Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.10.1936, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 31.10.1936, Blaðsíða 1
 Blað Sjálfstæðismanna í Siglutirði. IX. árg, Siglufirði, laugardaginn 31. okt. 1936 30. tbl. Fj árhagsástæður bæjarins. Frh. Tekjuöflunarleiðir kaupstaðarins. í Sigifirðingi var fyrirstuttu minnzt á bráðabirgðaráðstöfun, er meirihluti bæjarstjórnar gerði í haust til þess að bjarga bænum frá greiðsluþroti fram yfir áramótin. Far var einrig bent á meðferð tekjuöflunarmálanna á Alþingi, og kjósendur minntir á svik sjórnar- liðsins í því máli. Sérstaklega væri þess brýn þörf að sýna betur en gert hefir verið, hvernig hinir tveir „regluiegu" þingmenn Siglufjarðar brugðust þar herfilega skyldu sinni gagnvart siglfirzkum kjósendum. Uppbótaþingmaður kjördæmisins barðist aftur á móti drengilega fyrir málinu og flestir atkvæðamestu þingmenn Sjálfstæðisflokksins beittu sér fyrir því, að það næði fram að ganga, og allir greiddu þeir því at- kvæði, að einum undanskildurn. Siglfirðingar hafa alltaf verið að búast við því, að háttvirtir þing- menn heimsæktu hina kæru kjós- endur sína hér í Siglufirði, og stæðu þeim reikningsskap ráðsmennsku sinnar í aðalviðreisnarmáli bæjar- ins, svo kjósendum gaefist færi á að þakka þeim fyrir trulega haldin kosningaloforð og alla baráttuna fyrir heitasta áhugamáli þessarra manna, er lyftu þcim upp í þing- sætin. En það er eins og þingmennirn- ir hafi ekki kært sig um að gera hér nein reikningskil. Peir hafa ekki ennþá hitt opinberlega að máli kjósendur Siglufjarðar né rætt með þeim þau mál, sem þeim var gefið umboð til að flytja á löggjafarþing- inu, og sem þeir vissu að fjárhag- ur bæjarins stóð og féll með. Ein- ungis sá fulltrúi Siglfirðinga, er Sjálfstæðisfiokknum fylgir að mál- um, reyndist málstað þeirra trúr. Hinir tveir sviku á lúalegasta hátt, þegar mest á reyndi. Pað er undarlegt langlundargeð, sem siglfirzkum kjósendum er gefið, að hafa ár eftir ár liðið þingmönn- um sínum það, að hundsa sig og málefni sín í bókstaflegasta skiln ingi. Peim hefir liðizt það, ár eftir ár, að svíkja umbjóðendur sína af flokkslegum þrælsótta, þrátt fyir það, að þeirra trúustu fylgismenn hér hafi sett þeim rækilega fyrir sjónir nauðsyn þess, að Siglufjörð- ur fengi að afla sér tekna með að- stoð löggjafans. Og hefðu ekki þessir háttvirtu þingmenn brugðizt þar, eins og oftar, trausti kjósenda sinna, hefði Siglufirði verið borgið að því leyti, sem umbeðin réttar- bót gat að gert. En ennþá er tími fyrir háttvirta þingmenn að bæta fyrir þessi svik við kjósendurna. Peir geta það með því að finna siglfinka kjósendur að máli, hlýða á kvartanir þeirra og kröfur og kynnast högum þeirra og sjá með eigin augum, hvar skór- inn kreppir. Akureyrarbær hefir nú til með- ferðar og nndirbúnings samskonar tekjuöflunarundirbúning og Siglu- fjörður hefir haft. Hefir þingmað- ur þeirra Guðbr. ísberg, sýslumað- ur, rætt mál þessi við borgarana og bæjarstjórnina og lagt á góð ráð til undirbúnings undir flutning á Alþingi. Væri nú til of mikils mælzt þó bæjarstjórnin hérna og borgararnir krefðust þess af þingmönnum sín- um að þeir kæmu hingað til skrafs og ráðagerða um þessi fjáraflamál bæjarins ? Er ekki sjálfsagt fyrir Siglfirzka kjósendur og borgara að kveðja þessa herra til fundar við sig, ræða við þá þessi mál. og mælast til þess að þeir stæðu betur á verði og^rðu trúrri málstað kjós- enda sinna á komandi þingi en næstliðnu. Siglfirðingur þykist mega lofa því, að eigi skuli standa á þing- manni Sjálfstæðisflokksins, Garðari Porsteinssyni, til þessara ráðagerða. Pessar fjáraflatilraunir bæjarins er alltof alvöruþrungið tnál til þess að ekki sé reynt að vinna að því eftir megni. Og Siglfirðingur er þess fullviss, að einmitt með því að fá fulltingi allra þingmannanna þriggja til þess að tryggja framgang málsins á þingi, sé stígið stærsta sporið málinu til Jramdráttar, og í rauninni eina sporið sem að nokkru haldi getur komið. Séu þingmenn hinsvegar alráðnir í því enn einu sinni að bregðast kjósend- um sínum, þá er ekki ólíklegt að þeir fái algjörlega frí frá þingstörf- um næsta kjörtímabil. Tíð hefir verið mjSg óstillt og rysjótt undanfarið. Ekki hefir gefið til róðra svo teljandi sé og hefir þessvegna verið allmikill skortur á nýjum fiski í bænum. En dágóður afli hefir feng- izt í grunnmiðum þegar bátar hafa komizt á veiðar, \ V

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.