Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2011
íþróttir
Fimleikar Mikil gróska í fimleikum víða um land eftir tilkomu fimleikahúsanna. Alls sendu níu
félög 47 lið til þátttöku í bikarmóti Fimleikasambandsins á dögunum 4 
Íþróttir
mbl.is
Tveir þekktustu knattspyrnumenn
Kýpurbúa eru í vandræðum vegna
meiðsla þessa dagana og óvíst
hvort þeir ná að spila gegn Íslandi
þegar liðin mætast í undankeppni
EM í Níkósíu á laugardagskvöldið.
Þetta eru reyndir sóknarmenn,
Ioannis Okkas og Michalis Konst-
antinou, 33 og 34 ára gamlir og
eiga báðir að baki farsælan feril í
Grikklandi. Samkvæmt kýpversk-
um fjölmiðlum skýrist síðar í vik-
unni hvort þeir verða leikfærir.
Konstantinou er markahæstur í
kýpversku A-deildinni 17 mörk í 23
leikjum fyrir Omonia. Hann sneri
aftur heim fyrir tveimur árum eftir
að hafa skorað yfir 100 mörk í A-
deildinni grísku fyrir Pan-
athinaikos, Olympiacos og Iraklis.
Þá er Konstantinou markahæsti
landsliðsmaður Kýpur frá upphafi
með 33 mörk í 81 landsleik.
Okkas, sem er fyrirliði Kýpur-
búa, lék í sjö ár í Grikklandi með
PAOK, AEK og Olympiacos, og eitt
ár með Celta Vigo á Spáni áður en
hann sneri aftur heim. Hann spilar
nú með Anorthosis, einu af bestu
liðum Kýpur. Okkas lék sinn 100.
landsleik í október, þegar Kýpur-
búar töpuðu 1:2 fyrir Norðmönnum
í undankeppni EM og er leikjahæst-
ur frá upphafi með 102 landsleiki.
Hann skoraði markið gegn Noregi
og er annar markahæstur í lands-
liðinu frá upphafi með 26 mörk.
Þrír leikmenn Kýpur eru þegar
úr leik. Tveir vegna meiðsla; varn-
armaðurinn Paraskevas Christou,
sem á 30 landsleiki að baki, og
miðjumaðurinn Christos Marangos,
sem hefur spilað 18 landsleiki. Þá
er miðjumaðurinn Marinos Satsias í
banni vegna tveggja gulra spjalda
en hann á 63 landsleiki að baki.
Kýpverskir fjölmiðlar fjalla tals-
vert um fjarveru Grétars Rafns
Steinssonar, leikmanns Bolton, sem
spilar ekki með íslenska liðinu, og
telja það veikja lið hinna norrænu
gesta umtalsvert. vs@mbl.is
Tvísýnt með
reyndustu
menn Kýpur
Valur, undir
stjórn Yngva
Gunnlaugssonar,
endurheimti í
gærkvöld sæti
sitt í úrvalsdeild
kvenna í körfu-
knattleik. Valur
hafði betur gegn
Stjörnunni,
97:55, í öðrum
úrslitaleik lið-
anna í 1. deildinni í Vodafone-
höllinni. Krystal Ellis skoraði 38
stig fyrir Valskonur og tók 16 frá-
köst og María Björnsdóttir skoraði
17 stig. Hjá Stjörnunni var Bára
Fanney Hálfdánardóttir atkvæða-
mest með 14 stig. gummih@mbl.is
Valur upp í
úrvalsdeildina
Yngvi 
Gunnlaugsson
Morgunblaðið/Ómar
Stormsveipurinn Melissa Jeltema kom eins og stormsveipur inn í lið Íslandsmeistara KR og skoraði 25 stig gegn bikarmeisturum Keflavíkur. »2 
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
?Ég er ánægður yfir að danska liðið,
eða eigandi þess, skuli hafa lýst yfir
áhuga á að fá mig til liðsins en að
öðru leyti er ekkert um málið að
segja,? sagði Róbert Gunnarsson,
landsliðsmaður í handknattleik og
leikmaður þýska fyrstudeildarliðs-
ins Rhein-Neckar Löwen, við Morg-
unblaðið í gær um fregnir danskra
fjölmiðla í gærmorgun þess efnis að
hann og Guðjón Valur Sigurðsson
flytji sig um set og gangi til liðs við
danska stórliðið AG Köbenhavn á
komandi sumri. Jepser Nielsen, eig-
andi AG og meirihlutaeigandi í
þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen,
sagði í samtali við Ekstrabladet í
gær að frágengið væri að Guðjón
Valur og Róbert auk Ólafs Stef-
ánssonar lékju með AG á næsta
keppnistímabili.
?AG er eitt þeirra liða sem ég hef
verið í sambandi við upp á síðkastið
en ég hef ekki skrifað undir samning
við félagið og það er ekkert í hendi
ennþá enda að mörgu að hyggja,?
sagði Guðjón Valur Sigurðsson í
samtali við Morgunblaðið í gær. 
?Ég er með samning við Löwen
fram á mitt næsta ár og vegna
tengsla á milli Löwen og AG er
möguleiki á að ég geti fengið mig
fluttan á milli félaganna ef sú staða
kemur upp. Nilsen hefur spurt mig
hvort ég hafi áhuga á að koma og ég
get vel hugsað mér það en það hang-
ir fleira á spýtunni, meðal annars
fjölskylda mín, auk þess sem ég,
með mína sjúkrasögu, hef ekki farið
í gengum læknisskoðun hjá félag-
inu,? sagði Guðjón Valur ennfremur.
Það hefur legið fyrir síðan í haust
að Ólafur Stefánsson gangi til liðs
við AG við lok þessarar leiktíðar eft-
ir tveggja ára veru hjá Löwen í
Þýskalandi. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins mun samkomulag
vera í höfn á milli Nilsens og Ólafs. Í
fyrrgreindu samtali við Ekstra-
bladet sagði að koma Ólafs til AG í
sumar væri líkast því að brasilíski
knattspyrnumaðurinn Kaká gerðist
leikmaður knattspyrnuliðsins FCK.
Auk Ólafs, Guðjóns Vals og Ró-
bert hyggst Nielsen einnig klófesta
Pólverjana Krzysztof Lijewski og
Karol Bielecki fyrir AG-liðið sem
hann ætlar að koma í undanúrslit
meistaradeildar á næsta ári.
Gangi áætlanir Nielsens eftir gæti
farið svo að fimm, jafnvel sex, ís-
lenskir landsliðsmenn yrðu á mála
hjá AG á næstu leiktíð því þar eru
fyrir Arnór Atlason og Snorri
Steinn Guðjónsson. Þá skrifaði
FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson
undir samning við AG á síðasta ári
en hefur verið í láni hjá FH-liðinu í
vetur. 
Ánægður með áhuga AG
L50098 Guðjón Valur hefur rætt við eiganda AG sem hefur rætt við fleiri L50098 Ekki verið
skrifað undir samning L50098 Verða sex Íslendingar í herbúðum AG á næstu leiktíð?
Guðjón Valur 
Sigurðsson
Róbert 
Gunnarsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4