Austri


Austri - 25.03.1977, Blaðsíða 1

Austri - 25.03.1977, Blaðsíða 1
Munið áskriftargjaldið Innheimta stendur yfir 22. árgangur. Egilsstöðum, 25. mars 1977. 12. tölublað. Bændafundur stöðvarfjörður Stöðvarfirði 20/3 BK/JK BYGGINGAR Bændafélag Fljótsdalshéraðs hélt almennan fund síðastliðið mánudag-s- kvöld og var fundurinn haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum. Fjöldi bænda af Héraði og fleiri áhugamenn um landbúnaðarmál sóttu fundinn. Framsögumenn voru Gunnar Guð- bjartsson formaður Stéttarsambands bænda og Stefán Pálsson frá Stofn- lánadeild Búnaðarbankans. Ræddu þeir verðlagsmál og lánamál land- búnaðarins. Miklar umræður urðu að framsögu- erindum loknum og stóð fundurinn til klukkan fjögur eftir miðnætti. Á fundinum voru samþykktar eftir- farandi ályktanir. Almennur fundur í Bændafélagi Fljótsdalshéraðs haldinn 21. mars 1977 lýsir megnri óánægju með að bændur hafa ekki náð þeim tekjum sem þeim ber lögum samkvæmt. Því gerir fundurinn eftirfarandi ályktun. 1. Leggja ber niður sexmannanefnd- arfyrirkomulagið og teknir upp beinir samningar við ríkisvaldið um verðlagningu búvöru. 2. Niðurgreiðslur verði færðar af sölustigi landbúnaðarins yfir á framleiðslustig, því þar mundu þær verka best til lækkunar á söluverði búvöru. 3. Felldur verði niður söluskattur á kjöti. Að gefnu tilefni vill Áfengisvarn- arráð, sem er hlutlaus ríkisstofnun og ber að afla sem réttastra heimilda um áfengismál, taka fram eftirfar- andi: 1) j Síðasta áratug hefur áfengis- málastefna og viðhorf til áfengis- mála breyst mjög. Sannað er að eina leiðin til að draga úr tjóni því sem áfengisneysla veldur er að minnka heildarneysluna og það verður ein- ungis gei't með hömlum og háu verði. 2) Hvergi í heiminum hefur, svo að vitað sé, tekist að minnka heildar- neyslu með nýjum áfengistegundum eða breyttum drykkjuvenjum. 4. Með tilvísun til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á útflutn- ingsuppbótum á landbúnaðaraf- urðir, bendir fundurinn á að þær eru trygging fyrir því að bændur fái umsamið verð. Því komi ekki til greina að skerða rétt þeirra í þessu efni, enda verði framleiðsl- unni beint með verðlagningu og lánafyrirgreiðslu inn á þær braut- ir sem hagkvæmast er hverju sinni. II. 1. Fundurinn bendir á að hagkvæm stofnlán til uppbyggingar í land- búnaði er forsenda þess að hann geti gengt hlutverki sínu, sem ein af undirstöðum atvinnulífs þjóð- arinnar. Leggur hann því áherslu á að stofnlánadeild landbúnaðarins verði séð fyrir nægilegu og ódýru fjáimagni. 2. Hækkuð verði rekstrar og afurða- lán til landbúnaðarins, þannig að hægt verði að greiða a.m.k. 90% af verði afurða við afhendingu. III. Fundurinn vítir harðlega þann rakalausa óhróður sem rekinn hefur verið gegn landbúnaðinum í vissum fjölmiðlum og flokkast hlýtur undir atvinnuróg, og skorar á forustumenn sína að svara hanum af fullri einurð. 3) Sænska þingið ákvað fyrir ára- tug að heimila framleiðslu og sölu milliöls. Reynslan af því varð slík að nú hefur það sama þing samþykkt að banna algerlega framleiðslu og sölu þessa öls frá 1. júlí nk. — Þingið álítur að ölið sjálft sé skað- valdur en ekki einungis óheppilegir dreifingarhættir. 4) Áfengisvarnaráð varar við því að umræður um áfengismálastefnu fari fram á grundvelli þess sem fólki finnst eða það heldur. Svo glögg vitneskja liggur fyrir um þessi mál frá mörgum löndum að óþarfi er að fara þar eftir hugmyndum sem upp- runnar eru hjá ái'óðursmiðstöðvum bruggarasamtaka og áfengissala. Áfengisvarnaráð. ÍBÚAFJÖLDI Hinn fyrsta desember 1976 voru ibúar í Stöðvarhreppi 323 og hafði þeim fjölgað um 12 frá 1 desember 1975. ATVINNUMÁL 1 byrjun árs 1976 voru öll fisk- vinnslu og útgerðarfyrirtæki á Stöð- varfirði sameinuð í eitt fyrirtæki Hraðfrystihús Stöðvarfj arðar hf., og hefur það síðan annast móttöku og vinnslu þess afla sem að landi hefur borist. Um síðastliðin áramót var ráðinn nýr framkvæmdastjóri að fyrirtækinu, Guðjón Smári Agnars- son, en hann var áður starfsmaður í sjávarútvegsráðuneytinu og flutti hann hingað með fjölskyldu sína um miðjan janúar. Eins og fram hefur komið seldu Stöðfirðingar Fáskrúðs- firðingum í vetur eignarhlut sinn í togaranum Hvalbak, en hraðfrysti- húsið á í smíðum 500 lesta togskip í Noregi og verður það væntanlega afhent í júní næstkomandi en fyrir- tækið fær aflahluta af togurum Fá- skrúðsfirðinga út maímánuð, en þeir hafa sem kunnugt er aflað mjög vel að undanförnu. Atvinna hefur verið allgóð frá febrúarbyrjun við fiskvinnslu og loðnubræðslu, en hér hefur nú verið landað 10700 lestum af loðnu og hef- ur bræðsla gengið mjög vel. Þetta er um helmingi meira magn af loðnu en hingað barst í fyrra. Hér er nú einnig unnið af kappi að viðbyggingu við frystihúsið og er að því stefnt að taka hana í notkun hið fyrsta því að aðstaða til fnystingar í gamla húsinu er óviðunandi. Þeir Magnús Ólafsson formaður Sambands ungra framsóknarmanna og Gylfi Kristinsson voru leiðbein- endur á tveimur þjóðmálanámskeið- um sem haldin voru á Egilsstöðum og Reyðarfirði um síðustu helgi. Á þess- Á síðastliðnu ári voru í byggingu hér fjögur hús, þar af tvö sem byggð voru á vegum sveitarfélagsins sam- kvæmt lögum um leiguíbúðir, lokið var við tvær stórbyggingar á okkar mælikvarða og þær teknar í notkun það er hús Samvinnubanka íslands hf. og hús Pósts og síma, en þar var jafnframt opnuð sjálfvirk símstöð í októbermánuði. Einnig mun alveg á næstunni verða tekin í notkun ný- bygging læknamóttöku sem verða mun í tengslum við Heilsugæslustöð Fáskrúðsfjarðarlæknishéraðs að Búð- um í Fáskrúðsfirði. FÉLAGSLÍFIÐ Félagslífið hefur verið með svip- uðu sniði og undanfarin ár. Lítið hefur verið dansað síðan um jól og áramót. Þess í stað hefur verið spil- uð félagsvist einu sinni í viku og bridge allnokkuð. Kvikmyndasýning- ar safa verið minnst ein sinni í viku, og allt upp í fimm sinnum. VEÐRIÐ Tíðarfar hefur verið með eindæm- um gott í vetur. Talsverðan snjó setti hér niður í febrúarmánuði. Hann hefur nú að mestu tekið upp í byggð en allmikill snjór er enn til fjalla. BJARTSÝNI RÍKJANDI Stöðfirðingar horfa björtum aug- um til framtíðarinnar. Stækkun ís- lenskrar landhelgi virðist þegar hafa leitt til aukins afla á austfjarðamið- um og þess má geta að lokum að einn opinn vélbátur hefur nú hafið róðra frá Stöðvarfirði og hefur hann aflað vel. um námskeiðum voru tekin fyrir undirstöðuatriði í ræðumennsku og fundarstjórn og fundarreglum og rædd voru framfaramál hvers byggð- arlags fyrir sig. Góður rómur var gerður að þessum námskeiðum og er auðsætt að mikil þörf er fyrir starf- semi af þessu tagi, einkum þar sem þessum hlutum eru sáralítil skil gerð í almenna skólakerfinu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.