Nýr Stormur - 08.03.1968, Blaðsíða 1

Nýr Stormur - 08.03.1968, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1968 4. árgangur STORMUR Reykjavík 10. tbl. FRÉTTABLAÐ. Inni í blaðinu: Útvarps- og sjónvarpsdagskrá. — Leiðari. — Auglýsingar um kvikmynda- sýningar og leikhús. NÝTT FORSETAEFNI! Dr. Kristján Eldjárn i framboði á móti dr. Gunnari Thoroddsen Verður hann bóndi á Bessastöðum ? Forsetakosningarnar 1968. N,ú standa nýjar forseta- kosningar fyrir dyrum. Talið hefur verið fram að þessu, að dr. juris Gunnar Thoroddsen muni verða 1 sjálfkjörinn for- seti landsins. En margir vinir hans í Sjálfstæðisflokknum hafa samt hugsað honum þegjandi þörfina og ekkert ómak sparað, að reyna að koma í veg fyrir, að honum takist að komast í þetta virðu- lega embætti. Þetta hefur ver- ið erfitt starf og kostað marga þeirra svefnlausar nætur, en trúin flytur fjöll og það mun Forsetakjörið hefur verið ofarlega á baugi upp á síðkastið, þar sem taiið hefur verið fullvíst, að einungis einn frambjóðandi mundi gefa kost á sér, en það er dr. juris Gunnar Thoroddsen. Þó hefur verið talað um, að mjög ítrekaðar tilraunir hafi verið gerðar til þess að fá ýmsa málsmetandi menn til þess að gefa kost á sér til framboðs, en það hefur ávallt verið borið til baka. sannast í þessu tilfelli. Al- mannarómur segir að þeir hafi fundið manninn og hann muni gefa kost á sér til fram- boðs. Dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður. Hann er maðurinn. Sagan segir, að þegar þessa hafi ver- ið farið á leit við hann, hafi hann verið lítt tilleiðanlegur og til þess að losa sig út úr þessu, hafi hann stungið upp á því að hann vildi ekki gefa kost á sér nema hann hefði tryggingu fyrir því, að hann hefði svo mikinn stuðning að baki sér, að hann hefði ein- hverja von um sigur. And- stæðingar Gunnars þykjast nú hafa kannað málið og telja sig hafa möguleika á að fella Gunnar af pólitízkum ástæðum — ef þeir fái vinsæl- an mann, sem ekki hefur óhreinkast af skítkasti stjórn- málanna, og árangurinn orð- ið sá, að Kristján er talinn muni gefa kost á sér. Að sjálf- sögðu mun reynt að halda framboði hans leyndu svo lengi sem kostur er á, svo að það komi á óvart, þegar þar að kemur, en fullyrða má, að allur kosni ngaundirbúningur verður í fullum gangi og „kosningavélin“ verður látin byrja að mala; strax og fram- boðsfrestur verður útrunninn. Möguleikar á kosningasigri Dr. Kristjáns Eldjárns. I fljótu bragði mun mönn- um ef til vill fátt um finnast um slíkt framboð gegn Dr. juris Gunnari Thoroddsen. En menn skulu varast slíkt og er þá hægast að vitna til forseta- kjörsins 1952 og ekki að gleyma því, að ekkert er ör- uggt fyrr en búið er að telja atkvæðin. Dr. Kristján Eldjárn hefur mjög marga góða kosti. 1 starfi sínu sem þjóðminja- vörður hefur hann á stuttum tíma aflað sér virðingar þjóð- arinnar allrar fyrir framúr- skarandi hæfileika á sínu sviði. Hann hefur verið óþreytandi í að færa út verk- svið sitt og vinna að því að kynna þjóðinni þýðingu og mikilvægi hins liðna tíma og fá hana til að viðurkenna, að því aðeins muni henni farnast vel, að gamli og nýji tíminn haldist í hendur. Fáir Islend- ingar munu þekktari og ást- sælli á sjónvarpsskerminum en dr. Kristján Eldjárn, þjóð- minjavörður. Allir sem þekkja hann persónulega, munu ekki kynnast elskulegri, hjálpfúsari né alþýðlegri manni en honum í allri fram- komu. Fleifa en þetta kemur einn- ig til greina. Dr. Kristján Eld- járn er Norðlendingur. Það hefur komið fyrir fyrr í Is- landssögunni að Norðlending- Framhald á bls. 4 Bravó, Ingólfur! Það varð mikill úlfaþytur í sænskum blöðum fyrir skömmu síðan, er sænski samgöngumálaráðherrann braut umferðarreglur til að komast leiðar sinnar í tæka tíð. íslenzki samgöngumála- ráðherrann er vinsæll að verðleikum. Skyldi nokkur hafa við það að athuga, þótt hann leggi bílnum sínum svona? Erfiðir samningar Ríkisstjðrnin neitar allri þáttöku I samningunum Sáttafundur í vinnudeilunni hófst að nýju kl. 14.30 í gær, fimmtudag. Búist var við nýju tilboði frá atvinnurekendum og stóðu vonir til að verkfallið væri að leysast. En minna varð úr þessu en búist var við. Það mun vera skilyrði at- vinnurekenda, að verkalýðshreyfingin fallist á, að felld verði niður nokkur vísitölustig. Vilja þeir fá yfirlýsingu um þetta efni áður en þeir leggja fram nýtt tilboð. Verkalýðshreyf- ingin mun ekki geta fellt sig við þetta, en mun verða til við- tals um að hluti verðlagsuppbótarinnar komi ekki til greiðslu fyrr en síðar á árinu. Horfur á samkomulagi eru nú engu betri en áður. Lítilla sanda lítilla sæva lítil eru geð guma. ÞINGVEIZLAN Undanfarnar vikur hafa gengið yfir þetta land fár- viðri og mannskaðar. Vest- firðingar misstu 10 vaskja sjómenn í hafið og 12 börn urðu föðurlaus. Átakanlegt flugslys varð hér á flugvell- inum, þar létu lífið tveir ung- ir efnismenn í blóma lífsins. Ungur maður féll út af tog- ara og hvarf í hafið. Þjóðin hefur verið harmi slegin yfir þessum hörmulegu atburðum. og sorgin hefur níst aðstand- endur þeirra sem látið hafa líf sitt með svo sviplegum hætti. Flóðin miklu nú síðast hafa valdið tugmilljóna tjóni á eignum manna og á vegakerfi þjóðarinnar. Þann reikning verður að greiða og sú upp- hæð er óþekkt enn. En það var einn hópur manna sem lét þessar hörm- ungar og vofeifilegu atburði ekki á sig fá, — það voru alþingismennirnir okkar 60 að tölu. Á hlaupársdaginn héldu þeir þingveizlu í Súlna- sal Hótel Sögu og undu þar við kræsingar og dýrar veig- ar. Þeir voru ekki með hugann við eyðilagt vegakerfi lands- ins og að stórfljót flæddi inn í íbúðir manna og heilar byggðir og bæjir einangruð- ust. Á þeirri stund hafa þeir vafalaust ekki rennt hugan- um til vestfirzkra grátandi kvenna og barna og aðstand- enda hinna horfnu sjómanna. Nei, þeir átu og drukku og voru glaðir í sínum vesal- dóm. Hér rambar allt á barmi gjaldþrots, en veizlurnar halda áfram og glasaglaum- ur. Forustuliðið spilar á fiðlu „meðan Róm brennur". Hefði nú þingliðinu dottið sparnaður í hug, hefði ríkis- sjóðurekki verið látinn blæða í þessa kvöldvöku þingmanna allt að tvöhundruð þúsund krónur. Framhald á 4. síðu.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.