Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 1
Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaeyja. Mólgagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum 25. árgangur. Vestmannaeyjum 23. maí 1962. 11. tölublað. Sigurgeir Kristjd nsson 1. madur B-listans Óánægjan fer vaxandi með dcgi hvcrjum. Hin sívaxandi dýrtíð vekur að vonum vaxandi óánægju. Fólk- ið ræðir um gagnráðstatanir, þar sem það finnur, að það þarf sífellt að leggja meira að sér, til þess að geta lifað mánnsæni- andi lífi. Umræður um slíkar gagnráðstafanir vekja kvíða hjá mörgum. Verður þá ekki verk- fall? spyr maður mann. Kannski langvinnt verkfall? Og verkföl 1 Jóhann Björnsson 3. maður á B-listanum Hrólfur Ingólfsson 2. maður B-listans. eru öllúm tii tjóns, þó olt hafi þurft að beita þeim. Verkafólk ið tapar á þeirn, vinnuveitand- inn tapar á þeim og þjóðarbúið í heild tapar kannski mestu. En eru þó nokkur ráð tiJ önnur en verkföll? Alþýðusamtökiu í landinu liafa nú tvö ár í röð, reynt að semja við núverandi ríkisstjórn um niðurfærslu dýrtíðarinnar í stað kaupgjaldsbaráttu, en ár- angur enginn orðið. Liggur við að segja megi, að stjórnin hafi hundsað launþegasamtökin að mestu í þessu sambandi. Afleið ingin hefur orðið verkföll á verkföll ofan. Það eru til önnur ráð. Stjórnmálamenn þykjast jafn an vilja fara að .vilja háttvirtra kjósenda, ekki sízt svona rétt fyr ir kosningar. Þó þykir það vilja viðbrenna, að ekki sé allt efnt eftir kosningar, sem lofað var fyrir þær. Stjórnmálamennirnir eru að sjálfsögðu misjafnlega liprir að snúa sig út úr svikunum, en málið, sem þeir allir skilja er: ATKVÆÐATAP. Og þarna höfum við einmitt vopnið. Þið, sem eruð vonsvikin og óánægð, eigið nú í þetta sinn að kjósa stjórnarandstöð- una, en ekki stjórnarflokkana. Það er málið, sem hinir háu herrar skilja. ÞaS á að vera aðvörun. Þó hér sé talað um, að fólk eigi nú að kjósa nýjan flokk, þá þarf það ekki endilega að þýða það, að það eigi að ganga í nýjan fiokk. En þið skuluð fylgjast vel með því, hvernig verulegt atkvæða- tap verkar á dýrtíðarstjórn rík- Ósliar Matthiasson y. maður á B-listanum isins og skuldasöfnunarmeiri- hluta bæjarstjórnar. Næsta ár eru Alþingiskosning ar, þá getið þið gert upp reikn ingana við flokk ykkar að nýju, og gert ykkur grein fyrir því, hvort hann liefur á árinu unnið til þess að fá atkvæði ykk ar á ný. Með þessu móti AÐVARIÐ þið flokka ykkar í bili og ef nógu margir verða svo gæfu- samir að velja þessa leið, þá eru rniklar líkur til þess, að stjórn in sjái sig tilneydda að breyta eitthvað um stefnu. Hvorn stjórnarandstöðuflokk- inn er betra að kjósa? Þessu er fljótsvarað. Það er langtum sterkara að kjósa Frarn sóknarflokkinn, B-listann held- ur en kommana eða Alþýðu- bandalagið. I fyrsta lagi er Fram sóknarflokkurinn lýðræðisflokk- ur á þjóðlegum grundvelli, og í öðru lagi er litið á Framsókn arflokkinn sem ábyrgan flokk en ekki Alþýðubandalagið. í þriðja lagi er það vitað, að straumur kjósenda liggur nú til Framsóknarflokksins og þess vegna miklu meiri líkur til þess, að hvert nýtt atkvæði, sem flokkurinn fær, geri meira gagn, þar sem almennt er talið, að kommarnir geri ekki betur en standa í stað. Starf og stefna Alþýðubanda- lagsins er líka á ýmsan hátt á þann veg, að stjórnin myndi ekki harma einliverja fylgisaukn ingu kommanna. Stjórnin sem sagt vonar, að fylgisaukning kommanna myndi leiða af sér eitthvað það, sem hún gæti hengt' liatt sinn á og kennt þannig stjórnarandstöðunni um sína eigin óstjórn. Eg veif, að þeffa er mörgum erfití. Fólki, sem kannski í áratugi liefur kosið Alþýðuflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn, finnst þetta e. t. v. ómögulegt, en hugsið þið ykkur vel um, og svarið bara þessari einföldu spurn- ingu: er það rétt af mér að kjósa aftur og aftur þann flokk, sem ég er óánægð eða óánægður með? Á ég ekki heldur að nota mér rétt lýðræðisins, kosninga- réttinn og sýna þessum góðu flokksmönnum mínum það einu sinni svart á hvítu, AÐ EG ER ÓÁNÆGÐUR? Frarahald á 4. síðu. Sigur B-listans er sigur fólksins Næsfa sustnudag eigo kjósendur að mótmæía dýr- tíð'ar- og kyrrstöðustefnu ríkisstjórnarinnar og skuídasöfrsun bæjarféðagsins.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.