Eyjablaðið - 12.05.1986, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 12.05.1986, Blaðsíða 1
K J Ó S u M X G K J Ó S u M X G K J Ó S u M X G K J Ó S u M X G K J Ó S u M X G K J Ó S u M X G K J Ó S u M X G EYJABLAÐIÐ Útgefandi: -^þvðmtosndslacrid í Vestmannaeyjum V. tölu.t>la.ð Vestmannaeyjum 12. maí 1986 46. árgangur Orð en ekki athafnir I nóvember flutti ég svohljóð- andi tillögu í bæjarstjórn: Bæjarstjórn Vestmanna- eyja samþykkirað fela hfilbrigð- is- og umhverfisverndarnefnd að gera úttekt á umhverfis og nátt- úruverndarmálum í Vestmanna- eyjum. Samfara úttektinni geri nefndin tillögur til bæjarstjórnar um ýmsa þætti náttúruverndar- og umhverfísmála svo sem um efnistöku og framtíðarskipun útivistarsvæða á Heimaey. Dráttarvextir Við sem höfum fengið orkureikninga upp á síðkast- ið höfum tekið eftir því að þar er gert ráð fyrir að inn- heimta dráttarvexti af orku- skuldum. Bragi Ólafsson segir hins- vegar í Fylki að það standi ekki til, hér sé um mistök í prentun að ræða. Þessum fullyrðingum Braga er rétt að taka með varúð eða munum við ekki kosningasvikin frá 1982. Þessi tillaga varsamþykkt með 9 samljóða atkvæðum í bæjar- stjórn. Nú leikur e.t.v. einhverjum forvitni á að vit'a hvað Sjálf- stæðisflokkurinn hefur gert til þess að framfylgja þessari samþykkt. Svarið er stutt en því miður ekki að sama skapi ánægjulegt. Það hefur ekkert verið gert til að hrinda málinu í framkvæmd. Nú eru hins vegar að koma kosningar og þá rjúka þeir Sjálf- stæðismenn upp til handa og fóta og lýsa yfir sérstakri um- hyggju sinni vegna umhverfis- mála. Arnar Sigurmundsson, einn þeirra sem samþykkti til- lögu mína í nóv. 1983, vill nú hefja átak í umhverfismálum og flytur um það hugljúfa tillögu í bæjarstjórn. Og í stefnu Sjálf- stæðisflokksins í umhverfismál- um nú er talað um að leggja verði áherslu á að byggja upp aðstöðu fyrir útivist. Þessar tillögur þeirra Sjálf- stæðismanna eru atfgljóslega sýndarmennska ein saman. Að samþykkja átak í umhverfísmál- um 1983 en aðhafast síðan ekk- ert sannár best hvern hug þeir bera til náttúruverndar. Kosn- ingaloforð breyta þar engu um. R.Ó. Breyttir tímar í næst síðasta Fylki var ónefndur íhaldsmaður að skrifa um að í tíð fyrri bæjarstjórna hafi ekki ein einasta íbúð verið byggð hér í Eyjum samkvæmt lögum unt verkamannabústaði. Á árunum 1974-1978 voru byggðar alls 36 íbúðir sanrkv. lögum urn verkamannabústaði og til viðbótar var samið við Áshamar h.f. um byggingu 12 íbúða samkvæmt lögum um kaup eða leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga. Þessar 12 íbúðir voru afhentar bæjarsjóði haustið 1978. Á þessum tíma var markaður fyrir þessar íbúðir orðinn mettur, því á þessum árum 1978- 1982 gat fólk bygg1 eða keypt sér húsnæði á frjálsum markaði. í dag eru breyttir tímar og ætti ónefndur íhaldsmaður að vita það. Ríkisstjórn sú sem nú situr hefur skert kaup launafólks um rúman fjórðung og munar um minna. í dag er næstum vonlaust fyrir fólk að eignast eigið húsnæði á hinum frjálsa markaði. Þess vegna er nauðsynlegt að byggja samkvæmt lögum um verka- mannabústaði, svo til dæmis ungt fólk sem er að byrjá búskap geti eignast þak yfir höfuðið. Til upplýsingar fyrir ónéfndan íhaldsmann eru það Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn sem skipa þá ríkisstjórn sem nú situr og hafa leikið launa- fólk svona grátt. S.T. Látið ekki blekkjast Fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar töluðu Sjálfstæðis- menn um nauðsyn góðrar fjár- mál'astjórnar. Töldu þeir að eina Guðmunda Steingrímsdóttir leiðin til að svo yrði. væri að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þar scm fjármálastjörn vinstri flokk- ttnna væri í molum. Sttiðreyndin er hins vegar sú að fjármálastjórnin 1978-1982 var í góðu lagi. þar má vitna í reikninga bæjarsjóðs á því tíma- bili. Þétta var því órcttmætgagn- rýni. Nú hafa Sjálfstæðismenn sýnt að þeir geta ekki stjórnað fjár- málum þessa bæjar og kemur þar margt til. Á síðustu 3 áruni hafa skuldir bæjarsjóðs t.d. hækkaö.um 100 milljónir króna, bæjarsjóður skuldar fjarhitun 40 milljónir. Þá hefur bæjarsjóður tekiö lán til þess að malbika þjóðvegi fyrir ríkissjóð. Einnig eru vanskil á Iánum svo mikil að Bankastjóri Útvegsbankans hef- ur séð ástæðu til að hirta bæjar- yfirvöld opinberlega. Þetta eru efndir loforða sem gefin voru fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar, - en í Fylki hinn 21. maí 1982 mátti lesa eftirfarandi dóm um vinstri flokkana: Þeir vita ekki hvað er að spara og fara vel með fjár- muni. Þeir skilja bara sóun. Þessu ætla frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins að breyta komist þeir til valda eftir þessar kosn- ingar“. Það sem blasir við nú er að lánadrottnar treysta ekki bæjar- sjóði Vestmannaeyja. Þetta kalia Sjálfstæðismenn irausta fjármálastjórn. Staðreyndin er hinsvegar sú að Sjálfstæðiflokk- urinn hefur einfaldlega brugðist kjósendum sínum. Þú ágæti kjósandi sem lést blekkjas,t í loforðaflóði Sjálf- stæðisflokksins hefur vonandi áttað þig á því að nú er nauðsyn- legt að breyta til. Það er nauð- synlegt að hefja nýja sókn. Guðmunda Steingrímsdóttir Þyngjum sóknina Kosningastarfið er nú í fullum gangi enda farið að styttast í kosningar. Að undanförnu hafa margir litið inn og rætt rnálin. Ungt fólk hefur verið áberandi í kosn- ingastarfinu og virðist það hafa áttað sig á því að kosn- ingaloforð Sjálfstæðisflokks- ins fyrir síðustu kosningar var innantómt orðagjálfur sem ekki hafði neina merk- ingu. Kosningaskrifstofan er opin alla daga og ávallt eru einhverjir af frambjóendum flokksins til staðar. Við hvetj- um þess vegna alla til að líta inn og ræða nrálin. Það er ávallt heitt á könnunni. Það er mikilvægt að allir stuðn- ingsmenn Alþýðubandalags- ins taki virkan þátt í kosning- astarfinu og ræði um stefnum- ál og start' flokksins við vini og kunningja. Við verðum að standa sarnan til að fella nú- verandi meirihluta íhaldsins. S.l. laugardag hófst utan- kjörfundarkosning. A kosn- ingaskrifstofunni er hægt að fá allar upplýsingar og aðstoð vegna utankjörfundarkosn- ingar. Við hvetjum alla stuðningmenn flokksins sem ekki verða heima á kjördag að kjósa sem fyrst. Hverf einasta atkvæði er mikilvægt. Við veitum einnig aðstoð þeim sem kjósa utankjör- fundar hér en eiga lögheimili annars staðar. Við munum sjá um að senda atkvæðaseðla ef þess verður óskað. Stöndum saman um nýja sókn í Vestmannaeyjum og kjósum X-G.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.