Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 24.10.1962, Blaðsíða 1
Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. Málgagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum 25. árgangur. Vestmannaeæjum, 24. okt. 1962. 17. tölublað. T ÁRNI ÁRNASON SÍMRITARI Hinn 13. þ. m. andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík Árhi Árnason símritari. jarðarför lians fór fram frá Landakirkju s. 1. laugardag, Iiinn 20. þ. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Árni var fæddur 19. marz 1901. Foreldrar hans voru Árni Árnason á Grund hér í bæ og kona hans Jóhanna Lárusdóttir hreppstjóra Jónssonar á BÚa- stöðum. Börn þéirra voru fimm, og eru þrjú þeirra enn á íífi. Árni ólst upp í foreldrahús- um á Grund, og kenndi sig jafn Bátur brennur S. 1. mánudag kom upp eld- ur í m/b Sjöstjörnunni, þar sem báturinn var að draga línu norðvestúr áf Stdnaskeri. Eldur inn var magnaður, og þar sem hann var í nánd við olíutank- ann, óttuðust skipverjar, að sprenging kynni að verða í bátn um, og yfirgáfu liann eftir að þeir voru búnir að hafa sam- band við land. Jafnframt höfðu jDeir géngið frá sleftógi úr bátn um og settu þeir belg á end- ann. Eftir að mennirnir 4 að tölu höfðu verið í gúmmíbátnum í/2 klst. komu skipin Drangajökull og Sigurfari á staðinn og fóru mennirnir Um borð í Sigurfara. Hafnarbáturinn Lóðsinn kom nú á vettvang og drógu Lóðsinn og Sigurfari bátinn til hafnar. Eftir að komið var á ytri höfn- ina tókst fljótlega að ráða nið- urlögum eldsins. Báturinn er stórskemmdur af völdum brunans. Radar og önn ur tæki eyðilögð. Skipstjóri á bátnum yar Sveinn Valdimars- son. Upptök eldsins voru í raf- magnstöflunni. an við þann stað. Árni mun ekki hafa notið mikillar skóla- göngu í æsku- frekar en þá var títt, en hann var gæddur fjöl- hæfum gáfum, og komu þær honum vel í ábyrgðarmiklu og vandasömu ævistarfi. Árið 1919 gerðist hann skrif stofumaður hjá Landssimastöð- inni hér í Eyjum, og tveimur árum síðar varð hann símritari, og hafði liann það starf á hendi í 40 ár. Árni símritari, eins og hann var venjulega nefndur hér í bænum, var kunnur fyrir skyldurækni og samvizkusemi og öll hans störf einkenndust af sérstakri vandvirkni. Framan af ævi stundaði liann íþróttir og var lengi virkur fé- lagi í ÍJiróttafélaginu Þór. Veiðiskap í úteyjum stundaði liann fram á síðustu ár, og var hann aðalhvatamaður að stofn- un Félags bjargveiðimanna, og formaður þess frá upphafi. Árni kom allmikið við sögu Leikfélags Vestmannaeyja, Vest mannaeyingafélagsins Heima- kletts, Félagsins Akóges og Odd- fellowreglunnar. Munu störf hans innan allra þessara félaga halda nafni hans á lofti meðal' félaga Jæirra. Árni hafði sérstakt yndi af sögulegum fróðleik. Hann skráði margt um sögu Vestmannaeyja og um ættfræði. Bjargaði hann frá gleymsku ým- is konar fróðleik einkum í sam- bandi við félagsstarfsemi hér í Eyjum. Auk áðurnefndra starfa átti Árni sæti í Byggðarsafnsnefnd Vestmannaeyja s. 1. 10 ár. Árni var Vestmannaeyingur af lífi og sál, og helgaði átthög unum alla sína starfskrafta. Hann lifði rnikla breytingar- tíma bæði í atvinnuháttum og í lífsvenjum bæjarbúa. Hann sá Eyjarnar breytast úr fátæku fiskiþorpi í reisulegan bæ. Árni átti sinn þátt í þessari þróun, með einstakri skyldurækni í starfi, og margskonar uppbygg- ingu á sviði félagsmála. Kvæntur var Árni Katrínu Árnadóttur frá Ásgarði. Þau eignuðust eina dóttur, Hildu, sem er gift Herði Svanbergssyni yfirprentara hjá prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn. Framsóknarblaðið s endir að- standendum Árna sál. innileg- ar samúðarkveðjur. Enn um ábaldahúsið Þegar framkvæmdir voru hafn ar við stækkun áhaldahússins, létu oddvitar Sjálfstæðisflokks- ins Morgunblaðið birta nokkr- ar myndir af sjálfum sér, ásamt vinnuvélum bæjarins, sem þarna voru að verki. Þar með skyldi landsmönnum bent á, að hér í Vestmannaeyjum væri innan Sjálfstæðisflokksins menn, sem hefðu tekið tæknina í sína þjón ustu, og hefðu skilning á að vélarnar og verkfærin þyrftu húsaskjól og aðstöðu til viðgerð ar og endurnýjunar. Slík aug- lýsingastarfsemi hefur sennilega náð tilgangi sínum út á við, en heima fyrir datt botninn úr framkvæmdinni og grunnurinn við áhaldahúsið stóð óhreyfður árum saman. Verkfæraeign bæj- arins fer þó vaxandi með hverju árinu sem líður, og hefur þörf- in fyrir aukið húsrými vegna þeirra aukizt að sama skapi. Aðstaða til viðgerðar í áhalda- húsinu mun þar að auki vera með frumstæðasta móti og verð ur að því vikið síðar. Talsvert fjármagn hefur legið þarna í grunninum ásamt steypustyrkt- arjárni, sem ætlað var til bygg ingarinnar, án þess að koma nokkrum að gagni. Á bæjarstjórnarfundi 11. sept. bar fulltrúi Framsóknarflokks- ins frain ■ tíllögu þess efnis, að hafizt yrði handa á ný við Jressa byggingu, svo hún kæmi að til- ætluðum notum. Guðlaugur bæj arstjóri lagði til, að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs, á Jreim lorsendum, að byggingin eins og hún væri upphaflega formuð yrði óhæfilega dýr og Jryrfti bæjarráð að fjalla um málið og finna heppilegri lausn. Gísli Gíslason kom í veg fyrir að til- lagan dagaði uppi í bæjarráði með því að leggja fram viðauka tillögu þess efnis, að niðurstaða bæjarráðs lægi fyrir næsta bæj- arstjórnarfundi. Á bæjarstjórnarfundi 4. þ. m. var svo málið afgreitt á þá leið, að byggt skuli eftir hinni upp- haflegu teikningu mcð þeim rökstuðningi bæjarstjóra, að þó dýrt væri að byggja yfir vélarn- ar, þá væri þó enn dýrara fyr- ir bæjarfélagið að láta þær ryðga niður. Og nú er verkið hafið að nýju og ber að fagna Jdví. Að þessu máli er vikið hér í blaðinu vegna þess, að áhalda- húsið ásamt verkfæraeign bæjar- ins, sem rekin er í tengslum við það, er orðinn stór liður í bæj- arrekstrinum. í vélakosti bæjar ins liggur mikið fjármagn, svo það skiptir máli, hvernig að hon um er búið. Framkvæmdir bæj- arfélagsins byggjast líka fyrst og fremst á afköstum véíanna, svo það veltur á míklu, að góð að- staða sé til viðgerða, þegar á Framhald á 4. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.