Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 1
MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA í VESTMANNAEYJUM JL UTL 1. tölublað 45. árgangur Vestmannaeyjum, 23. janúar 1986 OTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA „BARNAHEIMILIN HAFA TEKIÐ AÐ MIKLUM HLUTA VIÐ UPPELDISHLUTVERKINU“ Á Rauðagerði starfa nú átta fóstrur. Þar á meöal er Helena Jónsdóttir og starfar hún á deild með börn á aldrinum 3-6 ára. Ég fékk hana til að spjalla við mig um starfið, launin og fleira. Hver eru inntökuskilvrðin í Fóstruskólann og hversu langt er námið? Inntökuskilyrði er stúdents- próf eða tveggja ára fram- haldsnám eftir Grunnskóla. Einnig fá konur sem lengi hafa starfað á barnaheimilum inn- göngu. Fóstrunámið tekur þrjú ár. Hvað meö launin? Við erum grunnaðar í 62. launaflokk B.S.R.B. Sam- kvæmt launasamningi frá 1. okt. eru byrjunarlaun kr. 23.638,- sent miðast við átta stunda vinnudag. Nú eru þetta ekki há laun þegar tillit er tekið til að þið hafið lokið 5-7 ára nánii áður en þið fáið starfsréttindi. Hvað veldur þessu? Ásókn í skólann hefur minnkað að undanförnu og þær sem fara í þetta gera það meira af áhuga en þær horfi í pen- ingana. Þetta er á margan hátt krefjandi vinna. Maður tekur t.d. starfið oft með sér heim og við erum í sterkari tengslum við börnin í svona litlu bæjarfélagi heldur en í Reykjavík. Varð- andi launin þá ntá segja að við séum ekki sanrfélagslega viðurkenndar. Fólk talar um að þetta hafi allt saman gengið án okkar hér áður fyrr. En þjóð- félagið er gjörbreytt. í dag er algengt að báðir foreldrar vinni úti. Barnaheimilin hafa tekið að miklum hluta við uppeldis- hlutverkinu. Við erum með framtíðina í höndunum. Bæjar- vfirvöld sýna þessu ekki nægi- legan skiíning. Það er annað fyrir móður að ala upp sín eigin börn eða að vera að ala upp tuttugu einstaklinga frá ólíkurn heimilum eins og gerist á deild- unum. Þetta er tvennt ólíkt. Við þurfunt alveg hiklaust fóstrumenntað fólk á uppeldis- stofnanir. Við höfum aflað okkur sérþekkingar og erum að vinna gegn því að barna- heimilin séu „geymslustaðir". Við reynum að veita börnununt það sent þau þurfa þ.e. búa þeint andlega og líkamlega gott atlæti. Við syngjum ekki bara og tröllum með börnunum. Það sést t.d. margt í gegnum leiki barnanna og við höfum lært að lesa þroskastig út úr teikning- unt sem þau gera. Ef eitthvaðer að. þá er hægt að gera eitthvað í málunum og okkur til aðstoðar er sálfræðingur sem er í nánum tengslum við barnaheimilin og skólana. Við erum sérmennt- aðar til að takast á við ýmsar aðstæður og metum hvern ein- á eitt barn hæfir ekki því næsta o.s.frv. Karlar eru fáir í stéttinni og er efalaust um að kenna lágum launum. Það þarf að breytast vegna þess að mikið er um einstæðar mæður. Börnin alast því nær eingöngu upp við kvenímynd en þurfa að sjálfsögðu einnig karlímynd. Togast ekki stundum á þær reglur sem gilda á heimilum og hjá ykkur? Nei, ekki segi ég það. Við kennum börnunum almenna mannasiði. Það er ekki til neitt eitt rétt uppeldi en okkar að- ferð miðast mikið við tillits- semi. Hvað með aðbúnað? Á Rauðagerði eru þrjár deildir og fyrirkomulagið gott. Það sem helst vantar er viðtals- herbergi þar sem fóstra og for- eldri geta ræðst við í næði. Samband foreldra og okkar er að sjálfsögðu misjafnt. Við leit- uðunr til þeirra fyrir stuttu þar sem þeir gáfu kökur á basar til að fjármagna leikfangakaup. Það tókst mjög vel. Heimilið fær ákveðinn kvóta en við þurfum meira. Nú er draumur- inn að mála heimilið og fá ný gluggatjöld o.fl. En það er sæmilega að þessu búið. Hvað með endurmenntun? Það er stöðug þróun í upp- eldismálum, við erunt alltaf að fá nvjar upplýsingar. það hefur verið boðið upp á námskeið t.d. um stjórnun, viðtalstækni og hegðunarvandamál. En málið er að bernskan er alltaf að styttast. Börnin leika sér styttri tíma en áður. Við viljum að bernska þeirra verði sem best. 'i Viðtal: Guðbjörg. stakling fvrir sig. Það sem gildir 13 ár liðin frá gosi í dag eru 13 ár liðin frá því að gos hófst hér á Heimaey. Eftirtektarvert er, hvað bæjarstjóm hefur lítið gert á undanförnum árum til að minnast þessa atburðar, að frátalinni 10 ára afmælishátíð. Þessar miklu náttúruhamfarir, sem ollu stórkostlegum skemmdum og róti á bæjarfélaginu, hafa síðan verið notaðar sem tímaviðmiðun í daglegu tali bæjarbúa. Er algengt að hevra „Fvrir gos— eftir gos". Slíkra tímamóta er við hæfi að minnast og láta ekki falla í gleymsku, því sjáum við ástæðu til að geta þessa hér. Hvort sem minningar eru góðar eða slænrar, þá verður ekki á móti mælt að hér er um einn stærsta viðburð í sögu Eyjanna að ræða. Metin fljúga: Fjarhitun hér orðin dýrari en á Akureyri Árið 1982 er sjálfstæðis- menn tóku við stjórn bæjarins kostaði tonnið af heita vatninu kr. 12,75. Á Akureyri þetta santa ár kostaði tonnið þar kr. 17,90. Nú hafa sjálfstæðismenn í Eyjum hækkað stöðugt þannig að tonnið kostar í dag kr. 59, Bæjarsjóður greiðir síðan kr. 3 sem tekið er með öðrum hætti af íbúum. Á Akureyri kostar tonnið kr. 58. Fróðlegt er að bera saman hækkanir á þessu tímabili. Fyrir valdatöku sjálfstæðismanna var Akureyri um 40% yfir okkur hér. Ef sama verðþróun heföi verið hér og á Akureyri ætti tonnið að kosta um kr. 41 hér, eða hvorki nreira né minna en 18 krónum lægri en raun ber vitni. Ætli þetta kallist ekki að brevta til hins betra og standa við sín orð. Nei og aftur nei. Orð skulu standa. Sjálfstæðis- ntenn hafa svikið kjósendur. Nýr öskubíll Eins og fæstum er kunnugt um kont til Eyja rétt eftir ára- mótin öskubíll sem fulltrúar bæjarins höfðu fest kaup á frá Svíþjóð. var hugmyndin með þessum kaupum að hægt væri að nota gripinn. Það horfir nú heldur illa. Engin lyftitæki eru aftan á bílnum. Gárungarnir segja að sjúkra- bíl þurfi til að hafa á eftir þessum nýja öskubíl, því afl- raunantenn þurfi til að lyfta tunnunum upp og losa í bílinn. Hætt er við að margur ofreyni sig á þvílíkum átökum og þá kemur til kasta sjúkrabílsins. Til eins hlutar væri þó hægt að nota gripinn, nefnilega að skutlast með seðla og gögn í prófkjöri meirihlutans sem fer fram trúlega í næsta mánuði. Mætti þá jafnvel setja hátalara á bílinn og kandidatarnir flutt ræðu á rúntinum. Eins og máltækið segir: „Fátt er svo með öllu illt ..." 3.300% hækkun á lóða- leigunni Nýlega var sanrþykkt að hækka lóðaleiguna og var hækkunin hvorki rneiri né minni en um 3.300%

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.