 1. að hafa riáið og gott samband við hinar dreifðu byggð- ir landsins. Framh. á 3. síðu. f Flugfélag Islands býður heim

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.