Austri


Austri - 29.02.1980, Blaðsíða 1

Austri - 29.02.1980, Blaðsíða 1
25. árgangur. Egilsstöðum, 29. febrúar 1980. 8. tölublað. Gott atvinnuástand á Fáskrúðsfirði Blaðið hafði samband við Gísla Jónatansson kaupfélag'sstjóra á Fá- skrúðsfirði og innti hann frétta. Gísli sagði að atvinnuástand á Fá- skrúðsfirði hefði verið mjög gott síðastliðið ár og hefði enginn verið á atvinnuleysisskrá. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar tók á móti 6000 tonnum af bolfiski en uppistaðan í þeim afla var afli togaranna Ljósa- fells og Hoffells. Úr þessum afla voru framleiddir um 80 þúsund kass- ar af freðfiski og 340 tonn af þurrk- uðum saltfiski. Fiskim j ölsverksmiðj a kaupf élags- ins tók á móti 20 þúsund tonnum af loðnu og framleiddi 3100 tonn af loðnumjöli, og 1638 tonn af lýsi. Einnig voru framleidd í verksmiðj- unni 7000 tonn af fiskimjöli. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirð- inga. Unnið hefur verið að byggingu verslunar- og skrifstofuhúss, en fyr- irhugað er að taka fyrsta áfanga þess í notkun á þessu ári. Trésmiðja Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði hef- ur haft þær framkvæmdir með hönd- um. Þá hefur verið unnið að endur- bótum á fiskimjölsverksmiðjunni. Sett hefur verið í verksmiðjuna nýr sjóðari sem kemur til með að bæta rekstur hennar verulega. Komið hef- ur verið upp elektroniskri löndunar- vog sem afkastar 200 tonnum á klukkustund og dælu til flutnings á hráefninu. Uppsetningu tækjanna önnuðust starfsmenn á vélaverkstæði kaupfélagsins undir stjórn Stefáns Stefánssonar og Egils Guðlaugssonar verksmiðjustjóra. Starfsfólk Kaupfélags Fáskrúðs- firðinga er að jafnaði um 200 manns og greiddi félagið á síðasta ári um 1100 milljónir króna í vinnulaun. Frá síðustu áramótum hafa skut- togarar Fáskrúðsfirðinga aflað 1100 tonn á móti 800 tonnum á sama tíma í fyrra, og hefur því verið næg at- vinna í frystihúsinu. Til staðarins eru komnar 15 erlendar stúlkur í fiskvinnu og munu þær dvelja fram í júní. Fiskimjölsverksmiðjan hefur að- eins tekið á móti um 3500 tonnum af loðnu á þessari vertíð, en síðast- liðna vetrarvertíð tók hún á móti 13400 tonnum. Það er því ljótt útlit framundan í þeim efnum hér eins og víðar hjá verksmiðjunum á sunnan- verðum Austfjörðum. Hingað kom á dögunum nýtt nóta- skip Hilmir, sem er í eign Hilmis hf. á Fáskrúðsfirði. Framkvæmda- stjóri er Jóhann Antoníusson. Skipið fór á loðnuveiðar og landaði 800 tonn- um hér áður en veiðibannið var sett á. Skipið er enn á loðnuveiðum, eftir að leyfi var gefið til veiði til fryst- ingar, en þegar því lýkur er óvíst hvað við tekur. Fundur um sjdvarútveusmdl d Höfn 8. mars - oipieiur bnrdttudflgur hvennn - Síðastliðimi sunnudag var fundur um sjávarútvegsmál á Höfn í Horna- firði. Á fundinn komu Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra og Halldór Ásgrímsson alþingismað- ur. Þetta er fyrsti fundurinn af mörgum sem sjávarútvegsráðherra ráðgerir á næstunni. Þess er skemmst að minnast þegar Steingrímur var landbúnaðarráð- herra að hann hélt fjölmarga fundi með bændum um vandamál landbún- aðarins. Fundurinn á Hornafirði var fjöl- sóttur af sjómönnum og útgerðar- mönnum og svaraði sjávarútvegsráð- herra þar fjölmörgum fyrirspurnum um hin ýmsu vandamál sem nú er við að etja í sjávarútvegi. Á fundinum var m.a. rætt um end- urnýjun bátaflotans og fiskveiðitak- markanir. Þá var rætt ástand hafnar- innar á Höfn því að þau mál eru að sjálfsögðu forsenda sjósóknar þaðan. Einnig kom fram hjá fundarmönn- um áhugi á að auka hlut rekneta- veiða í síldveiðum og þá var rætt um humarstofninn, en humarveiðarn- ar hafa dregist mjög saman undan- farin ár og kemur það mjög niður á atvinnulífi staðarins og má m.a. geta þess að humarvinnslan hefur verið stór þáttur í atvinnu skólafólks yfir sumarið. Aflabrögð undanfarið hafa verið léleg á Höfn og mun minni afli en í fyrra. Gæftir hafa verið mjög lé- legar að undanförnu. Bátarnir eru nú að hætta á línu og taka til við netaveiðar. Laugardaginn 8. mars verður hald- inn í Menntaskólanum á Egilsstöðum, fundur um jafnréttismál og réttinda- baráttu kvenna í tilefni af alþjóð- lega baráttudeginum. Fundurinn hefst kl. 16.00. Á dag- skrá verður upplestur og söngur í léttum dúr, ásamt stuttum ávörpum sem konur flytja. Jafnframt verður sýning á ýmsum verkum kvenna af Héraði. Þeir sem standa að fundin- um vona að sem flestir sjái sér fæi't að mæta og benda á að barnagæsla verður á meðan á fundi stendur. Áhuga,fólk af Héraði. Vel heppnuð árshátíð Fram- sóknarfélags Austur-Skafta- fellssýslu Flokksráðsfundur Alþýðubanda- lagsins vai' haldinn um síðustu helgi, og vekur það athygli að það segir lítið af þeim fundi nema það að ýms- ir verkalýðsleiðtogar hafi verið kjörnir í miðstjórn flokksins. Sagt er frá þessu í fjölmiðlum eins og meiri háttar tíðindum og Lúðvik kom í sjónvarpið í gærkveldi og sagði að mikill vilji hefði verið á fundinum til þess að halda þessrnn „gamla vana”. Já það skyldu nú vera orðin stór- tíðindi ef að forráðamenn launþega- samtakanna ná kosningu í trúnaðar- stöður í Alþýðubandalaginu og séu kosnir af gömlum vana. Fyrir utan þessi tíðindi hefur ekki farið miklum sögum af fundinum eins og áður segir. Framsóknarfélag Austur-Skafta- fellssýslu hélt árshátíð síðastliðinn laugardag og var hún mjög fjölsótt og hvert sæti var skipað. Hátíðin sófst með borðhaldi sem Halldór Ásgrímsson alþingismaður stjórnaði. Beta Einarsdóttir hélt ræðu, Inga María Eyjólfsdóttir óperusöngkona söng og Vilhjálmur Gíslason fór með gamanmál. Hljómsveitin Slagbrandur frá Egilsstöðum lék fyrir dansi og var lengi vel tvísýnt um að þeir kæmust á staðinn vegna mikilla vatnavaxta suður með fjörðum. Þeir komust hins vegar á staðinn rétt fyrir miðnætti og var vel fagnað og var dans stig- inn fram eftir nóttu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.