Tímarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

SunnudagsMogginn

and  
M T W T F S S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunblađiđ


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
SunnudagsMogginn

						9. október 2011 45
Lesbók
O
n Reading? nefnist
lítil bók André Ker-
tész, sem kom fyrst
út á fæðingarári
mínu 1971 ? fyrir alltof löngu
síðan. Þar má finna fjöl-
breytilegt og snoturt samansafn
ljósmynda Kerész af fólki að lesa
bækur, myndirnar eru teknar á
árunum 1915 til 1970 af fólki af
öllum stigum og á öllum aldri. 
Fyrstu myndirnar eru frá
upphafi ljósmyndaferilsins
heima í Ungverjalandi, en síðan
bætast við myndir frá New York
og París, þar sem Kertész bjó
síðar, og frá ferðalögum um
heiminn. 
Þegar ljósmyndirnar eru
skoðaðar er nánast eins og mað-
ur sé að stelast til að gægjast, því
allar eiga þær sammerkt að
fólkið er ekki meðvitað um ljós-
myndarann og augnablikin eru
afar persónuleg ? látbragðið ber
með sér að hugurinn er önnum
kafinn að skapa heim úr orð-
unum á blaðsíðunum og hjartað
slær með sögupersónunum.
Þetta er nánast ástleitin stund,
lesandinn og bókin. 
? Og ljósmyndari á gægjum.
Einar Falur Ingólfsson hefur
einnig ljósmyndað bækur og
raunar heilu bókahillurnar á
heimilum valinna rithöfunda.
Fátt þykir mér skemmtilegra en
að ?njósna? um bókahillur hjá
fólki sem ég heimsæki. Enda er
það gluggi í sálarlífið. Ætli það
sé ekki sama gægjuþörfin og hjá
Kertész! 
Það er ekki sama hvernig
bókum er raðað í hillur og enn
síður hvaða bókum. Guð forði
því að þær týnist í óreiðunni.
?Ég vil nú hafa mínar konur
sjálfur? nefnist ævisaga Ólafs frá
Oddhóli. Mér er líkt farið, ég vil
raða mínum bókum sjálfur. 
Og víst er svo um fleiri, ef
marka má sýninguna í hátíð-
arsalnum á bókastefnunni í
Frankfurt, þar sem ljósmyndir
af bókaskápum á íslenskum
heimilum munu hanga uppi.
Það svalar gægjuþörf margra. 
Bækur 
og gægju-
þörf
?
Látbragðið ber
með sér að
hugurinn er
önnum kafinn að
skapa heim úr orð-
unum á blaðsíðunum
og hjartað slær með
sögupersónunum. 
Orðanna
hljóðan 
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Nýjasta skáldverk Bjarna
Bjarnason býr vangaveltum um
hvað það er að vera ærleg
manneskja athyglisverðan bún-
ing. Söguhetjan, Starkaður, er
úthrópaður útrásarvíkingur sem
þráir að bæta mannorð sitt, en
eins og þeirra manna er siður fer
hann þá einu leið sem hann
skilur og kaupir sér mannorð. Í
gang fer svo ótrúleg atburðarás
sem dansar á mörkum vís-
indaskáldsögu og James Bond-
myndar þar sem Starkaði er
smám saman breytt í annan
mann, skáldið Almar sem þráir
það heitast að hverfa, öfugt við
Starkað sem vill fyrir alla muni
komast inn í hringiðu sam-
félagsins á nýjan leik. Í gegnum
allt þetta ferli fléttar Bjarni pæl-
ingum um hvað það sé sem geri
okkur að siðlegum verum, jöfn-
um höndum í gegnum samtöl og
hugsanir Starkaðar og Almars.
Bókin hrekkur ekki almennilega
í gang að því leytinu til fyrr en
hún er rúmlega hálfnuð og
Bjarna eru nokkuð mislagðar
hendur í að koma þessum hugs-
unum sínum á framfæri. Stund-
um nær hann að hræra hressi-
lega upp í manni með vel til
fundnum líkingum og innsæi en
á köflum er hann helst til tyrf-
inn og textinn rennur þá stíf-
lega, eins og um afmarkaðar
djúpspekilegar samræður
tveggja heimspekinga á kaffi-
húsi sé um að ræða. Bjarni á það
til að vera launfyndinn og læðir
að skemmtilegum athugasemd-
um eins og þegar Starkaður rifj-
ar upp að þrátt fyrir ríkidæmi
hafi hann samt saknað snert-
ingar. Lausnin: ?Ég fór að sækja
í nuddið ? Ég efast ekki um að
ég sé nuddaðasti maður Íslands-
sögunnar.? Plottið er vissulega
hugvitssamlegt, býður upp á
mikil ævintýri en fer stundum
fram úr sér í fáránlegheitunum.
Bókina einkennir sígandi lukka
og á síðustu blaðsíðunum er
Bjarni bestur; þar kveður við
fallegan og áreynslulausan tón
og hann nær að hleypa upp smá
gæsahúð hjá lesandanum á
lokasprettinum. 
Sjálfsflóttinn mikli
BÆKUR
Mannorð
bbbnn
Eftir Bjarna Bjarnason. Uppheimar
2011. 239 bls.
Bjarni Bjarnason rithöfundur
Arnar Eggert Thoroddsen
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn  Setur  Sýningar
ÞÁ OG NÚ
22.9.-31.12. 2011
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14
í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra.
HÖFUNDAKYNNING, miðvikudaginn 12. okt. kl. 12.10
- Kynning á 3. bindi Íslenskrar listasögu, Hanna Guðlaug
Guðmundsdóttir listfræðingur og Jón Proppé listheimspekingur
SAFNBÚÐ
Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara.
SÚPUBARINN, 2. hæð
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600,
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar
um þróun íslenskrar myndlistar.
?Óskabarn ? Æskan og Jón Sigurðsson?
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýn-
ingin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin ? Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Dúkka.
Valgerður Guðlaugsdóttir.
1. sept. ? 16. okt.
Óvættir og aðrar vættir. Grafík.
1. sept.- 16. okt.
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Síðasta sýningarhelgi: Ásfjall - Ljósmyndir Péturs Thomsen
Leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 9. október kl. 14:00
Þetta er allt sama tóbakið!
Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955
Ljósmyndir Emils Edgrens
Þjóð verður til ? Menning og samfélag í 1200 ár
Guðvelkomnir góðir vinir! Útskorin íslensk horn
Útskornir kistlar
Glæsileg safnbúð og Kaffitár
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum
ALMYNSTUR
Arnar Herbertsson
JBK Ransu
Davíð Örn Halldórsson
Sunnud. 9. okt. kl. 15
Sigríður Melrós Ólafsdóttir
með sýningarstjóraspjall
Opið fim.-sun. Kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
26. ágúst ? 23. október
Í bili
Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson,
Daníel Björnsson, Gretar Reynisson,
Haraldur Jónsson, Hildigunnur
Birgisdóttir, Hugsteypan, Ingirafn
Steinarsson, Jeannette Castioni,
Magnús Árnason, Olga Bergmann,
Ólöf Nordal og Skyr Lee Bob
Sýningarstjóri, Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.
29. september ? 23. október
Yfirsýn ? Sigurgeir Sigurjónsson
Sunnudag 9. október kl. 15
- Listamannaspjall
Sigurgeir Sigurjónsson
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
Opið samkvæmt
samkomulagi í vetur
Farandsýningin
Ekki snerta jörðina!
Smíðað á lokadegi
2. október kl. 14-17
Sjóminjasafnið
www.husid.com
17. september
til 9. október 2011
Síðasta sýningarhelgi
HILDUR
HÁKONARDÓTTIR
?þar sem ég bjó og
það sem ég lifði fyrir?
Opið 13-17, nema mánudaga.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Aðgangur ókeypis.
LISTASAFN ASÍ
HLUTIRNAR OKKAR
? úr safneign safnsins
Fyrirlestrar
laugardag 8. okt. kl. 14:
Pia Holm, textílhönnuður hjá
Marimekko
þriðjudag 11. okt. kl. 20:
Arndís Árnadóttir um Helga
Hallgrímsson húsgagnaarkitekt
(1911-2005)
Ókeypis aðgangur á fyrirlestra
safnsins
Opið alla daga nema mán. kl. 12-17.
Verslunin KRAUM í anddyri.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 29
Page 29
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32
Page 33
Page 33
Page 34
Page 34
Page 35
Page 35
Page 36
Page 36
Page 37
Page 37
Page 38
Page 38
Page 39
Page 39
Page 40
Page 40
Page 41
Page 41
Page 42
Page 42
Page 43
Page 43
Page 44
Page 44
Page 45
Page 45
Page 46
Page 46
Page 47
Page 47
Page 48
Page 48