Austri


Austri - 18.11.1977, Blaðsíða 1

Austri - 18.11.1977, Blaðsíða 1
Auglýsingar og annað efni í JÓLABLAÐHD þarf að senda blaðinu sem allra fyrst. Miljóna tjón á Borgarfirði vegna sjógangs Borgarfirði 13. nóv. Ó.J. Síðastliðinn föstudag gekk veður til norðan-áttar með stormi og snjó- komu. Veður fór versnandi þegar á daginn leið með vaxandi stormi og hafróti og undir kvöld var komið slíkt foráttubrim að elstu menn muna ekki annað slíkt. Stórfelldar skemmdir urðu á hafn- armannvirkjunum við Hafnarhólm- ann, varnargarðar skemmdust og vegurinn niður á hafnarsvæðið eyði- lagðist að stórum hluta. Vegna bryggjusmíða voru engir bátar í höfninni en athafnasvæði hafnar- gerðamanna var ömurlegt yfir að líta og sjáanlegt að um stórfellda eyðileggingu á efni og áhöldum var að ræða. Ljóst er að tjónið sem varð við Hafnarhólmann skiptir milljón- um þótt það hafi ekki verið kannað til fulls. Nokkrar skemmdir urðu vegna sjógangsins inni í þorpiu og braut t.d. úr götukantinum á stóru stykki og mynduðust allmikil skörð í veg- inn. Nokkrir fjárskaðar urðu í veðr- inu. 1 Breiðuvík hafa fundist sjö kindur dauðar í fönn og tvær sjó- reknar. Ekki er enn fullkannað hversu margt fé hefur orðið úti í þessu veðri. Fyrir nokkrum dögum varð það óhapp hjá bóndanum í Hvannstóði, Sveini Bjarnasyni, að 11 kindur hans fóru niður um ís á tjörn einni og drukknuðu, tjónið er því verulegt hjá Sveini. Þessi mynd var tekin haustið 1976, en þá gerði mikið brim á Borgarfirði. Hafskipabi-yggjan sést í hafrótinu á miðri mynd. Samþyhht hreppsnefndar Búlandshrepps um raforhumdl Bátalægið við Hafnarhólma. Varnargarðurinn úr Hólmanum, sem sést fyrir miðri mynd, skemmdist í ofviðrinu sl. föstudag. Á fundi sínum 13. nóv. samþykkti hreppsnefnd Búlandshrepps eftirfar- andi ályktun: Fundur haldinn í hreppsnefnd Bú- landshrepps 13. nóv. 1977 lýsir van- þóknun á stjórn raforkumála á Aust- urlandsfjórðungi. Telur fundurinn að ástandið sé alvarlegast í sveitar- félögum sunnan Stuðlaheiðar. Sér- staklegá er bent á það tjón, sem at- vinnufyrirtæki og einstaklingar verða fyrir vegna stöðvunar á at- vinnurekstri og bilana á heimilis- tækjum, sem orsakast af síendur- teknum rafmagnstruflunum og raf- magnsleysi. Ennfremur bendir fund- urinn á, að í haust og það sem af er þessu ári hefur fólk ekki getað haldið Góð gjöf Nýlega barst Sjúkrahúsinu gjöf frá kvenfélaginu Bláklukkan Egils- stöðum. nægum hita í hýbýlum sínum og allt atvinnulíf verið lamað yfir hábjarg- ræðistímann. Lýsir fundurinn undrun sinni á, að þó línubilun verði á dreifikerfinu austan Berufjarðar, skuli ekki vera hægt að halda rafmagni á svæði dísel- rafstöðvarinnar á Djúpavogi vegna þess að einn rofi í rafstöðinni er ótengdur. Skorar fundurinn á yfirstjórn orkumála svo og þingmenn Austur- landskjördæmis að þeir sjái svo um, að unnið verði að raunhæfum endur- bótum í þessum málum nú þegar, svo létt verði af því vandræðaástandi, sem ríkt hefur í orkumálum fram til þessa. Þetta eru 100 þúsund krónur til tækjakaupa fyrir vöggustofu Sjúkra- hússins. Bláklukkan hefur áður gefið Sjúkrahúsinu verðmætar gjafir, sem rétt er að þakka. Fréttir Handknattleikslið kvenna hélt suð- ur með sjó helgina 29. - 30. okt. s.l. Tilgangur fararinnar var að keppa við lið Njarðvíkinga og Keflvíkinga í milliriðli um rétt til þátttöku í Landsmóti UMFÍ á Selfossi næsta sumar. Árangur fararinnar var allgóður, því U.Í.A. - liðið vann Njarðvíkur- stúlkur með 16 mörkum gegn 14, en tapaði síðan fyrir Keflvíkingum með eins marks mun. Leikurinn Njarðvík - Keflavík hef- ur ekki enn farið fram, og eru því úrslit enn ekki ljós hvert þessara liða kemst á landsmót. Kvennalið U.Í.A. er skipað stúlk- um frá Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Egils- sltöðum. Hefur það lítið getað æft saman í haust og má því frammi- staða þess teljast til sóma. SB

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.