Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Sparisjóðir á Íslandi sóttu sér rétt rúmlega 40 milljarða króna til stofnfjáreigenda á ár- unum 2006 og 2007. Nánast allir sparisjóðir á Íslandi þurftu á fjárhagslegri endur- skipulagningu að halda eftir hrun bankanna. Ekki verður annað séð en að aðeins þrír sparisjóðir hafi lifað af fellibylinn sem skall af fullum þunga á Íslandi í október 2008. Þar er um að ræða Sparisjóð Suður-Þingeyinga, sem hefur höfuðstöðvar sínar á Laugum, en rekur einnig útibú á Húsavík og á Mývatni. Um er að ræða lítinn sjóð með alls 13 starfs- mönnum. Annar sjóðurinn er Sparisjóður Höfðhverfinga, sem er lítið fjármálafyrirtæki með fjóra starfsmenn á Grenivík. Aðeins fyrrnefndi sjóðurinn af þeim tveimur sem enn eru starfandi jók stofnfé á þensluárunum 2006-07. Sú aukning var þó óveruleg og hljóp aðeins á hundruðum þúsunda króna. Þriðji sparisjóðurinn sem enn lifir er Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík, en sjóðurinn tap- aði þó tæplega hálfum milljarði króna á ár- unum 2008 og 2009. Langmest stofnfjáraukning hjá Byr Þegar Sparisjóður Hafnarfjarðar og Spari- sjóður vélstjóra sameinuðust varð úr Byr sparisjóður. Skömmu síðar runnu Sparisjóð- ur Kópavogs og Sparisjóður Norðlendinga einnig inn í Byr. Stofnfjáraukningu Norð- lendinga á árinu 2007 má rekja til samrunans við Byr, en aukningin fyrir norðan var fram- kvæmd til að ná réttum skiptahlutföllum – með öðrum orðum var aukningin gerð til að stofnfjáreigendur fyrir norðan myndu eiga hlut í hinum sameinaða sjóði til samræmis við samninga forsvarsmanna Byrs og Norð- lendinga. Eftir að Sparisjóður Kópavogs og Norðlendinga sameinuðust Byr var ráðist í stærstu stofnfjáraukningu þenslutímans sem um getur. Í desember voru 23,8 milljarðar króna sóttir til stofnfjáreigenda Byrs. Ríkið hefur nú tekið yfir rekstur Byr og stofnfjár- eigendur tapað nánast öllu sínu fé og margir skuldsettu sig til að taka þátt í stofnfjár- aukningunni. Fyrstur sjóða í vandræði Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) var sá spari- sjóður sem lenti einna fyrstur allra í alvar- legum vandræðum, að minnsta kosti ef marka má fjölmiðlaumfjöllun mánuði fyrir allsherjarhrunið í október 2008. Strax á fyrri helmingi ársins 2008 tapaði sjóðurinn tæp- lega fimm milljörðum króna. Á árinu 2007 var stofnfé sjóðsins aukið úr fimm milljónum króna í 505 milljónir króna, en sjóðurinn var að öllu leyti í eigu Borgarbyggðar. SPM skar sig frá öðrum sparisjóðum að því leytinu til að vera í opinberri eigu að fullu. SPM lét sitt ekki eftir liggja í fjárfestingum og yfirtökum. Eftir að Sparisjóður Siglufjarðar og Spari- sjóður Skagafjarðar sameinuðust voru þeir í kjölfarið teknir yfir af SPM. Til að ná svo- kölluðum skiptahlutföllum réttum gaf Spari- sjóður Siglufjarðar út stofnfé fyrir meira en hálfan milljarð króna. Ásamt því að taka yfir sameinaðan sparisjóð Siglufjarðar og Skaga- fjarðar tók SPM Sparisjóð Ólafsfjarðar einn- ig yfir. Áður en bankarnir hrundu haustið 2008 voru þegar hafnar viðræður milli Kaup- þings og SPM um yfirtöku fyrrnefnda bank- ans. Það gekk í gegn með þeim hætti sem lagt var upp með á þeim tíma. Hins vegar skipaði Fjármálaeftirlitið SPM bráðabirgða- stjórn snemma árs 2009. Skömmu síðar tók Arion banki, sem reistur var á rústum Kaup- þings, við viðskiptavinum SPM víða um land. Sjö milljarðar í Keflavík Sparisjóður Keflavíkur (SPKEF) réðst í stofnfjáraukningar fyrir samtals sjö milljarða króna á árunum 2006 og 2007. Sömu sögu er að segja hjá SPKef líkt og Byr – margir skuldsettu sig til að taka þátt í stofnfjár- aukningunni. Í gær sendi SPKef sam- bærilega tilkynningu út, nema hvað að þeim sem tóku lán til að taka þátt í aukning- unni 2007 er boðið að greiða það til baka á 25 árum. Þeir sem greiða lánið upp strax fá jafn- framt 10% afslátt. Fyrirsögn hér Sparisjóður Bolungarvíkur Stofnfé aukið 2006 og 2007: 560 milljónir Sparisjóður Strandamanna Selt stofnfé 2006 og 2007:Óverulegt Sparisjóður Skagafjarðar Í eigu SPM Sparisjóður Svarfdæla Stofnfjáraukning í árslok 2007: 500 milljónir Sparisjóður Siglufjarðar Stofnfjáraukning í árslok 2007: 516 milljónir Sparisjóður Ólafsfjarðar Í eigu SPM Sparisjóður Norðlendinga Stofnfjáraukning í árslok 2007: 2,7 milljarðar Sparisjóður Höfðhverfinga Stofnfé aukið 2006 og 2007:Óverulegt Sparisjóður Suður-Þingeyinga Stofnfé aukið 2006 og 2007:Óverulegt Sparisjóður Þórshafnar og nágr. Stofnfé aukið 2006 og 2007: 249 milljónir Sparisjóður Norðfjarðar Stofnfjáraukning í árslok 2007: 217 milljónir Sparisjóður Vestmannaeyja Stofnfjáraukning í árslok 2007: 350 milljónir Sparisjóður Mýrarsýslu (SPM) Stofnfjáraukning í árslok 2007: 500 milljónir Sparisjóðurinn í Keflavík Stofnfjáraukning 2006 og 2007: 7 milljarðar SPRON Stofnfjáraukning í árslok 2006: 4,5 milljarðar Byr sparisjóður Stofnfjáraukning í árslok 2007: 23,8 milljarðar nb.is Í eigu SPRON Sparisjóður Kaupþings hf. Engin stofnfjáraukning Stofnfjáraukningar hjá sparisjóðum sem voru starfandi í árslok 2007 Grunnkort: Landmælingar Íslands Tugir milljarða í stofnfé  Sparisjóðir víða um land seldu eða gáfu út nýtt stofnfé fyrir rúmlega 40 milljarða króna á árunum 2006 og 2007  Aðeins þrír sparisjóðir lifa enn í sömu mynd og fyrir hrun  Meira en helming heildarstofnfjár- aukningar sparisjóða má rekja til Byrs sparisjóðs  Stofnfjáreigendum í SPKef boðnir nýir skilmálar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011 6 VIÐSKIPTI Greint var frá því fyrir skömmu að Seðlabanki Íslands hefði lokið samningum um end- urskipulagningu skulda fimm sparisjóða. Um var að ræða sparisjóði Bolungarvíkur, Svarf- dæla, Vestmannaeyja, Þórshafnar og Norð- fjarðar. Þar að auki var samið við Sparisjóð Suð- ur-Þingeyinga og Höfðhverfinga um greiðslu skulda við Seðlabankann, en þær skuldir voru tilkomnar vegna ádráttar á lánalínur hjá Spari- sjóðabankanum, eða Icebank. Vegna samning- anna þurfti Seðlabanki Íslands að fella niður kröfur fyrir rétt rúmlega 4,5 milljarða króna. Hins vegar eignaðist bankinn 90% stofnfjár í ein- hverjum sjóðanna, til að mynda sparisjóðum Svarfdæla og Þórs- hafnar. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna Seðlabankinn tók ekki yfir stofnfé sjóðanna í heild sinni, í ljósi umfangsmikillar niðurfell- ingar á kröfum. Einn heimilda- manna Morgunblaðins sagði að stofnfjáreigendum yrði hugs- anlega leyft að halda 10% sinnar eignar í sínum spari- sjóði til að auka líkur á endur- greiðslu lána, tekinna vegna stofnfjáraukningar sjóðanna sem um ræðir. Fellir niður 4,5 milljarða vegna sparisjóðanna SAMIÐ VIÐ SEÐLABANKANN Seðlabanki Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.