Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Siglfiršingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Siglfiršingur

						'/
Blað Sjálfsíæðismanna í Siglurirði,
IX. árg.
Sigluíirði, laugardaginn 11. apríl 1936
8. tbl.
Avextir socialismans.
Tveggja ára reynsla.
Kosningaloforðið:
Alger útrýrnin^ at-
vinnuleysisins!
og  almenn  vellíðan  verka-
lýðsins.
Efndirnar:
Aldrei  meira  at-
vinnuleysi  en  nú!
og almenn vanlíðan og fyrir-
sjdanleg neyð meðal verkalýðsins !
Framh.
III.
Landbúnaðurinn.
Par hefir ekki miklu betur til-
tekizt en við sjáfarúíveginn. Pað
hefir ekki skort á „skipulags"-til-
burðina, sem þarna, eins og ann-
ars staðar, hafa vitanlega hneigzt
eingöngu að því, að taka ráðin af
einstaklingunum og fleygja þeim í
hendur nefndanna.
Pað vita nú allir vinsældirnar,
sem skipulag afurðasölunnar hefir
rnætt hjá þjóðinni. Socialistiskir
Framsóknarmenn hafa þarna geng-
ið fram fyrir skjöldu hinna eigin-
legu socialista, og barizt þar með
öllu því offorsi, «r valdavíman og
rangfenginn þingmeirihluti hefir
gefið þeim tilefni til, ásamt botn-
lausu hatri til ímyndaðra andstæð-
inga. Petta socialistiska brölt Fram-
sóknarforingjanna átti að tryggja
þeim fyrst og fremst örugga stoð í
sameiginlegri baráttu fyrir völdun-
um. Peir skirrðust eigi við að ganga
þrælslega á meginhagsmuni síns
eigin flokks, til að þóknast sam-
bandsflokknum. Annars voru völd-
in í veði. En þegar afleiðingar
„skipulagsins" fóru að sýna sig í
gjaldþrotui'i og nauðungaruppboð-
um, fóru ýmsir af vitrustu Fram-
sóknarmönnunum að heltast úr
lestinni og ganga yfir í Bænda-
flokkinn. Enda er nú svo komið,
að Frarnsókn mun vera farin að
að sjá afleiðingarnar af því, að láta
socialista hafa si£ til þeina skít-
verka, að eyðileggja afkomumögu-
leika eigin flokkamanna.
Hinir ciginlegu socialistar brosa.
Peir ætla sér á eftir að ræna rústir
Ujndbúnaðarins. Peir eru þegar
byrjaðir á því. Framsókn er enn
ekki sloppin úr gildrunni, sem mál-
efnasamningurinn ginnti hans í.
Peir tapa daglega góðum og vitrum
mönnum, sem skynja bölvun soci-
alismans. Valdabogi Framsóknar er
brostinn. Pað verða aldrei social*
istarnir, seni spengja hann aftur.
IV.
Iðnaðurinn.
Ekki hefir betur tekizt til á sviði
iðnaðarins. Að vísu hafa ýmsir
socialistar og anti-socialistar unnið
að því, að bætt yrði iðnaðarlöggjöf-
in. og í efni er að stofna til ýmis-
konar iðnreksturs. En allt á þetta
að rekast af ríkinu. Einstaklings-
framtakið  er  forsjárlaust   drepið
harðri hendi. Ekki er þó ennþá
gengið svo hreint til verks, að ein-
staklingi sé bannað að stofna til
iðnreksturs. Nei, það er farið öðru
vísi að. Peningamagn lánstofnana
og ríkis, það litla sem enn er ráð
á, er sett í það að stofna ríkisíðju-
ver, er óumflýjanlega hljóta að
eyðileggja einstaklinginn. Parfekki
annað en benda á Landssmiðju-
frumvarpið. sem nd er verið að
keyra gegn um þingið. Pessi Lands-
smiðja á og hlýtur eftir anda frum-
varpsins að drepa alla einstaklings-
járniðju sem nokkra atvinnu veitir
og nokkuð er í spunnið í fyrsta
lagi vegna þess, að Landssmiðjan er
skattfrjáls að öllu leyti, en einstak-
lingssmiðjurnar eru kúgaðar undir
drep um skatta og útsvör. íöðru
lagi er ráð fyrir gert í fruniv. þessu
að öll ríkisfyrirtæki, sem þess þurfa,
séu skyldug án útboða að skifta
við L an dsmi,ðjuna, en mega
engin viðskifti eiga við einkasmiðj-
ur, enda þótt þar væri völ á betri
vinnu og vægari kjörum. Og það
er von. á fleirum álíka „friálslynd*
um" iðnaðarfrumvörpum frá sósíal-
istunum og Framsóknarflokksbrot-
inu, sem fyígir þeim.
Petta er ekki nema lítið byrjun-
arsýnishorn á því, hvers einstak-
lingarnir mega vænta, sem hug
hefðu í því að ryðja braut nýjum
greinum hins unga íslenzka iðnaðar.
V.
Atvinnukúgunin.
Eitt af því allra Ijótasta í ís-
lenzku lýðræðisþjóðskipulagi er það,
að einstökum pólitískum flokki
skuli' líðast sú þjóðarsmán, að geta
aðstöðu sinnar vegna kúgað ör-
bjarga verkalýð til skoðanafylgis
með hótunum um atvinnumissi.
Eitt af verkefnum  löggjafarinnar í
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4