Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2010
íþróttir
Körfubolti Stórleikur hjá Pavel Ermolinskij þegar KR vann Njarðvík í Vesturbænum
á sama tíma og Tindastóll lagði Stjörnuna óvænt í Ásgarði með sigurkörfu Friðriks 4 
Íþróttir
mbl.is
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ítalska stórliðið Juventus hefur
komist að samkomulagi við Fram
um að fá hinn 17 ára gamla miðvörð
Hörð Björgvin Magnússon lánaðan
frá janúar og fram í júní á næsta ári.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram,
hefur dvalið með Herði í höfuð-
stöðvum félagsins í Tórínó undan-
farna daga og staðfesti þetta við
Morgunblaðið í gær.
?Það er reyndar eftir að ganga frá
einhverjum atriðum á milli félag-
anna en að grunni til er komið sam-
komulag um að hann fari til félags-
ins í janúar. Ítalirnir vildu semja við
hann strax en niðurstaðan varð sú að
hann yrði þarna í hálft ár til að byrja
með, til að sjá hvernig honum líkaði
og félli inn í umhverfið, og þá hefur
Juventus möguleika á að ganga frá
kaupum á honum 1. júlí,? sagði Þor-
valdur, nýkominn af æfingu hjá
Herði með akademíu félagsins.
?Juventus er komið með geysi-
öflugt unglingastarf og ætlar greini-
lega að byggja mun meira á eigin
ungu leikmönnum en áður. Hörður
sýndi á æfingunum hérna að hann er
í góðri stöðu gagnvart jafnöldrum
sínum hjá Juventus og virðist eiga
fullt erindi í þetta,? sagði Þorvaldur.
Hörður hefur leikið 6 leiki með
Fram í úrvalsdeildinni undanfarin
tvö ár og hann spilaði alla leiki árs-
ins með U19 ára landsliðinu. Bæði
með yngra liðinu, þar sem hann var
fyrirliði, og svo með eldri hópnum
sem lék í undankeppni Evrópumóts-
ins í haust. 
Hörður lánaður til Juventus
L50098 Sautján ára Framari á leið til ítalska stórveldisins
L50098 Vildu fá hann strax L50098 Lánaður frá janúar og fram að 1. júlí
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
?Það eru vissulega vonbrigði að allir strákarnir
skyldu falla út í annarri umferð og því eigum er
enginn Íslendingur í átta manna úrslitum. Ekki
síst þar sem staða okkar gagnvart þeim útlend-
ingum sem taka þátt nú er jafnari en stundum
áður,? sagði Árni Þór Hallgrímsson, landsliðs-
þjálfari í badminton, í gær þegar ljóst var að
enginn sjö íslenskra keppenda komst inn í átta
manna úrslit á Iceland International-mótinu í
badminton sem stendur yfir í TBR-húsunum við
Gnoðarvog. 
Nokkrar vonir voru bundnar við að Helgi Jó-
hannesson og Magnús Ingi Helgason kæmust
upp úr annarri umferðinni. Þegar á hólminn var
komið tapaði Helgi fyrir Svíanum Tobias Kruse-
born í tveimur settum, 21:19 og 21:13. Eftir afar
jafna fyrstu lotu sem Svíinn vann naumlega
byrjaði Helgi betur í annarri lotu en missti
fljótlega frumkvæðið og Kruseborn réð lögum
og lofum og vann nokkuð þægilegan sigur. 
Magnús Ingi náði sér aldrei á strik gegn
Mikkel Mikkelsen frá Danmörku og tapaði í
tveimur lotum, þar af 21:3 í þeirri síðar. 
Tveir Íslendinganna léku oddalotu gegn and-
stæðingum sínum. Atli Jóhannesson tapaði fyrir
Kim Bruun, Danmörku, 15:21 , 21:19 og 10:21
og Kári Gunnarsson beið lægri hlut í oddalotu
fyrir Niklas Hoff, 21:19, 19:21 og 21:14, í hörku-
skemmtilegum leik.
Ragna Ingólfsdóttir, Tinna Helgadóttir og
Katrín Atladóttir komust örugglega í þriðju um-
ferð í einliðaleik kvenna. 
Í tvíliðaleik karla féllu íslensku keppendurnir
þeir Arthúr Geir Jósefsson og Einar Óskarson
úr leik fyrir dönskum andstæðingum. Þá féllu
Kristinn Ingi Guðjónsson og Ólafur Örn Guð-
mundsson einnig úr leik fyrir dönskum and-
stæðingum. Í dag leika þeir Helgi Jóhannesson
og Magnús Ingi Helgason ásamt Atla Jóhann-
essyni og Kára Gunnarsyni við danska andstæð-
inga.
Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir
ásamt Kára Gunnarsyni og Katrínu Atladóttir
féllu úr leik í tvenndakeppninni fyrir dönskum
andstæðingum.
Morgunblaðið/Eggert
Úr leik Helgi Jóhannesson er úr leik í einliðaleik á alþjóðamótinu í badminton. Hann tapaði fyrir sænskum spilara í annarri umferð síðdegis í gær. 
Enginn áfram í einliðaleik
L50098 Vonbrigði, segir landsliðsþjálfarinn L50098 Ragna, Tinna og Katrín allar áfram í
þriðju umferð í einliðaleik L50098 Framundan hörkuleikir í tvíliðaleik karla
Ragnheiður
Ragnarsdóttir,
sundkona úr KR,
gerði sér lítið
fyrir og bætti
eigið Íslandsmet
í 100 metra
skriðsundi í gær
þegar hún kom í
mark á Íslands-
meistaramótinu í
Laugardalnum á
54,65 sekúndum. Árangurinn er
enn eftirtektarverðari en ella í ljósi
þess að skammt er síðan reglur
voru hertar varðandi sundfatnað.
Fyrra met Ragnheiðar var 11/100
úr sekúndu frá því nýja. 
sindris@mbl.is»3
Bætti metið
sitt í nýjum
fötum
Ragnheiður
Ragnarsdóttir
Gróttumenn
komust á topp 1.
deildar karla í
handknattleik í
gærkvöldi þegar
þeir lögðu
Stjörnuna, 33:30,
í íþróttahúsinu á
Seltjarnarnesi.
Það var ekki fyrr
en í síðari hálf-
leik sem Gróttu-
menn náðu sér á strik. Þeir voru
þremur mörkum undir að loknum
fyrri hálfleik, 16:13, en sneru þá við
blaðinu og tryggðu sér kærkominn
sigur.
Sigurður Eggertsson fór mikinn í
liði Gróttu og skoraði 11 mörk og
Þórir Jökull Finnbogason skoraði
sjö. Tandri Konráðsson var at-
kvæðamestur hjá Stjörnunni með
12 mörk. iben@mbl.is
Grótta sneri
við blaðinu í
síðari hálfleik
Sigurður 
Eggertsson
Enski knattspyrnumaðurinn Ian
Jeffs gekk í gær til liðs við Eyja-
menn á nýjan leik og samdi við þá
til eins árs.
Jeffs, sem er 28 ára miðjumaður,
lék með Eyjamönnum í þrjú ár áður
en hann gekk til liðs við Örebro í
Svíþjóð. Hann kom síðan aftur til
Eyja í hálft ár en hefur síðan spilað
með Fylki og Val.
Jeffs lék 20 leiki með Vals-
mönnum í úrvalsdeildinni í sumar
og skoraði þrjú mörk. Hann hefur
samtals leikið 106 leiki í efstu deild
hér á landi og skorað í þeim 14
mörk.
Eyjamenn hafa þar með fengið
tvo nýja leikmenn í sinn hóp fyrir
komandi keppnistímabil. Þeir
sömdu á dögunum við Selfyssinginn
Guðmund Þórarinsson. vs@mbl.is
Jeffs til Eyja
á nýjan leik
Morgunblaðið/Árni Torfason
Aftur ?heim? Ian Jeffs klæðist bún-
ingi ÍBV á nýjan leik næsta sumar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4