Framsóknarblaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 01.05.1944, Blaðsíða 1
7. árg. Vestmannaeyjiiiii, maí 1944. 3. tbl. títgefandi: Framsóknarflokkurmn í Vestmannaeyjjum * 1 Lýðveldiskosníngarnar 20.-23. mai 1944 „íslendingar viljum vér allir allir vera“ var kjörorð sumra okkar ágætustu manna, sem skeleggan þátt tóku í sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar. Myndum við ekki öll vilja taka undir þessi orð? Viljum við ekki öll vera því vaxin að geta innt af hendi gott og gagnlegt starf fyrir þjóðina? Það hygg ég. Við óskum þess og viljum það vegna þess, að við unnum þjóðinni og óskum henni gagns og gengis í hvívetna. Nú gefst okkur einstakt tækifæri til að sýna hug okkar og hjarta þjóðarheildinni við lýðveldis- kosningarnar, sem fram eiga að fara 20.—23. maí n. k. Undan- farin 100 ár hafa margir ágæt- ustu sona þjóðarinnar beitt viti og vilja, afli hugar og handar, til þess að leysa fjötrana af ís- lenzku þjóðinni, svo að hún megi njóta þess sjálf, sem í henni býr, , alfrjáls og fullvalda. Við dáum þessa menn. Við unnum þeim og heiðrum stundum minningu þeirra eins og vera ber, en mætti þó vera oftar, og þá sérstaklega í verki. Saga þeirra segir okkur frá .fórnarlund þeirra frá mann- dómsárum til grafar, og hin fölskvalausa ættjarðarást þeirra í verki, hlýjar okkur enn um hjartaræturnar. Við heiðrum bezt minningu þessara manna með því að reynast okkur og þjóðarheildinni trú og hugheil, eins og þeir voru sjálfir í öllu sínu starfi. Nú eru óskir þessara ágætu sona íslenzku þjóðarinnar að rætast, ísland að verða al- frjálst og fullvalda ríki. Við get- um naumast á annan hátt óvirt meir sókn Jóns Sigurðssonar fyrir frelsi landsins og annara forvígismanna þjóðarinnar í fc frelsisbaráttunni undanfarnar aldir, en með því að sitja heima og taka ekki þátt í lýðveldis- kosningunum. Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér, sagði meistarinn. Hugleiðum það. Verum nú einu sinni samtaka, íslendingar, og sýnum það öllum þjóðum, að við viljum vera frjálsir menn í frjálsu landi, eins og forfeður okkar. Þess mun lengi minnst, óbornum kynslóðum þjóðarinn- ar til fyrirmyndar og hvatning- ar, því að minning feðranna og mæðranna verður niðjum okkar framhvöt til samheldni, dugs og dáða. Vestmannaeyingar! Fylkjum liði á kjörstað dagana 20.—23. maí n. k. og sýnum með atkvæði okkar, að við viljum — allir — losa síðustu böndin, er bundið hafa íslendinga stjórnmálalega við aðra þjóð. Frá bæjar§tjórn Á fundi bæjarstjórnar Vest- mannaeyja, sem haldinn var 5. þ. m. var meðal annars samþykkt að bjóöa út verkið á flugvelli hér. — Það var tvímælalaust rétt að bjóða verkið út, m. a. vegna þess, að bæjarsjóður, né neitt fyrirtæki hér, eiga verkfæri, sem nauðsynleg eru við slíkt mann- virki sem þetta. Og að fá slíkar vélar keyptar er tvímælalaust mjög örðugt nú,og tekur þess ut- an langan tíma. Lögð er áherzla á það, að verkinu verði lokið fyrir haustið. Bæjarbúar fylgjast með alhug með þessu máli, og öðrum, er miða að því, að greiða fyrir samgöngum milli lands og Eyia. En samgcnguörðugleik- arnir hafa verið oss hér mestur fjötur um fót undanfarin ár. Þá var samþykkt áskorun á landsímastjórnina og samgöngu- málaráðuneytið, að bæta úr því ófremdarástandi, sem nú ríkir hér í Eyjum í símamálum. í fyrsta lagi var skorað á viðkom- andi aðila að endurbæta, frá því sem nú er, langlínusambandið milli Eyja og Reykjavíkur og annarra stöðva, og að langlínu- sambönd verði aígreidd allan sólarhringinn. Ennfremur að hingað komi fullkomið og mik- ið stærra skiptiborð, en það, sem nú er, og þá jafnframt nýtt landsímahús við hæfi eðlilegs reksturs og krafna þessa fyrir- tækis hér. — Hver einasti borg- ari, er þarf að nota hér síma, veit, að öllu lengur er ekki un- andi við það ástand, sem ríkt hefir í þessum málum og þá sérstaklega í vetur. Langlínu- sambönd hefir trauðla verið hægt að fá á vertíðinni nema með hraði og forgangshraði, og nú síðustu dagana hefir alger- lega keyrt um þverbak, þar sem stöðin hér hefir neitað að taka við viðtalsbeiðnum utan bæjar- ins og borið þvi við, að svo mikið lægi fyrir, að tilgangslaust væri að taka við viðtalsbeiðnum, utan hrað og forgangshrað. Að stöðin hefir ekki getað fullnægt eftirspurninni hér með eðlilegum hraöa, líggur fyrst og fremst í því, nú síðustu vikurn- ar, að annar kaballinn mun vera bilaður, og því ekki nema -um eina línu að ræða. Skipakostur ríkisins er að vísu lítill ,en það er fullkomlega vítavert af land- símastjórninni að hefja ekki við- gerð á sæsímanum hér strax eft - ir að bilanir hafa átt sér stað. Vonandi rumskar yfirstjórn Gagnfræðaskólinn Gagnfræðaskólanum hér var slitið 30. f. m. í húsi K.F.U.M. og K. Barnakórinn „Smávinir“ söng nokkur lög og skólastjóri flutti ræðu. Foreldrar voru viðstaddir skólaslitin. 65 nemendur sóttu skólann á þessum vetri og hafa sjaldan verið fleiri unglingar í skólan- um, enda leyfir húsrúmið ekki mikið meiri aðsókn. Eftir skólaslit afhentu nem- endur skólastjóra og þessu blaði mótmæli sín gegn árás þeirri, sem meirihluti bæjarstjórnar hefir hafið á skólann undir for- ustu Guðlaugs Gíslasonar, bæj- arfulltrúa. Mótmælin hljóða þannig: „Að gefnu tilefni mótmœlum við, nemendur Gagnfrœðaskól- ans í Vestmannaeyjum, ’harð- lega þeirri tilefnislausu árás og illmœlgi, sem beint er að skóla- stjóranum, Þ. Þ. V., sem reynist okkur í hvívetna hinn bezti stjórnari, reglusamur og áhuga- samur um öll sin skólastörf.“ Undir mótmælin skrifuðu nær 60 nemendur og munu það vera þeir, sem gengu undir próf í vor, en einhverjir nemendur hurfu úr skóla á vertíð, ýmist til vinnu eða prófa í öðrum skólum. Það er mælt svo, að enginn asni klyfjaður gulli komizt inn um hlið þeirrar borgar, þar sem íbúarnir standa sameinaðir og enginn dólgur klyfjaður illmælgi og rógi kemst inn í skóla, honum til hnekkis, þar sem nemendur slá skjaldborg um kennara sinn og skólastjóra, og allir eru þar á eitt ánægðir og áhugasamir við starf sitt. þessara mála við sér við framan- greinda áskorun, og þess er og vænst, að stöðvarstjórinn hér vaki á verðinum, og fylgi áskorun bæjarstjórnar eftir.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.