Eyjablaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 1
EYJABLA 28 árgangur. Vestmannaeyjum, 30. maí 1967 10. tölublað- X-G X-G Jbhon við hjörborðið Litprentuð lygi. Samband ungra sjálfstæðismanna sendir frá sér litprentaðan pésa, er þeir nefna „Æskan við kjörborðið”. Pési þessi er sendur öllum nýjum kjósendum í landinu. Við val efn- is í kosningasnepil þennan er hald- ið uppteknum hætti íhaldsins, og ungum kjósendum gefinn kostur á að velja á milli frelsisstefnu og haftastefnu, þar sem stjórnarand- stöðuflokkarnir eru gerðir að sér- legum fulltrúum haftastefnu og uppbóta. Margsinnis hefur verið sýnt fram á það hér í blaðinu og annarsstaðar, að hér fara þeir Sjálf stæðismenn með fleipur eitt, í trausti þess, að þeir sem blekkja á, lesi ekki annað en þeirra mál- gagn. í áðurnefndum pésa ganga þeir samt fulllangt í þessu efni með því að birta mynd af fyrsta skömmtun- arseðli frá árinu 1950, sem gilda átti fyrir tímabilið janúar til marz. Með myndinni er þessi texti: „Skömmtunarseðlar þekkjast ekki á íslandi lengur. Á valdatímum Framsóknarflokksins og kommún- ista voru þeir lífsnauðsynlegir hverjum manni. Vill nokkur ung- ur maður slikt stjórnarfar á ný”. Þarna er því beinlínis haldið fram, þvert ofan í staðreyndir, að Framsóknarmenn og kommúnistar hafi verið við völd árið 1950. Hverjir sátu nú i stjórn umrætt ár? Það var stjórn SjálfstæSJisflokks- ins og í henni voru eftirtaldir menn: Ólafur Thors, Bjarni Bene- diktsson, Björn Ólafsson, Jóhann Þ. Jósefsson, þingmaður Vestmanna eyinga og Jón Pálmason. Ekki veit ég til þess að nokkur þessara manna hafi komizt svo langt á þró unarbrautinni að vera orðaðir við sósíalisma, allra sízt Bjarni for- maður. Það vær.i miklu nær.fyrir hinn unga og auðtrúá 'rit?tjóra íhalds- blaðsins hér, að reyna hvort hon- um tækist ekki að finna einhverja raunhæfa átyllu til þess að kalla okkur Alþýðubandalagsmenn full- trúa hafta og upbóta í stað þess að lepja upp athugasemdalaust lýg ina úr fjöldaframleiddum áróðurs- pésum ungra skoðanalausra íhalds- manna. Gamalkunnar aðferðir. Þeir Morgunblaðsmenn eru ekki að finna upp slíkar aðferðir með þessu tunglinu. í krafti auglýsinga- valdsins er Morgunblaðið eina dag blað landsins, sem rekið er með hagnaði, og það miklu hagnaði, og er jaftíframt langútbreiddasta blað landsins. Dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár, leyfir blaðið sér að tyggja upp hvers kyns rang- færslur og staðleysur um pólitízka andstæðinga sína innanlands og ut- tn. Þeir vita sem er, að mikill hluti þess fólks, sem blaðið les, hefur ekki aðrar upplýsingar um þessi efni, þar sem það lætur sér nægja eit blað. Vegna hinnar stöðugu endurtekningar fer allstór hópur smám saman að trúa því, að Mogga lýgin, sem svo hefur verið kölluð, sé hinn eini rétti sannleikur. Öfugmæli. Menn gátu nú trúað því, að Heimdellingar hefðu með útgáfu fyrrnefnds pésa orðið sér nægilega til skammar, en svo var þó ekki að þeirra dómi. Annar snepill leit dagsins ljós. Rauði þráðurinn í honum var: Stóriðja á íslandi. Ekki var þar að finna bjartsýni- legar lýsingar á framtíð íslenzkra atvinnuvega, né stóriðjufram- kvæmdum til fullkominnar nýting- ar þess hráefnis, sem við íslending ar sækjum í greipar Ægis, með hverju við gætum stóraukið verð- mæti útflutningsins, selt kenggóða matvöru í stað áburðar og skepnu- fóðurs. — í stað þess var dásömuð sú ráðstöfun, að fá útlendingum í hendur gífurlegt magn forgangs- raforku tíl 50 ára á smánarverði, tæpa 11 aura hverja kílowattsstund meðan við þurfum sjálfir að greiða 140 aura á kWst. Auk þess þurfum við að reisa og reka varaaflstöð, sem grípa verður til, þegar orku- magn Búrfellsvirkjunar minnkar vegna ísa. Enginn veit hversu oft eða lengi þarf að grípa til vara- stöðvarinnar, en rekstur hennar mun ekki kosta minna en eina milljón á dag. Sjálfstæðismenn hafa mikið flagg að því, að með því að ráðast í þessa virkjun á þennan hátt, geti raforkuverð lækkað verulega. Þetta er mikill misskilningur. Búrfells- virkjun er án efa sú langhagkvæm asta sem til er á íslendi, en með því að útlendingum hefur verið tryggður mikill meirihluti þeirrar orku,'Jsem frá henni kemur, verður sá líluti, sem fellur til innlendra þarfa mjög bráðlega of lítill og þá kemur að því að virkja þarf annars staðar og sú virkjun verður óhag- kvæmari og raforkuverð því hærra Svona mætti auðvitað lengi telja en aðalatriðið er það, að hér er ekki um neinn „stórhug” að ræða eins og íhaldsmenn komast svo snyrtilega að orði, heldur er hér á ferðinni vantraust á framtíð ís- lenzkra atvinnuvega og meira treyst á efnahagslega forsjá útlend- inga með því að hleypa inn í land ið hlutfallslega miklu meira af er- lendu fjármagni en nokkurt for- dæmi er fyrir í víðri veröld, á meðan mikilvægir þættir íslenzkra framléiðsluatvinnuvega eru að drabbast niður vegna óstjórnar „viðreisnarinnar". Æskan við kjörborðið. Þið ungu kjósendur, sem nú gang ið í fyrsta sinn að kjörborðinu, skuluð skoða hug ykkar vel áður en þið greiðið þeim mönnum at- kvæði, er nota svo óheiðarlegar aðferðir í málflutningi sínum, sem Mogginn og litprentaðir pésar hans bera vitni um. Ungu kjósendur. Eg er sannfærð- ur um, áð ekki get ég gefið ykkur betra ráð en það að taka afstöðu gegn fultrúum auðvalds og erlendr ar ásælni, „Sjálfstæðisflokknum”. Gangið til fylgis við Alþýðu- bandalagið. KJÓSIÐ G-listann. G. S. Alþýðubandalagsfólk Veslmannaeyjum. Kosningaskrifsofa Alþýðubandalags" ins er að Bárugötu 9. Hafið samband við skrifstofuna ef þið getið gefið upp- lýsingar um kiósendur, sem ekki verða í bænum á kosningadaginn, eða ann- að það, sem getur orðið okkur að liði í kosningunum. Skrifstofan er opin dag hvern frá kl. 4—6 og 8-10 e.h. Sími skrifstofunnar er 1570.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.