Austri


Austri - 09.07.1982, Blaðsíða 1

Austri - 09.07.1982, Blaðsíða 1
FERÐAMAL Hótel, tjaldstæði Austur Skaftafellssýsla er ein fegursta og sérkennileg- asta byggð hérlendis og þangað leggja fjöldi ferða- manna leið sína. Þjóðgarður- inn í Skaftafelli er heimur út af fyrir sig, og þar hefur verið komið upp tjaldstæði fyrir forgöngu Náttúru- verndarráðs, sem er mjög úr garði gert, með fullkominni snyrtiaðstöðu. Kaupfélag Skaftfellinga rekur þar þjón- ustumiðstöð, sem selur al- mennar nauðsynjar og vörur fyrir ferðafólk. Aðstaðan þarna hefur gjörbreyst á síðustu árum, enda leggur fjöldi fólks leið sína á þessar slóðir. Af öðrum gististöðum í sýslunni er það að segja að rekið er mjög gott hótel á Höfn, sem opið er árið um kring og sumarhótel er rekið í Nesjaskóla. Tjaldstæði er á Höfn og farfuglaheimili í Álaugarey. Þegar leiðin liggur norður um er komið til Djúpavogs o g þar rekur Kaupfélag Berufjarðar gistihús og mat- sölu. Á Berunesi á Beru- fjarðarströnd er farfugla- heimili. I Breiðdal er rekið hótel á sumrin í Staðarborg. Á Fáskrúðsfirði eru rekn- ir tveir grillstaðir, Fjarðar- nesti og Snekkjan. Á Reyðarfirði rekur Kaup- félag Héraðsbúa hótel KHB og á Eskifirði er rekið hótel Askja. Á Norðfirði hefur verið rekin matsala og gisti- aðstaða í félagsheimilinu Egilsbúð. Á Seyðisfirði er rekin gist- ing í Farfuglaheimilinu og á Vesturvegi 4 og matsala í félagsheimilinu Herðubreið. Á Borgarfirði eystra rekur Ólína Halldórsdóttir gistingu og matsölu og í félagsheimil- morgunmat í Húsmæðraskól- anum og var byrjað á sjálf- stæðum rekstri þar í sumar. Þar er ákjósanleg aðstaða til rólegrar dvalar í sérkenni- legu og söguríku húsi. Ferðaskrifstofa ríkisins rekur Eddu hótel á Eiðum og hefur gert mörg undanfarin ár. Þess má geta að nú í sumar hefur Sveinn Sigur- björnsson tekið upp ferðir í Eiða tvisvar í viku og er upp- lýsingar um þær ferðir að fá á Ferðamiðstöð Austurlands við Kaupvang á Egilsstöðum. FEROABLAÐ Með vaxandi ferðalögum og almennum sumar- leyfum, eru ferðamál orðin verulegur atvinnuveg- ur og setja sitt mark á mannlífið yfir sumarmán- uðina, og reyndar er ferðast á öðrum tímum í vaxandi mæli, bæði hér heima og erlendis. 1 þessu blaði verður fjallað um ferðamál hér Austanlands og minnst á nokkra þætti þeirra og hvað fólki stendur til boða hér í þessum fjórðungi ef það vill ferðast hér innan hans, eða frá honum. Þetta er þó ekki nein heildarúttekt, en aðeins er reynt hér að vekja athygli á nýrri og vaxandi at- vinnugrein. Þetta er gert nú af því að nú fer há- annatíminn í hönd á þessu sviði, og fjölmargir leggja leið sína að heiman og út á þjóðvegina, eða fljúga hér innanlands eða bregða sér út yfir poll- inn. inu Fjarðarborg er að fá svefnpokapláss. Á Vopnafirði er rekið hótel Tangi og er þar matsala og gisting. Á Héraði er minnst á sum- arhótelið á Hallormsstað hér annars staðar í blaðinu, en auk þess er rekin gisting með FERÐAMAL Orlofshús Hallormsstaður er rómað- ur fyrir fegurð, og a.m.k. fyrir okkur Islendinga er hinn gróskumikli skógur sem þar er, mjög heillandi, og þar við bætist að veðurlagið í slíku skóglendi er með allt cðrum hætti en annars stað- ar gerist. Hallormsstaður er þar að auki á landsvæði sem rómað er fyrir veðursæld. Orlofsheimili njóta sívax- andi vinsælda og hafa verið byggð upþ slík hverfi víða um land. Hér á Austurlandi er þegar hafin þróun á því sviði, þótt hér sé ekki að finna hin stóru orlofshúsa- hverfi sem sums staðai' hafa risið. I Einarsstaðaskógi á Hér- aði fyrir ofan Eyjólfsstaði eru orlofshús Alþýðusam- bands Austurlands, en mjög vinsælt hefur verið að dvelja í þeim. Þar standa nú "yfir byggingarframkvæmdir og verður hverfið stækkað að mun. Á Eiðum hefur B.S.R.B. fengið land undir orlofshús og hefjast byggingarfram- kvæmdir þar í sumar. Þetta hverfi á að standa við Eiða- vatn. Auk orlofshúsanna hafa risið sumarbústaðir á vegum einstaklinga og er stærsta byggðin af slíku tagi í Lóni, en einnig er að rísa slík byggð í landi Ketilsstaða á Völlum. Mjög færist í vöxt að fé- lagasamtök og fyrirtæki komi sér upp húsum í dreifbýli og jafnvel kaupi jarðir í þessu skyni og eru slíks nokkur dæmi á Austurlandi. HÓTEL EDDA, í BARNA- SKÓLANUM Um árabil hefur verið rek- ið sumarhótel í vistlegum barnaskóla sem byggður var á staðnum með hótelrekstur í huga, á sumrum. Nú rekur ferðaskrifstofa ríkisins þessa starfsemi og er þarna Eddu- hótel. Hótelstýra er Þórhalla Snæþórsdóttir. Á dögunum kynnti Þór- halla starfsemi hótelsins fyr- ir fréttamönnum og kom þar fram að í sumar verða nokkr- ar breytingar á hótelrekstr- inum, í þá veru að meira verður lagt upp úr því að Hótel Valaskjálf hefur sinn rekstur í Valaskjálf og Menntaskólanum á Egilsstöð- um og hefur á að skipa um 83 rúmum og svefnpokaplássi. I Valaskjálf hefur matsalan nú nýverið verið opnuð í fullkláruðu húsnæði. Á Egilsstaðábúinu er gam- algróinn hótelrekstur, en þar er að fá gistingu með morg- unmat og stýrir Ásdís Sveinsdóttir þeim rekstri. Hér er farið fljótt yfir sögu, en á þessari upptaln- ingu má sjá að í flestum byggðarlögum á Austurlandi er að finna gisti- og matstaði fyrir þá sem vildu ferðast um fjórðunginn á þann máta. Merktum tjaldstæðum fjölgar, en mikið átak er eftir í uppbyggingu þeirra. Minnst hefur verið á tjald- stæðið í Skaftafelli, en auk þess eru vafalaust fjölsótt- ustu tjaldstæðin í Atlavík og tjaldstæði Kaupfélags Hér- aðsbúa á Egilsstöðum sem staðsett er í nágrenni Sölu- skálans á Egilsstöðum, en þar er að hafa ýmsa þjón- ustu fyrir ferðamenn, þar á meðal matsölu, eins og reyndar er víðast að hafa í söluskálum Olíufélaganna á svæðinu. FERÐAMAL n, Flugið gegnir miklu hlut- verki í ferðum til og frá Austurlandi, bæði í dagsins önn og einnig er menn eru að fai'a í frí hér innan lands eða af landi burt og kjósa þennan ferðamáta. Þá má geta þess að hér innan fjórð- ungs hefur Flugfélag Aust- urlands fasta áætlun árið um kring á Bakkafjörð, Vopna- fjörð, Borgarfjörð eystri, Breiðdalsvík og Höfn. Að sjálfsögðu fara fjöl- margir Austfirðingar í ferð- ir ferðaskrifstofanna sem eru með sína umboðsmenn hér á Austurlandi, og einnig hafa Flugleiðir nú reynt það að bjóða svokallaðar pakkaferð- ir frá Austurlandi, þar sem allt er innifalið, flug innan- lands og á áfangastað erlend- is. Slík ferð var farin síðast- liðinn vetur til Luxemburg og ætlunin er að halda áfram á þessari braut. Geta má þess að um síð- ustu helgi hélt hópur bænda úr Hróarstungu til Færeyja í kynnisferð, og var flogið beint frá Egilsstaðaflugvelli, en til Færeyja er aðeins um klukkutíma og 20 mínútna flug. Flogið er um Egilsstaða- flugvöll til Færeyja árið um kring, og frá Færeyjum er hægt að komast áfram til Danmerkur með flugi Dan- air. laða einstaklinga og fjöl- skyldur til dvalar á staðnum, en skipulagða ferðahópa. Er þetta gert til þess að gefa Is- lendingum tækifæri til þess að dvelja á þessum fagra stað og er reynt að bjóða þeim upp á sem fjölbreytt- asta þjónustu bæði í mat og drykk. Á hótelinu verður á boðstólum í sumar 17 rétta matseðill sem verður í gangi á matmálstímum og sérrétta- Framhald á bls. 7 Þórhallur, Þórhalla og Sveinn.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.