Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 52
11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR32 32 menning@frettabladid.is Bókaútgáfan Crymogea heldur áfram að afsanna þá goðsögn að ekki sé hægt að gefa út listaverka- bækur hérlendis, nú með endur- útgáfu á teikningum Benedikts Gröndal (1826-1907) af íslenskum fuglum. Benedikt Gröndal var sonur Sveinbjörns Egilssonar skálds með meiru. Sveinbjörn var um tíma kennari við Bessastaðaskóla og ólst Benedikt upp á Álftanesi. Hann var um margt sérstakur maður, skáld, en líka fræðimaður af margvísleg- um toga. Ævisaga hans, Dægradvöl, er lesin enn í dag og þykir mikil skemmtilesning. Náttúrufræði var mikið áhuga- mál Benedikts, sem á ævi sinni sinnti ýmsum störfum við skriftir, þýðingar og kennslu, en ritaði einn- ig og myndskreytti bækur um nátt- úrufræðina. Á nítjándu öld færðust ferðalög í aukana með nýrri tækni, samhliða jókst útgáfa ferðabóka og rita um fjarlæga staðhætti og nátt- úru. Jónas Hallgrímsson hafði lagt stund á náttúrufræði og Benedikt fetaði að einhverju leyti í fótspor hans í jafnhliða áhuga á skáldskap og náttúrufræði. Útgáfa Crymogeu er vegleg, á gæðapappír og í stóru broti. Myndirnar, eitt hundrað talsins, eru í sannfærandi litum þótt ekki hafi ég frumrit til samanburðar. Mynstur innan á kápu og ójafnar brúnir á blaðsíðum sem minna á gamla tíma þegar þurfti að skera upp úr bókum eru vel hugsuð atriði og falleg. Uppsetning textans er síðan með seinni tíma sniði, texti Benedikts var að sjálfsögðu hand- skrifaður. Rithönd hans var falleg eins og sést á einni eftirprentun en þreytandi væri að lesa allan textann þannig. Hér er valið að nota texta með letri sem minnir á ritvélar- letur, það á ágætlega við en fagur- fræði þess er óneitan lega af öðrum toga. Það sker sig þó ekki óþarflega frá andblæ myndanna og stelur ekki athyglinni. Þó er eftirmáli svolítið óaðgengilegur í uppsetningu. Textar Benedikts eru upplýsandi um hinar ýmsu fuglategundir, stíll- inn oft lifandi og blæbrigðaríkur. Fjallað er jafnt um stærð og eigin- leika fuglanna, búsetuhætti þeirra, nöfn, þjóðtrú sem tengist þeim og sögur af því hvar þeir hafa sést og hvenær. Í textunum lifnar enn fremur tíðarandinn og birtist hér vel hvernig viðhorf til náttúrunnar og dýralífs hafa breyst síðan. Bene- dikt vitnar í aðra fræðimenn í riti sínu, m.a. Danann Frederik Faber, sem nefndur hefur verið faðir íslenskrar fuglafræði eins og fram kemur í eftirmála. Einnig vitnar Benedikt í breska og þýska vísinda- menn sem hér tóku saman skrár um fugla. Hann studdist líka við íslensk rit sem til voru, m.a. eftir Eggert Ólafsson. Það eru þó teikningarnar sem bera bókina uppi, svo fallegar og innilegar, nosturslegar og unnar af gríðarlegri ástríðu. Þær taka mið af staðháttum og hegðun fuglanna, þrestir eru sýndir á grein en krían birtist í umhverfi sínu við sjóinn og Benedikt sýnir gjörvileika hennar á fluginu. Myndir Benedikts hafa án efa haft áhrif á einhverja íslenska myndlistarmenn, til dæmis þóttist ég sjá nokkurn skyldleika við mál- verk Helga Þorgils listmálara. Eins og búast mátti við er ritið því allt hið fallegasta og afar eigu- legur gripur. Ekki síður er bókin skemmtileg lesning, auk þess að vera mikil uppspretta fróðleiks um fjölskrúðugt fuglalíf landsins. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Stórskemmtileg bók með heillandi lýsingum á lifnaðar- háttum íslenskra fugla. Hér birtist tíðarandi á einstaklega lifandi hátt. Myndir Benedikts Gröndal eru í sér- flokki, innilegar, nákvæmar og unnar af mikilli ástríðu. Fjölskrúðugt rit um fugla Bækur ★★★ Játningar mjólkurfernuskálds Arndís Þórarinsdóttir Mál og menning Af ofurgáfuðu burðardýri Í upphafi sögunnar stendur Halla, 13 ára, frammi fyrir miklum breytingum í lífi sínu. Hún hefur verið rekin úr Hagaskóla vegna þess að þar var hún gripin glóðvolg með töluvert magn fíkniefna í íþróttatösku sinni. Í kjölfar þess missir annar feðra hennar (já, hún á tvo) vinnuna. Fjölskyldan neyðist til þess að flytja úr Vesturbænum í úthverfi og Halla þarf að byrja í nýjum skóla. Halla er fyrirmyndarbarn og hefur aldrei svo mikið sem þefað af áfengi eða eiturlyfjum. Hvernig stendur á því að hún var nöppuð með fulla tösku af dópi er því öllum í kringum hana (og lesendum) ráðgáta, sem ekki leysist fyrr en nokkuð er liðið á söguna. Í öllu þessu veseni missir Halla bestu vinkonu sína og verður að leita sér vina í nýja skólanum, en það reynist hægara sagt en gert, þar sem nemendur og kennarar hafa veður af því að hún hafi höndlað með eiturlyf og telja að hún sé bæði óalandi og óferjandi. Hún ákveður því að snúa vörn í sókn, skipta um ham og gerast sá vandræðagepill sem allir telja hana vera. Að minnsta kosti á yfirborðinu. Tvíhyggja er gegnumgangandi í sögunni. Halla er vön að vera fyrirmyndarnemandi, klæðast bleikum fötum og – eins og linnulítið er hamrað á – þá hefur hún ort ljóð sem birtist á mjólkurfernum. Hún stillir sjálfri sér (og öðrum sem líkjast henni) í sífellu upp andspænis „hinum“, sem klæðast svörtu, gengur illa í skóla og eru almennt til leiðinda: „Vandræðaunglingar virðast ekki brosa alveg jafnmikið og þau okkar sem yrkja ljóð á mjólkurfernur“ (41). Auðvitað kemst Halla að því smám saman að lífið er ekki aðeins málað í svörtu og hvítu. Þau sem hún telur í fyrstu að séu „réttu megin við strikið“ reynast ekki vera það, en hin sem jafnvel eru talin til svæsnustu vandræða- unglinga, leyna á sér og eru í raun gáfaðar, heilsteyptar og góðar manneskjur. Halla er ákaflega klár og meðvituð ung stúlka. Raunar svo mjög að það er fremur ótrúverðugt á köflum. Ég hef í það minnsta aldrei þekkt þrettán ára krakka sem sækir sér doðranta um miðaldasögu og hitaþolnar örverur á bókasafnið eða pælir í stofnfrumurannsóknum og kynjakvótum. En kannski er ég bara ekki í réttu kreðsunum. Það er líka tilfinning mín að unglingar (og Játningar mjólkurfernuskálds er sannarlega unglingabók, ekki barnabók) vilji fremur lesa um jafnaldra sína eða eldri krakka, heldur en að lesa um þá sem eru yngri en þeir. Halla hefði að mínu mati mátt vera eilítið eldri, en það hefði líka gert það trúverðugra hvað hún er vel lesin, greind og ofurmeðvituð. Þrátt fyrir smávægilegt nöldrið hér að ofan, þá þótti mér Játningar mjólkur- fernuskálds bæði skemmtileg og spennandi bók. Hún er líka launfyndin, persónusköpunin frumleg og boðskapurinn fallegur. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Niðurstaða: Þrælskemmtileg og spennandi unglingasaga. Bækur ★★★★ Íslenskir fuglar Benedikt Gröndal. Eftirmáli: Kristinn Haukur Skarphéðinsson. Skýringar: Kristinn Haukur Skarp- héðinsson og Ævar Petersen. Crymogea LISTAMANNASPJALL INGÓLFS OG HELGA ÞORGILS Myndlistarmennirnir Helgi Þorgils Friðjóns- son og Ingólfur Arnarson taka þátt í leiðsögn um sýninguna Hraðari og hægari línur í Hafnarhúsinu á sunnudag klukkan 15. Á sýningunni er rýnt í teikninguna í gegnum valin tví- og þrívíð verk yfir sextíu íslenskra og erlendra myndlistarmanna. Verkin eru aðeins hluti af safneign listsafnaranna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. Hreinn umfram allt, klass- ískt leikrit Oscars Wilde, gengur í endurnýjun lífdaga í meðförum Stúdentaleik- hússins. Verkið kallast vel á við andrúmsloft góðæris- ins sem hér ríkti, að mati aðstandenda verksins. Stúdentaleikhúsið frumsýnir í kvöld leikritið Hreinn umfram allt eftir Oscar Wilde. „Okkur langaði til þess að setja léttara verk á fjalirnar en í fyrra og komumst að þeirri nið- urstöðu að takast á við þennan klassíska gamanleik, sem jafnvel mætti kalla farsa þó að við viljum nú helst halda þeim stimpli frá okkur,“ segir Guðmundur Felix- son, sem er í stjórn leikhússins auk þess að fara með hlutverk í leikritinu. Þrátt fyrir að leikritið sé frá 19. öld segir Guðmundur ganga ágæt- lega fyrir ungt fólk að tengja við það. „Það fjallar um fólk sem er svo ríkt að það þarf ekki að gera neitt og finnst erfiðast í heimi að hafa ekkert að gera á daginn. Okkur finnst þetta spegla að ein- hverju leyti góðærið á Íslandi,“ segir Guðmundur. Vísað er til rit- unartíma verksins í búningum. „En við tökum það ekki alla leið, förum leið fátæku leikhúsanna og leggjum ekki höfuðáherslu á tíma- bilið og segjum bara að þetta ger- ist í hálfgerðri tímaleysu.“ Leikstjóri verksins er Þorstein Bachman og segir Guðmundur mikla áherslu hafa verið á að fá reyndan leikstjóra til liðs við leik- húsið. „Við erum mörg sem ætlum að leggja leiklist fyrir okkur, það er mjög mikill metnaður í hópn- um og reyndar mikil leikreynsla miðað við aldur. Fólk kemur þraut- reynt með reynslu úr leikhúsum menntaskólanna og víðar. Það eru níu hlutverk í leikritinu og auðvelt hefði verið að setja upp miklu fjöl- mennara verk miðað við áhugann.“ Stúdentaleikhúsið hefur lengi verið meðal virkustu áhugaleik- félaga. Þrátt fyrir nafnið eru ekki formleg tengsl við Háskóla Íslands. „En mjög margir eru í háskólanum.“ Leikritið verður sýnt í Norður- pólnum. sigridur@frettabladid.is METNAÐUR UMFRAM ALLT HREINN UMFRAM ALLT Þorsteinn Bachmann leikstýrir uppfærslu Stúdentaleikhússins á verki Oscars Wilde, Hreinn umfram allt. MYND/RUT RÚNARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.