Austri


Austri - 25.01.1980, Blaðsíða 1

Austri - 25.01.1980, Blaðsíða 1
25. árgangur. Egilsstöðum, 25. janúar 1980. 3. tölubiað. Aujlfsinpfl- og dskriftarsíniinn er im Hitaveita Egilsstaða og Fella Hitaveita Eg-ilsstaða og Fella ei' nú tekin til starfa og í tilefni af því hafði blaðið samband við Baldur Einarsson, framkvæmdastjóra hita- veitunnar og spurði hann frétta af starfseminni. Baldur sagði að búið væri að leggja stúta inn í 125 hús. Ekki væri búið að tengja miðstöðvarkerfi allra þessara húsa, en unnið er kappsamlega að því. Fjölbýlishúsin eru komin í sam- band og á næstunni verður mið- stöðvarkerfi Menntaskóla Austur- lands og Valaskjálfar tengt. Egilsstaða og Hlaða sem eftir er, og er þegar byrjað að hanna framhald dreifikerfisins. Þó er nokkur óvissa um framhaldið og stafar það af óvissunni um framhald borunarinnar, og því að fj ármagnsútvegun er ekki trygg þar sem lánsfjáaáætlun er ekki til orðin ennþá af ástæðum sem öllum eru kunnar. Ætlunin er að halda áfram fram- kvæmdum við hitaveituna af fullum krafti í vor og leggja í þann hluta FRAMKVÆMDIR SÍÐASTA ÁR BORUN UNDIRBÚIN Úr holunni sem virkjuð er fást nú 13 sekúndulítrar og dælt er úr hol- unni á 150 metra dýpi, en vatnsborð hennar er á 107 metra dýpi. Undirbúningur er hafinn að borun annarrar holu, búið er að útbúa bor- plan og bora með höggbor niður á fast berg, eða um 18 metra og fóðra þá holu. Nú er beðið eftir stærri bor til þess að sjá um framhaldið, en ekki hefur fengist loforð fyrir honum enn. Fyrir síðustu helgi birtist ályktun frá sameiginlegum stjórnaríundi þriggja kvenfélaga í Djúpavogs- læknishéraði þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir úr- bótum sem gætu orðið til þess að bæta úr læknisleysi í Djúpavogs- læknishéraði. Blaðið hafði samband við Óla Björgvinsson oddvita á Djúpavogi og [Baldur kvað framkvæmdir í sumar og vetur við hitaveituna hafa gengið mjög vel ef á heildina er litið. Verð- bólgan gerði að sjálfsögðu erfitt fyrir og lánsfé til framkvæmdanna dugði ekki, og munaði minnstu að fram- kvæmdir stöðvuðust af þessum sök- um. Úr þessum erfiðleikum rættist þó og fyrstu húsin komu í samband rétt fyrir jól. Verkið var boðið út í hlutum og sá Egilsstaðahreppur um jarðvinnu og innti hann eftir þessum málum. Óli sagði að nú sem stendur væri læknir starfandi á Djúpavogi, en það er Gunnar Jóhannsson. Gunnar er í sér- námi í Svíþjóð og verður hann aðeins út febrúarmánuð á Djúpavogi, en eftir þann tíma er alls óvíst um hvort læknir fæst. Á Djúpavogi er ekki ljósmóðir eða hjúkrunarkona og verður að þjóna læknishéraðinu frá Höfn eða Fá- Frá stofnfundi H.E.F. undirstöður fyrir aðveituæðina. Björn og Kristján frá Akranesi sáu um suðuvinnu. Brúnás h/f steypti undirstöður. Gunnar & Kjartan hf. á Egilsstöðum sáu um lagningu dreifi- kerfisins, og Sölvi Aðalbjörnsson sá um einangrun á dreifikerfinu. Verk- fræðistofa Austurlands og Fjöl- hönnun h/f Reykjavík sáu um hönn- un hitaveitunnar, en Sveinn Jónsson verkfræðingur hjá Egilsstaðahreppi hafði umsjón með verkþáttum Egils- staðahrepps. skrúðsfirði þegar læknir er ekki á staðnum. Oft hefur verið erfitt að fá lækni til Djúpavogs og Óli sagði að fyrir þessu væru margar samverkandi orsakir. Skortur væri á héraðs- læknum og aðstaða þeirra á Djúpa- vogi væri heldur slæm, og auk þess væru þeir þar einir á báti, þar sem ekki er þar hjúkrunarliði á að skipa eins og áður sagði. Það hefur verið baráttumál að fá framlög til Heilsugæslustöðvar inn á fjárlög, en samkvæmt lögum frá 1973 á að vera heilsugæslustöð H 1 á Djúpavogi. Þetta mál er mikið alvörumál, því öryggi í læknisþjónustu er grund- vallaratriði í hverju byggðalagi og íbúar Djúpavogslæknishéraðs munu þrýsta fast á eftir um úrbætur sem kynnu að bæta núverandi ástand. SALA HAFIN Á VATNI Hitaveitan hefur nú opnað skrif- stofu í skrifstofuhúsnæði Egilsstaða- hrepps, og er þegar búið að inn- heimta veruiegan hluta af heim- taugargjöldum og nú næstu daga fara út fyrstu reikningarnir fyrir sölu á heitu vatni. Verð á mínútulíter af vatni er nú 7300 krónur, en fyrir liggur hækkunarbeiðni upp í 10.300 kr. verð vatnsins nú mun vera 60 - 70 af olíuverði, en olíustyrkur er ekki reiknaður með inn í þetta dæmi. Kynnmgarfundir K.H.B. Kaupfélag Héraðsbúa hyggst kynna starfsemi sína meðal almennings á næstunni og hefur félagið snúið sér til kvenfélaganna á félagssvæðinu í fyrstu lotu og boðið þeim til kynning- arfunda. Fyrsti fundurinn var á Reyðarfirði s.l. laugardag og var fjöl- sóttur. Jón Kristjánsson, félags- málafulltrúi flutti erindi og svaraði fyrirspurnum um starfsemi kaup- félagsins og Steinþór Magnússon formaður þess flutti ávarp. Fjörugar umræður og fyrirspurnir urðu á fundinum. Fleiri slíkir fundir verða haldnir á næstunni. AMgt útlit í heilbrigðis- þjónustu í Djópavogslffknis- héraði

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.