Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.07.1934, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 14.07.1934, Blaðsíða 1
✓ Vantraust á stjórn sjómannafélags Reykjavíkur. Hásetar á togurum Kvöldúlfs kröfðust fundar í gærkvöldi í Sjómannafélaginu til að ræða kauptil- boð Kveldúlfs. Samþykkt með nálega öllum atkvæðum að ganga að tilboðinu, þvert ofan í ákvörðun stjórnarinnar. Almennt litið á samþykkt fundarins sem van- traust á sjömannafélagsstjórnina. Undanfarið hefir stjórn Sjómanna- félags Reykjavíkur haldið fram lcaup- kiöfum til handa sjdmönnum á tog- urum. Aðaldeilan var þó um kaup í kolavinnu er togarar eru við land. Krafðist Sjómannafél.stjdrnin Dags- brúnartaxta, sem er 1,36 kr. dagv. 2,00 kr. kvöldvinna til kl. 10 og 2,50 kr. helgidagavinna. Kvöldúlfs- félagið bauð hásetum 1.40 kr. klst. hvort sem unnið væri á nótt eða degi eins og áður hefir verið. Kvöldúlfsfélagið, sem ætlaði að láta togara sína fara til síldveiða, og ráða menn sína við sömu kjör og áður, gat eigi fallizt á kröfurnar, en hásetar togaranna voru ánægðir með kjör sín. Þótti þeim súrt í brotið, að Iáta Sjómannafélagsstjórnina hafa af sér góða sumaratvinnu og kröfðust þess að fundur yrði kallaður saman í fé- iagiriu til að ræða rtiálið. Varð fundur þessi í gærkvöldi og segir svo í símfregn, er blaðinu barst frá Rvík í dag að fundurinn hafi verið allhávaðasamur. En svo fóru leikar, að fundurinn samþykkti með nálega öllum atkvæðum að ganga að tilboðinu. Fara því Kveldúlfstog- ararnir á síldveiðar næstu daga. Síðastliðið sumar höfðu hásetar á Kveldúlfstogumnum frá 1000 til 1400 kr. yfir síldartímann auk fæð- is. Petta kaup þóttusl sjómennirnir ekki standa sig við að láta ábyrgð- arlausa angurgapa Alþýðufiokksins hafa af sér með ósanngjörnum kröf- um, er þeir höíðu aldrei beðið þá að gera. Hrósa hásetar nú happi að hafa rekið af höndum sér afskifti sletti- rekanna, sem því nær höfðu haft af þeim atvinnu er þeir munu á- ætla sér 200,000 króna virði auk fæðis. Alþýðubroddarnir ættu að fara að kannast við það úr þessu, að oft kemur sér illa óbeðin þjónusta. Olíufatnaður Sildarpils Vetlingar í Skipaverzluninni. V átryggingarfélagið „Nye Danske“ brunatryggir — liftryggir. Ábyggileg viðkifti. — Beztu kjör'. Umboðsmaður á Siglufirði Hafliði Helgason Bœjarfréttir. 14 manna lögreglusveit verður starfandi hér í sumar. Komu 10 lögregluþjónar frá Reykja- vik hingað í gær en 4 voru hér fyrir. Hefir bæjarstjórn ráðið Björn Jó- hannsson úr Reykjavík yfirlögreglu- þjón allt árið. Verður eigi annað sagt, en vel sé nú séð fyrir lög- gæzlunni i bænum. Eru flestir borgarar bæjarins þakklátir fyrir þessa ráðstöíun alla. Síldveiðarnar eru afartregar og hafa Ríkisverk- smiðjurnar orðið að hætta tvívegis sakir sildarleysis. Hefir slíkt eigi borið við áður og þykir einsdæmi þegar tillit er tekið til þess, að eigí T i 1 k y n n i n g frá Málarafélagi Siglufjarðar. Hættum hér með að taka verk í ákvæðisvinnu. Tímakaup ákveðið 1,60, Við veggfóðrun 1.30 á rúllu (leggj um til lím) //. Sigfiíssoti. A. Viglundarson, S, Sigurðsson, A. Guðmundssoti, J. Jónsson. A Guðjónsson, V. Jónsson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.