Eyjablaðið


Eyjablaðið - 05.05.1970, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 05.05.1970, Blaðsíða 1
30, árgangur Vestmannaeyjum 5. mtí 1970. 4. tölublað Mörg eru verkefnin í málgagni Sjáifstæðis- manna, „Fylki“, hefur að und anförnu mátt líta langa óska- lista með stórum fyrirsögn- um, hafa þeir helzt minnt lessndur á það ,sem börn eru stundum spurð að í gamni. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Það er hreint ekki að sjá á þessum skrifum ,að þeir hafi eftir að úrslit síðustu kosn- inga urðu kunn, neitað öllum afskiptum af framkvæmd þeirra verkefna, ,sem þeir sjálfir höfðu þó samþykkt að vinna. Sýnist nú vera ráð- legast þeim, sem dróu sig í hlé þegar þeir fengu flokks- einræði sínu e'kki lengur við- komið, að hafa sig nú hæga, þegar þau verk hafa verið unnin, sem þeir treystust ekki til að hjálpa til við að leysa þegar hjálpar þeirra hefði jafnvel verið þörf. Þa.ið sem bíður úrlausnai. Eg mun ekki leggja hér fram neinn óskalista, innvafinn í rósaflúr móðurmálsins, held- ur leitast við að telja upp og minna á þau verkefni, sem skjótrar úrlausnar bíða, og meira eða minna leyti ráðið vexti og viðgangi þessa byggð arlags. Vatnsleiðslan. Ekki getum við rætt fram- tíðarmál okkar bæjarfélags, án þess að taka fyrst og fremst með í umræður okkar þann atvinnuveg, sem við leggjum stund á, og sem allt stendur og fellur með, en það er fiskiðnaðurinn. Þegar það er hugleitt, að til þess að hann megi teljast í góðu á- standi, þá verður að vera hægt að fullnægja kröfum I þeim, sem neytendur gera og setja sem skilyrði fyrir áfram haldandi og auknum viðskipt- um. Ekki munu þær kröfur í smáatriðum vera almenn- ingi 'kunnar, en megin áherzla mun þó vera lögð á stóraukið hreinlæti. Hverjum manni er það vel skiljanlegt ,að ferskt vatn, leitt hingað út til okk- ar, hiýtur að stuðla meir en allt annað að auknm þrifn- aði og þá um leið vöruvönd- un. Nú, þegar við höfum feng ið rennandi ferskt vatn, get- um við vissulega stigið yfir margar þær hindranir, sem áð ur komu í veg fyrir góða um- gengni við iðnað okkar. Höfnin. Sé það haft í huga, hversu gott skipalægi Vestm. eyja- höfn er, þá er ekki sárinda laust að sjá og virða fyrir sér þann mikla sóðaskap, sem allsstaðar er, vægast sagt, mjög áberandi, bæði í höfn- inni, sem í nágrenni hennar. Hér ætla ég ekki að kenna þetta neinum sérstökum, við eigum öll meiri eða minni sök á þessum ósóma. Þá staðreynd skulum við því horfast í augu við, að þetta þarf að laga hvað sem það kostar. Til þess að ráða bót á þeim sóðaskap, sem rí'kir og ríkt hefur um áratugi, þarf að koma í veg fyrir, að úr hol- Ciiil kveðia iil Armanns Það er ekki drengilegt að ráðast á þann, sem fallinn er, enda mun ég ekki skjóta að GÁE fleiri lausum skotum, nema að gefnu tilefni, svo snögglega sem blaðra hans sprakk við fyrsta andsvar. Föstum s'kotum er ekki skot- ið á slíkar blöðrur. Sannleikurinn er sá, að G- ÁE æddi of hratt til atlögu og beitti aðferðum, sem ekki sæma manni í hans stöðu, og gerði það auk þess mjög klaufalega. Eg vil í tilefni af því minna GÁE á gamlan orðskvið er hljóðar þannig: Kapp er bezt með forsjá, og sá, sem hraðar sér, misstígur sig. Málefnalegur hringsnúning- ur hans kom mér að sjálf- sögðu og varla nokkrum j manni, á óvart, og fannst mér I satt að segja óþarfi af Mm. í | i Brautinni að senda honum tóninn þess vegna. Mm. þek'k- ir ekki GÁE. Blaðadreifing. Eg vil gera smá athuga- semd varðandi blaðadreifingu er GÁE gerir að umtalsefni. Eg hef keypt Fylki í skrif- stofu minni í skólanum og sá ekkert athugavert við það, og þótt ég vilji ekki ta'ka til við að verðleggja innihaldið, þá sá ég ekkert eftir fimm-kalli- inum. Hafsteinn sendi nokur blöð upp í Stýrimannaskóla, 'þar eru nemendurnir fullorðn ir menn, sem eru áreiðan- lega einfærir um að mynda sér skoðanir á hlutunum, án minnar aðstoðar eða foringj- ans. Það sem fer í taugarnar á foringjanum er greinilega ekkert annað en það, að við tímdum að sjá af þessum blöðum án þess að ætlast til greiðslu fyrir. Eg trúi því varla, að Ármann hafi haft svo mikið álit á pólitís'kum styrkleika snepilsins okkar eða þá svo litla trú á per- sónulegu mati nemenda sinna að hann hafi verið smeykur við áhrifin. Nýyrði. Aldrei fór það svo, að andi Guðjóns Ármanns yrði ekki til að ,,auðga“ móurmálið að ræsakerfi bæjarins renni í höfnina. Bent hefur verið á ýmsar leiðir í því stóra máli til úrlausnar, er það ekki á mínu færi að dæma um hvað bezt mundi gefast. Vissulega yrði að koma þarna til verk- leg kunnátta og þekking. Ek'ki verður komizt hjá því öllu lengur, að leitt verði vatn á bryggjurnar, að minnsta kosti tii neyzlu fyrir flotann. Mætti nota ferskan sjó til þvotta og hreinsunar á fiskilestum. Aðstaða verði sköpuð til handa sjómönnum, svo þeir geti auðveldlega losnað við úrgangsolíur og óþrif, sem því miður eru oft látin út fyrir borðið. Akstur milli staða með loðnu eða síld lifur o. fl. ekki leyfður, nema sá flutningur fari fram í til þess gerðum lokuðum köss- um. — Varla verður því á móti mælt, að þrifnaður í ' fis'kiðnaðinum er stuðull und- ir betri nýtni, og eftirsóknar- verðari framleiðslu, gæti þannig stuðlað að hærra hrá- efnisverði til bátasjómanna, sem nú mega sætta sig við það lægsta fiskverð sem nokk urntíma hefur þekkzt á ís- landi- Smábátahöfnin. Eg vii einnig minna á, að knýjandi nauðsyn er til að skapa litlu bátunum viðeig- andi aðbúnað. Smábátaflot inn er orðinn það athyglis- verður, ,og þótt afli hans sé ekki mikill að tonnatali, er hann samt sú bezta gæða- vara sem völ er á. Með því að lagfæra Bæjarbryggjuna og útbúa smábátalægi fyrir Frh. á 2. síðu. 5 iullri vinsemd Eg vil strax taka það fram, að ég sé svolítið eftir bleki í athugasemd þessa, sem ég neyðist til að gera við upp- gjafas'krif Ármanns skóla- stjóra, sem út komu með síð- asta ble.ði Fylkis. Hann biður mig að senda sér tvö eintök af Eyjablað- inu, en varazt að senda það nemendum skólans. Þessari málaleitan get ég ekki orðið við, þar eð með því myndi ég leggja blessun mína á ritskoð un, sem oft hefur verið for- dæmd af hinum skinhelgu málgögnum Sjálfstæðisflokks ins, þó Ármanni virðist hún í þessu tilfelli nauðsynleg. Þá vil ég ta'ka fram, að blöð in, sem ég sendi voru 20, en ekki 30-40, eins og Ármann fullyrðir, og með tilliti til þess að nú eru próf yfirstand andi, skulum við ekki ergja ykkur á því að ræða þessa s'kekkju, eða hvernig hún kæmi út leiðarreikningi. Hinn hvíti uppgjafarfáni í þessu litla umrædda grein- arkorni Ármanns, var hverju mannsbarni sýnilegur, og mun ég virða hann með því að láta hér staðar numið. Hafst. Stefánsson. orðaforða. Þar á ég við orðið flugurit. H.vað þýðir það, hver væri andstæða þess eða samstæð orð við það? Eyjablaðið er að foringjans dómi flugurit, væri FYLKIR þá til dæmis rottu- rit, eða bara aparit. Til þess að forðast misskiln in, þá get ég sagt lesendum, að þetta var ek'ki sök prent- villupúkans, heldur Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar. Að Iokum. Þá hefur lærifaðirinn að Breiðabliki klappað stein- barni sínu hið annað sinn og meira að segja aftur þeim hluta þess, er gert er af mis- skilningi. Eg benti honum á skekkjur í hans ritverki, sem Framhald á 2. síðu

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.