Austri


Austri - 18.07.1974, Blaðsíða 1

Austri - 18.07.1974, Blaðsíða 1
Ritnefnd: Jón Kriatjánsson áb. HaUdór Hróarr Haukur Kjerúlf Fjánnál og ingl^dnp Björn Stefndáimn, Austrl 19. árgangur. Neskaupstaíf, 18. júlí 1974. 22. tölublað. Hringvegur opnaður Mannvirkin á Skeiðarársandi vígð 14. júlí 1974 Skaftfellingar héldu þjóðhátíð við Skeiðarábrú sama dag Klukkan hálf tvö safnaðist mannfjöldinn saman við vestari brúarsporðinn, m. a. forseti Is- lands dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra, fráfarandi forseti Alþingis, Eysteinn Jónsson og fjórir ráðherrar. Settur sýslumaður S’kaftfell- inga, Þorleifur Pálsson, fluitti ávarpsorð og kynnti dagskrá. Samgönguráðherra. Magnús Torfi Ólafsson flutti snjalla vígsluræðu, en vegamálastjóri, Sigurður Jóhannsson, lýsti mannvirkjulm. Þá opnaði sam- gönguráðherra brúna til um- ferðar. Lúðrasveit lék. Athöfnin var einföld og lát- laus en auðfundið var, að fólki þótti merkur sá atburður, er það varð vitni að og mikil þau mannvirki sem við augum blöstu. Síðan hófst þjóðhátáð Skaft- fellinga á þjóðhátíðarsvæði þeirra litlu neðar á sandinum. Var dagskrá mjög mótuð af at- burðum síðustu mánaða þar á sandinum. Aðalræðumaður var Eysteinn Jónsson fyrrv. alþingismaður. Einnig talaði Matthías Jóhann- essen formaður þjóðhátíðar- nefndar 1974. Páll Þorsteinsson, Gunnþóra Gunnarsdóttir og Árni Stefánsson fluttu sa'm- fellda dagskrá með frásögnum af vatnaferðum V-Skaftfellinga fyrr meir. Blandaður kór Skaft- fellinga heima og hieiman söng. Einnig karlákór uppbyggður á sama hátt. Sigurður Jónsson frá Fagurhólsmýri flutti frum- ort kvæði, sem einnig var sung- ið. og Ólafur Jónsson söng einsöng. Dagskráratriði fóru fram á stórum palli, en tjaldað hafði verið yfir með plasti. Síðast lék lúðrasveit (frá Kópavogi) og sterkir menn úr báðum Skafta- felilssýslu'm þreyttu reiptog sín á milli og síðar við brúarsmið- ina, sem reyndust ósigrandi. Að lokum var svo stiginn dans langt fram eftir kvöldi. Veður var afburðagott um daginn nema hvað hellirigndi yfi,r samkomusvæðið, svo að ský fall mátti kalla. meðan Eysteinn Jónsson flutti ræðu sína. En þegar dagskrá á palli var lokið skein sól aftur í heiði. Um kvöldið hafði samgöngu- ráðherra boð inni 1 Sindrabæ á Höfn í Homafirði. Margir v'eislugesta minntust hins merka áfanga í ræðum. Meðal ræðu- manna var vegamálastjóri Dana og yfirmaður vegamálla f Fær- eyjum. Vegagerð ríkisins annaðist allar framkvæmdir á Skeiðar- ársandi. allt frá fyrstu athugun- um á sandinum til verksloka. Stóðust aliar áætlanir bæði um kostnað og hraða framkvæmda. Voru vegamálastjória, yfirverk- fræðingi, Helga Hallgrímissyni, brúarsmiðum og öllum öðrum, er hér hafa lagt hnd að, þökkuð mikil og heilladrjúg störf og þess minnst með þakklæti, hversu allur almenningur hefur lagt siitt af mörkum með þvf að Frajnh. á 2. aðu. Hvert var Það vair til nýlundu í kosningun- um á döguum, að nokkrir menn, sem stutt höfðu Framsóknarfjokfe- |nn hér í kjördæminu sögðu sfeilið vj.ð hann og studdu frambjóðenda Samtakanna, sem einnig var fyrr- verandi framsóknarroaður. Er nokkur ástæða til þess nú, þegar um hægist, að íhuga í rólegheitum hvert var erindi þessara manna við austfirska iíjósendur. Stefnuskrá fyrir Austurland Þeir sömdu fallega „stefnu- skrá“ 1 fjórtán liðum, sem var þó í rauninni aðeins tvíþætt. Annars vegar var upptalning allmargra þátta. sem nú er unn- ið að og markið sett nálægt því, sem nú þegar er áformað. Má þar nefna stofnun grasmjöls- verksmiðju, að ljúka verkum samkvæmt giidandi vegaáætlun 1976 og ljúka rafvæðingu sveit- anna. Hins vegar var varpað fram fiullyrðingum án nokkuirs sýnilegs undirbúnings eða rök- stuðnings. Þar á meðal var stofnun 15 verksmiðja eða iðn- fyrirtækjia á næstu 4 árum — engin nánari sikilgreining — og flugvöllur í hverri byggð og dagleigar flugferðir með fólk og vörur, einnig á næstu 4 árutn. Má það merkilegt heita. ef nýr iðnrekstur, flugvalla'gerð og fleira er svona einfalt, að fram- bjóðsndur skuli ekki fyrr hafa skrifað upp þessa eftiirsóknar- verðu hluti þegar þeir voru að keppa um fylgi hátvirtra kjós- enda! En hver, sem skoðar ,,stefnuskrána“ í rólegheitum, mun fljótt sjá, að ekki er hún líkleg til að skipta sköpum fyr- ir framþróun mála á Austur- landi. Málefnaágreiningur í Framsókn Þeir, sem nú fluttu sig frá Framsólkn yfir til Samtakanna, sögðu frá miklum málefnaá- greiningi innan Framsóknar- flokksins og nefndu nokkur at- riði: Þeir sögðust vilja 'meiri byggðastefnu, en Samtökin felldu t. d. á sínum tíma tillög- Úr Örœfum. Framhald & 3. atóu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.