Austri - 19.11.1964, Blaðsíða 1

Austri - 19.11.1964, Blaðsíða 1
tTtgefandi: Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Austurlandskjördæmi. Austri 9. árg. Neskaupstað, 19. nóvember 1964. 9. tölublað. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Kristján Ingólfsson Vilhjálmur Hjálmarsson Fjármál og auglýsingar: Björn Steindórsson, Neskaupstað. NESPRENT Þungt fyrir fœti 1 haust náðist samkoimiulag í sexmannanefnd um verðlags- grundvöll landbúnaðarins. Þetta kom mönnum á óvart. Árið áður var ekki samið. Mikið bar á milli og fór málið fyrir yfirdóm'. Síðar birti Hagstofa Islands sikýrslur uim meðaltekjur hinna ýmsu at- vinnustétta. Kom í ljós, að bænd- ur voru tekjulægri en nokkur önnur stétt að undanskildum ör- yrkjum og gamalmennum. Á hinu leitinu býr öli alþýða í kaupstöð- um og kauptúnum — sem og aðr- ir landsmenn við skattarán, dýr- tíð og aðrar búsifjar „viðreisnar- innar“ Það oniátti því teljast fremur ósennilegt, að samningar tækjust um búvöruverðið mi'li fulltrúa framleiðenda og neyt- enda. Blöð og útvarp sögðu frá 'samn- ingunum og verðlagsgrundvöllur- inn hefur verið birtur. Verður það ekki endurtekið hér. En spyrja má: hvers vegna gengu fulltrúar bænda til samninga nú í haust? Og hver var aðstaða þeirra í samningunuim ? Eftir alllangt samningaþóf þótti sýnt, þegar litið var til reynslu undanfarinna ára, að úrskurður yfirdóms yrði bændum óhagstæð- ari en þeir kostir, sem líklegt var. að fulltrúar neytenda gengju að. Auk þess hafði ríkisstjórnin heit- ið fyrirgreiðslu um nokkur þýð- ingarmikil atriði, en sett þar við skilyrði, að samningar tækjust um verðlagið. Enda þótt engum koimi til hug- ar, að hinn nýi grundvöllur tryggi bændum jafnháar tekjur og þær stéttir njóta nú, sem kjör bónd- ans skulu miðast við að lands- lögum, þá felast í honum veruleg- ar leiðréttingar frá þvi verðlagi, er gilt hafði áður. Við þessar aðstæður verður það vitanlega alltaf matsatriði hvort og á hvaða stigi skuli ganga til samninga ellegar vísa til úrskurð- ar yfirdóms. Margir iíta svo á, að ævinlega sé rangt að semja á sig óréttinn, svo fremi, að nokkrar aðrar leiðir séu færar (hér yfir- nefnd). Aðrir teija, að rétt sé og skylt, að ganga til samninga ef veru- lega þoki í áttina, enda þótt ber- sýnilega skorti miikið á fyllsta réttlæti. Hér réði það sjónarmið gerðum fulltrúa framleiðenda í sexmannanefnd. Stéttarsamband bænda hafði á. þess,u ári beitt sér fyrir allvíð- tækri söfnun gagna til undirbún- ings fyrir verðlagninguna í haust. Niðurstaða þeirrar könnunar studdi í ölium meginatriðum það, seim fulltrúar bænda höfðu áður haldið fram um tilkostnað við búreksturinn. Má það og ljóst vera hverju barni, að því aðeins reynist bændastéttin tekjulægst allra stétta, að eitthvað er bogið við þær tölur, sem lagðar hafa verið til grundvallar verðiagning- unni undanfarin haust. Sennilega hafa aldrei legið fyr- ir gleggri upplýsingar um bú- rekstur bænda þegar setzt hefur verið að samningum um verðlags- grundvöll landbúnaðarvara. Stéttarsambandið mun -halda áfram söfnun gagna og upplýs- inga og á þann hátt leitast við að rökstyðja svo sem unnt er kröfur bændastéttarinnar í verð- lagsmálum. Það var alger nýlunda, að nú var leitað til ríkisstjórnarinnar um tiltekin hagsmunamál bænda eins og vikið var að hér að fram- an. Hafnaði hún sumum óskum bændanna en tók aðrar til greina og viðurkenndi þannig í verki að- ild sína að verðlagsmálunum. Verður að telja, að nokkur vinningur sé að þeirri viðurkenn- ingu. Þegar svo einnig er á það litið, að fyrir lá staðfesting á því frá sjálfri Hagstofu Islands, að hallað hefur á bændur í verð- lagsmálum að undanförnu og all- víðtæk athugun á afkomunni 1963 sýndi hið sama, hefði átt að mega vænta þess, að fulltrúar bænda nytu ágætrar vígstöðu við samningaborðið í haust. Sú varð þó ekki raunin. Við- semjendur þeirra neituðu raun- verulega að taka tillit til þeirrar vitneskju er fyrir lá, m. a. í opin- berri skýrslu Hagstofunnar. Og ríkisstjórnin setti það skilyrði fyrir réttarbótum af sinni hálfu, að saimningar tækjust, vitandi vel um óbilgjarna afstöðu neytenda,- fulltrúanna. Lék jafnvel grunur á því, að fullt samspil væri með nokkrum hluta ríkisstjórnarinnar og fulltrúum -neytenda í sex- mannanefnd um það, að halda bú- vöruverðinu og þar með kjörum bænda sem allrá lægstum. Mörg hagsmunasamtök í land- inu njóta viðurkennds verkfalls- réttar og önnur hafa skipulagt hliðstæðar .aðgerðir til að tryggja rétt sinn við skiptingu þjóðar- tekna. Bændastéttin hefur verið seinþreytt til vandræða og ekki um búið svo hnúta, að gripið verði til líkra aðgerða með litlum fyrirvara. Allt þetta veikti mjög aðstöð- una við samningaborðið í haus: og stuðlaði að því að leiðrétting- ar urðu iminni en efni stóðu til í raun og veru. Fyrir bændastéttina er það höfuðnauðsyn að ná fram breyt- Aðalsteinn Aðalsteinsson, fuil- trúi kaupfélagsstjórans á Höfn lyítir tólinu, þegar síminn hring- ir... —- Hvernig er atvinna hjá ykk- ur? — Hún er næg. —- Farnir að hugsa um síldar- bræðslu ? — Nei, reyndar farið að impra á henni, en enn hefur ekkert ver- ið gert formlega í þeim efnum. — Mikið byggt? — Já, það er nú verið að ljúka húsum, seim byrjað var á í fyrra, og þar að auki verið að byrja á 3—4 nýjum í sumar. Svo stendur yfir kirkjubygging hér á Höfn. Það verður mikil bygging. Hún stendur hér rétt innan við kaup- túnið, og er komin undir þak. Þá er verið að ljúka við kaup- félagsbygginguna. Fyrir jólin er áætlað að búið verði að taka allt verzlunarhúsnæðið til afnota. Skrifstofur kaupfélagsins verða áfram á sama stað, og þar verð- ur væntanlega einnig útgerðar- vörudeild. — Hvað slátriuðuð þið miklu? — Við slátruðum 12.750 fjár. Meðalþungi dilka varð 14.3 kg. Þyngsti dilkurinn var ekkert smá- smíði, skal ég segja þér. Hvorl.i meira né minna en 36 kg. Þennan dilk átti Sigurbergur Sigurðsson á Stapa í Nesjum. Ætli þunginn sé ekki landsmet? — Já, og svo annað landsmet gæti ég trúað. Éig las nefnilega um daginn blaða- frétt um á, sem samtals kom undan 54 kg. dilkþungi. Hér var nefnilega ein á, sem lagði frá sér 57 kg. á haust. Hvoru tveggja voru þrílembdar. Ætli 57 kg. hér séu ekki landsmet? Eigandi ær- ingum á þeim lagaákvæðum er nú gilda um verðiagsmálin. Engar horfur virðast á því, að það tak- ist imeðan núverandi ríkisstjórn fer með völd. Verður því enn að sækja og verja málin á hinum sama vett- vangi og fyrr, með þeim ráðun, sem tiltæk eru hverju sinni. En vissulega imá vænta þess, ao þungt verði fyrir fæti eins og stundum áður og mikið reyni á samtakamátt og félagsþroska bændastéttarinnar. innar er Vigfús Vigfússon, hér é Höfn, sem áður bjó á Baldurs- haga á Mýrum. Ærin gekk á sand rækt frá því í júlí, og hafði öli lömbin undir. Leikfélagið hér er að æfa „Þrjá skálka“. Leikstjóri er Höskuldur Skagfjörð. Svo í lokin máttu geta þess, að kornuppskera í haust var mis- jöfn; sæimileg sums staðar, eins og t. d. í Hoffelli Heyfengur var hinsvegar ágætur almennt. Síminn hringir í skrifst. kaupfé- lagsins á Djúpavogi. Kjartan Karls- Framh. á 4. síðu. Til lesenda Það hefur löngum verið hlutskipti austfirzkrar blaða- mennsku að vera hjástarf á- hugamanna. Af þeim orsökum hafa austfirzk blöð oft orðið skammlífari en skyldi. Þannig hafa annir dagsins í þetta skiptið bitnað á Austra, sem nú hefur ekki komið út um imisseris bil. Er hann þó hefur göngu sína að nýju, væntir hann þess, að 'geta komið út tregðulaust hálfsmánaðarlega í vetur. Sem fyrr er það hlutverk hans að vera vopn til fram- sóknar í hagsmunamálium fjórðungsins, og jafnframt að leggja lið lífsbaráttu íslenzkr- ar alþýðu til sjávar og sveita. ! Ritstj. V. H. FREGNAD fiR FJfiRDUNGNUM

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.