Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.12.1936, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 24.12.1936, Blaðsíða 1
\*r • Blað Sjálfstæðismanna í Sigluíirði. IX. árg. Siglufirði, fimmtudaginn 24. des. 1936 36. tbl. LJÓS í SKAMMDEGI. „f myrkrinu ijómar lífsina sól þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól“. Jóannig voru jólahugsanir skáldsins og þann- ig eru þær hjá os* flestum, þegar jólin nálgast, í náttúrunni ríkja hinar miklu andstæður, milli ljóss og myrkurs. Þegar líður að jólum hefir skammdegið náð hámaiki sinu og vér berumst smám saman meir og meir í áttina til ljóssins og birt- unnar. Jólin eru tákn þessara umskifta. En þau \ekja líka hjá oss helgar minningar, sem benda oss frá myrkri til ljóss í andlegum eín* um, og minna oss á sýnir Ijóssins og Hfsins. Pau benda til löngu liðinna atburða, þegar Jesús Kristur fæddist í þennan heim, til þess að verða ljós heimsins og flytja birtu og gleði í skammdegi og dapurleik mannlífsins. Fyrir þessar minningar hafa jólin orðið oss heilög ljóssins og gleðinnar hátið. Fyrir líf og starf Jesú Krists hefir heimur- inn orðið auðugri að andlegum verðmætum, og líf mannanna orðið bjartara og betra. Jj^ heilögum jólum, þá rifjum vér upp fyrir oss minningarnar úr lífi hans, sem vér viljum vegsama með allri jóladýrðinni. Vér nemum staðar i anda við jötuna, þar sem hann var lagður, vafinn reifum, vér horfum í hin hreinu augu fátæka aveinsins, sem síðar átti eftir að valda aldahvörfum í sögu mann- kynsins. Vér fylgjum honum, er hann vex og þroskast. Vér sjáum hann 12 ára i musterinu í Jerúsalem, er hann gerði lærimeistarana for- viða með frábærum skilningi og andsvörum. Vér horfum á hann í blóma lífsins, þar sem hann er að kenna, í samkunduhúsunum, á fjallinu, á heimilum vina sinna, af skipi og við þjóðveginn. Orð hans voruj hrífandi og heillandi og menn undruðust vísdóm hans og apeki. Og vér sjáum hann lækna og rétta þeim vinarhönd, sem höfðu örvænt um líf sitt. J íf hans var dásamlegt. Kærleikur hans var fullkominn. í persónu hans sjáum vér hin fegurstu einkenni karlmennsku og þolgæð- is, viðkvæmni og blíðu. Vér sjáum ást hans til lífsins, tilfinningar hans fyrir fegurð og og næmleik hans í gleði og sorg. Hið. fullkomna líf hans hefir frá öndverðu haft mikil áhrif á gjörvallt mannlífið. Á sviði listanna hefir áhrifa hans gætt, og hinir göfugustu menn og konur, sem lifað hafa, hafa reynt að líkja eftir honum. Og enginn hefir veitt einstaklingunum í kyrþey meiri huggun og styrk, frið og gleði, en Jesús Kristur. Pegar vér hugsum um æfi hans frá jötunni í Betlehem til krossins á Golgata, þá skilst oss fagnaðarefni jólanna, og þá mun oss skilj- ast, hversvegna komu hans f heiminn má líkja við ljós í skammdegi. Jesúa Kristur er uppspretta kærleikans. Hann rekur burt myrkrið úr sálum mannanna og flytur þeim frið og gleði. Jólin eru kær- leikshátíð, er bendirosstil þess takmarks, sem oss er ætlað að ná. „Pér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól“. Látum þessa lofgjörð verða fagn- aðarkveðju vora nú á þessum jólum. Látum skammdegið víkja fyrir birtu ljóss og gleði. Gefum kærleikanum rúm í hjörtum vorum og látum hann Iýsa oss á vegum framtíðarinnar. Guð gefi að jólin megi verða oss öllum nær og fjær, Ijóssins, gleðinnar og friðarins hátið. — Gleðileg jól. — OsKAR J. PoRLÁKSSON,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.