Framsóknarblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 1
5. tölublað 43. árgangur Y estmannaeyjum 11. apríl 1984 MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- CXJ SAMVINNUMANNA í VESTMANNAEYJUM ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA Sjósetnlngarbúnaður gúmmíbjörgunarbáta —Fréttabréf frá Siglingamálastofnun ríkisins Vegna umræðna og fjölda ummæla í fjölmiðlum að und- anfömu um sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta og fram- kvæmd reglugerðar þar að lút- andi, telur Siglingamálastofnun ríkisins rétt að gera grein fyrir eftirfarandi staðreyndum máls- ins. 1. Reglugerð um sjósetningar- búnað Hinn 25. júní 1982 setti sam- gönguráðherra reglur um los- unar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta. í reglu- gerðinni er fjallað um tvenns konar virkni þessa búnaðar: 1) Handvirkur fjarstýrður búnaður; (mögulegt er að losa og sjósetja gúmmíbát með einu handtaki frá minnst tveimur stöðum í skipinu, þar af annar staðurinn á stjórnpalli skips- ins). Þessi búnaður átti skv. reglugerðinni að vera kominn í öll þilfarsfiskiskip fyrir 1. mars 1984. 2) Sjálfvirkur búnaður; (gúmmíbátur losnar frá skipinu sjálfkrafa, ef stjórnhluti búnað- Tillaga bæjarstjóra felld Það hefur vakið tölu- verða athygli að á bæjar- stjórnarfundi fyrir skömmu lagði bæjarstjóri fram til- lögu um að einungis yrði leyfð umferð um „Skeifu- gömina” yfir vetrar- mánuðina. Ætla mætti að fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins tækju verulegt tillit til óska bæjarstjórans, en ljóst er að svo er ekki, því þeir felldu þessa tillögu bæjar- stjórans snarlega. Svo það er nú heimilt að aka „Skeifugömina” bæði vet- ur, sumar, vor og haust. —A arins, sem staðsettur er inni í skipinu fer í sjó). Þessi búnaður á skv. reglugerðinni að vera kominn í öll þilfarsskip fyrir 1. september 1984. Reglugerðin var samin af siglingamálastofnun í sam- vinnu við rannsóknamefnd sjóslysa, Landsambands ís- lenskra útvegsmanna, Far- manna- og fiskimannasamband íslands, Sjómannasamband ís- lands, Slysavamafélag íslands og íslensku kaupskipafélögin. Þegar reglugerðin var sett í júní 1982, hafði Sigmund Jó- hannsson í Vestmannaeyjum hannað og smíðað í samvinnu við Vélsmiðjuna Þór hf. í Vm„ sjósetningarbúnað, sem sýnt var að uppfyllti skilyrði reglu- gerðarinnar um handvirka og sjálfvirka losun í grundvallar- atriðum. Þennan búnað hafði stofnunin viðurkennt til nota í íslenskum skipum í júlí 1981 í framhaldi af prófunum, sem höfðu verið gerðar á frum- eintökum af búnaðinum vorið 1981. Eðlilega voru þó ýmis atriði óljós þá hvað varðaði búnaðinn, svo sem hvernig háttað yrði uppsetningu hans á hinum ýmsu stærðum og gerðum skipa, um nauðsynlegt viðhald og eftirlit með búnað- inum, enda engin reynsla komin á framleiðslu og frágang búnaðarins um borð í skipum. Þar eð ekki var ljóst síðla árs 1982, hvernig yrði háttað fram- leiðslu á sjósetningarbúnaði Sigmunds Jóhannssonar utan Vélsmiðju Þórs hf. í Vest- mannaeyjum, var talið rétt (Siglingamálastofnunin og hagsmunaaðilar) að hafa heimild í reglugerðinni fyrir siglingamálastjóra til að veita skipum takmarkaðan frest, ef erfiðleikar yrðu við að fram- kvæma nauðsynlegar breyt- ingar, svo sem vegna tak- markaðrar framleiðslugetu. Voru þessir aðilar sammála um, að ekki væri stætt á því að stöðva skip frá veiðum eða störfum, sem siglt hefðu lengi án þessa búnaðar af þeim sökum, að búnaðinn væri ekki hægt að fá. Var umrædd heimild sett í reglugerðina í janúar 1983. 2. Þróun sjósetningarbúnaðar Fyrri hluta árs 1981 varð stofnuninni kunnugt um, að Sigmund Jóhannsson í Vest- mannaeyjum vann að hönnun sjósetningarbúnaðar fyrir gúmmíbjörgunarbáta. Þann 20. maí 1981 var fulltrúi frá stofn- uninni viðstaddur tilraunir á þessum losunar- og sjósetning- arbúnaði, sem Sigmund Jó- hannsson hafði hannað og Vél- smiðjan Þór hf. smíðað. Hér var, að mati Siglinga- málastofnunar ríkisins, um mjög athyglisverðan búnað að ræða og í riti Siglingamála- stofnun ríkisins, Siglingamál, sem út kom skömmu síðar, var þessum búnaði lýst, og búnað- urinn viðurkenndur af stofn- uninni til notkunar í íslenskum skipum. Strax í upphafi var ljóst, að þessi búnaður krafðist ná- kvæmrar smíði og uppsetningar og að reynslan kynni að sýna, að frekari þróun væri þörf. í samræmi við viðurkenn- ingu Siglingamálastofnunar ríkisins og að frumkvæði eig- enda skipanna, hafði þessi búnaður þá verið settur í all- mörg fiskiskip í Vestmanna- eyjum. Þann 26. júní 1982 ætlaði stofnunin að taka kvikmynd af búnaðinum í einum Vest- mannaeyjabátanna, sem þá var staddur í Reykjavíkurhöfn, vegna gerðar kennslu-kvik- myndar um notkun gúmmí- björgunarbáta. Þá kom í ljós, að búnaðurinn virkaði ekki. Tveir sjósetningargálgar voru í þessu skipi, en hvorugur vann sitt hlutverk, þótt kippt væri í þar til gerð handföng í brú. Vegna þessara óvæntu reynslu var, þ. 2. júlí 1982, gerð prófun á sjósetningarbúnaði á fiski- skipum í Vestmannaeyjahöfn. í ljós kom þá, að mörg atriði þurftu lagfæringar við. Eftir þessa prófun lagfærði framleiðandi sjósetningar- búnaðarins þá ágalla, er komið höfðu í ljós. Þessum endur- bótum var lokið um áramótin 1982/1983. Við skoðanir og frekari próf- anir á sjósetningarbúnaðinum á árinu 1983 kom í ljós, að plast- belgurinn, sem hreyfir gálgann, fullnægði ekki þeim kröfum, sem til hans verður að gera. Siglingamálastofnunin hefur því krafist þess, að skipt verði um belgina í öllum þessum búnaði í íslenskum skipum fyrir 1. október 1984. Fyrstu teikningar af sjósetn- ingarbúnaði frá Vélsmiðju Ol Olsen hf. í Njarðvík bárust til Siglingamálastofnunar ríkisins í ársbyrjun 1983, en það var ekki fyrr en 12. september 1983, að stofnunin viður- kenndi þennan sjósetningar- búnað í handvirkri úrfærslu. Þá höfðu margar prófanir og end- urbætur verið gerðar á honum frá fyrstu gerð. Sjósetningarbúnaður frá Vélsmiðju Ol Olsen hf. notar samþjappaðan gorm, sem afl- gjafa við sjósetningu í stað belgsins, sem þenst út með þrýstilofti í búnaðinum frá Vél- Framhald á 3. síðu Ferðaskrifstofa í Eyjum Nýlega var formlega gengið frá stofnun ferðaskrifstofu hér í Vestmannaeyjum. Verður hún í hlutafélagsformi og hefur þegar safnast hátt á aðra millj. kr. í hlutafé. Á stofnfundi félagsins voru Andri Hrólfsson, Kristmann Karlsson og Engil- bert Gíslason kosnir í stjórnina. Þá hefur Engilbert verið ráðinn forstjóri stofnunarinnar. Ekki Tventy Century Fox Kvikmyndagerð á heims- mælikvarða er nýlunda hér í Eyjum. Og greinilega verðum við, þessa dagana vör við að hér er ekki um neitt smáræðisfyrir- tæki að ræða. S.l. föstudag fór Herjólfur aukaferð á vegum kvikmyndagerðarinnar og sótti til Þorlákshafnar heilan farm af vamingi og farartækjum, sem þó er aðeins hluti af öllu því hafurtaski sem hingað mun koma í sambandi við þessa átta mínútna filmu, sem hér verður tekin, en það er að sjálfsögðu lítill hluti úr heimildarmynd- inni. Þá fer fólki fjölgandi sem að undirbúningi myndarinnar vinnur, er talið að hópurinn nálgist þrjú hundruð manns þegar flest verður. Vetrarstarf aldraðra Fimmtudaginn 12. apríl verður spilað á Hraunbúðum kl. 15:30. Það er Kvenfélagið Líkn, sem hefur umsjón með spilamennskunni. mun þegar ákveðið hvar skrif- stofan verður til húsa, en eitt- hvað hefur kúluhúsið og ný- bygging Reynistaðar við Mið- stræti þótt koma til greina. Hlutverk fyrirtækisins verð- ur að vekja áhuga ferðamanna á Vestmannaeyjum og sam- ræma og skipuleggja ferða- mannaþjónustu í bænum. Bæjarstjórn samþykkír vítur á bæjarfull- trúa Sjálfstæðis- flokksins Á bæjarstjómarfundi 15. mars sl. samþykkti bæjar- stjóm vítur á bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins, Ás- mund Friðriksson, fyrir ó- rökstuddar ásakanir í garð bæjarfulltrúa. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem ástæða hefur þótt til að setja ofaní við þennan bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt er formaður „ungliða” þeirra Eyverja. Skrítið er að Fréttir skuli ekkert hafa minnst á þetta. 15% AFSLÁTTUR Af málningavörum frá Slippfélaginu HJÁ OKKUR KOSTAR 12 LTR. FATA AF HVTTRI MÁLNINGU AÐEINS KR. 780,- EÐA 65,- KR. LTR. (STAÐGR.) . . I, kaupfelag VESTMANNAEYJA Bárustíg 1 - Sími 2053

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.