Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 2
Á VELLINUM Skúli Sigurðsson sport@mbl.is Þrátt fyrir engin ummerki um inn- brot þá var stórþjófnaður framinn í Toyota-höll þeirra Keflvíkinga þegar heimamenn sigruðu ÍR 95:90 eftir framlengdan oddaleik milli þessara liða. ÍR-liðið, sem spilaði hreint út sagt eins og þeir sem með valdið fóru í 38 mínútur, virtust kasta frá sér sigrinum á ögurstundu. Það verður aldrei of oft sagt að vítaskotin geta verið þau mikilvæg- ustu í leiknum. Það kom svo sann- arlega á daginn í gær þegar ÍR-ingar fóru á línuna, en á síðustu tveimur mínútum venjulegs leiktíma fóru fjög- ur rándýr víti forgörðum hjá þeim. Keflvíkingar voru líkt og hákarlar sem skynja blóðið í vatnsmassanum og við hvert feilspor hjá ÍR virtust þeir eflast og að lokum með smá heppni og elju þá náði Thomas Sand- ers líkast til sínu mikilvægasta frá- kasti á ferlinum og jafnaði leikinn. Sjálfstrausti Keflvíkinga óx ásmegin og þeir skoruðu fyrstu 8 stig fram- lengingarinnar. Margir hafa eflaust haldið að þarna hefði feita konan ver- ið byrjuð að hita upp rödd sína en ÍR sýndu að þeir geta líka komið til baka og með smá heppni hefðu þeir líkast til getað náð annarri framlengingu en í þetta skiptið datt það ekki fyrir þá. ÍR-liðið getur vel við unað þó svo að það sé lítil huggun en þeir komu til Keflavíkur og fyrir löngu dæmdir úr leik en sýndu svo spámönnum að þeir áttu svo sannarlega heima í undan- úrslitum. Keflvíkingar hætta hins- vegar aldrei og þeir eru komnir áfram og munu etja kappi við hinn Reykjavíkurrisann, KR. Hugsanlega vanari en þeir að spila við svona aðstæður „Við bara sóttum þetta síðustu þrjár mínútur leiksins vil ég meina og þeir brotna. Við hugsanlega vanari en Barátta ÍR-ingurinn Kelly Biedler sækir að körfu Keflvíkinga í leiknum í gærkvöld. Þjófnaður e  ÍR-ingar köstuðu frá sér sigrinum og Kefl 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 Deildabikar karla, Lengjubikar A-DEILD, 3. riðill: FH – ÍR...................................................... 2:0 Viktor Örn Guðmundsson, Matthías Vil- hjálmsson. Staðan: FH 6 6 0 0 11:2 18 ÍR 6 3 1 2 12:10 10 Grindavík 5 3 0 2 10:7 9 Fylkir 4 2 1 1 4:4 7 BÍ/Bolungarvík 4 2 0 2 6:4 6 Stjarnan 5 1 0 4 8:11 3 Haukar 4 1 0 3 3:6 3 Þróttur R. 4 0 0 4 1:11 0 Deildabikar kv, Lengjubikar C-DEILD, 1. riðill: Keflavík – Álftanes................................... 4:1 Belgía Charleroi – Cercle Brugge ...................... 0:3  Arnar Þór Viðarsson lék ekki með Cercle Brugge vegna meiðsla. KNATTSPYRNA Á VELLINUM Símon Hjaltalín sport@mbl.is Oddaleik þurfti til að skera úr um hvort Snæfell eða Haukar færu í undanúrslit eftir að Hauk- ar höfðu jafnað einvígið 1:1. Snæ- fellingar áttu heimavallarréttinn í Stykkishólmi sem þeir nýttu vel, sigruðu 87:73 og eru komnir áfram í undanúrslit þar sem þeir mæta Stjörnunni. Eftir jafnan og mjög skemmtilegan leik í fyrri hálfleik tóku Snæfellingar af skarið í þriðja leikhluta og höfðu forystuna í sínum höndum til loka en staðan í hálfleik var 46:42 fyrir Snæfell. Ryan Amoroso skoraði 27 stig fyrir Snæfell og tók 15 fráköst en í liði Hauka var Gerald Robinson stigahæstur með 22 stig og 14 fráköst. Munur var á leik Snæ- fells í þessum leik og voru þeir að berjast á móti annars spræku liði Hauka sem höfðu komið aftan að Snæfelli í viðureign liðanna sem flestir spáðu Snæfelli 2:0 en geta þó borið höfuðið hátt. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, var að vonum kátur með sitt lið og hafði greinilega farið vel yfir stöðuna fyrir leikinn. „Það var heilmikil hugarfars- breyting hjá mínum mönnum og tiltekt. Það var bara tekið til á heimilinu og afraksturinn var þessi leikur áfram í undan- úrslitin. Haukar mega vera stolt- ir af því hvernig þeir koma inn í þessa seríu og spila hana eins og þeir spiluðu best í vetur. Við höf- um mætt þeim tvisvar og fengið ranghugmyndir um hvers konar lið þeir eru,“ sagði Ingi Þór. „Þetta var bara þolinmæð- isvinna út í eitt hjá okkur og jafn leikur í fyrri hálfleik en við erum loksins mættir í úrslitakeppnina og byrjaðir að berjast af fullum krafti. Við vissum að þetta væri aldrei öruggt en við ætluðum að gera þetta saman sem lið. Við vissum að við þyrftum að slíta þá frá okkur á einhverjum punkti í leiknum sem við vorum hand- vissir um að við myndum gera en bara hversu langan tíma það tæki var það sem þolinmæðisvinnan snerist um. Við ætluðum okkur að klára þetta eins og enginn væri morgundagurinn, svöruðum þessu vel í þriðja hluta og héld- um forystunni út leikinn,“ sagði Ingi Þór. Örn Sigurðarson, leikmaður Hauka, bar sig vel eftir þetta ein- vígi og benti á reynsluna í Snæ- fellsliðinu sem gaf muninn á milli liðanna þótt naumt hafi verið. „Snæfell er bara reynt lið og með erfiðan heimavöll að sækja en við reyndum eins og við gát- um. Mér fannst við ekkert sér- stakir sóknarlega í seinni hálf- leik, flýttum okkur of mikið og nýttum ekki tímann. Við erum svo sem alveg sáttir við að hafa strítt deildarmeisturunum og sigrað þá í einum leik í einvíginu en auðvitað vildum við vinna. Við erum að smella saman sem lið þótt þetta sé svolítið seint að okkar mati en við hefðum viljað byrja að spila betur saman fyrr á tímabilinu og spurning hvernig þá hefði farið,“ sagði Örn. „Tekið til á heimilinu“  Íslandsmeistararnir náðu að leggja nýliðana í oddaleik og mæta Stjörnunni Á VELLINUM Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Í fyrradag tryggði Valur sér sæti í Úrvalsdeild kvenna og í gær fylgdu Valspiltar í kjöl- farið með því að leggja Þórs- ara á Akureyri í hreinum úr- slitaleik. Leikurinn var jafn fram að hálfleik en snemma í þriðja leikhluta stungu Vals- menn af og Þór átti fá svör við góðum leik Hlíðarenda- liðsins. Endaði leikurinn, 74:97. Yngvi Gunnlaugsson þjálfar bæði liðin hjá Val og hefur því haft í nógu að snúast síð- ustu daga. „Þetta er mjög sætt. Loks- ins erum við komnir í efstu deild eftir sjö eða átta ár. Við erum búnir að vera í úrslita- keppninni nánast öll árin og hún var þrálátur þröskuldur og því gaman að komast loks yfir. Ég er búinn að vera með liðið í tvö ár núna og þegar ég tók við þá voru bara tveir leikmenn eftir frá árinu áður. Það eru samt margir hér með stórt Valshjarta. Svo fengum við smá liðsauka úr Vest- urbænum, Borgarnesi og Ísa- firði,“ sagði Yngvi við Morg- unblaðið eftir leikinn. Þetta eru bara strákar sem voru klárir í slaginn og tilbúnir í alvöru áskorun. Við hjá Val vorum búin að setja það markmið að öll liðin okkar yrðu í efstu deild á 100 ára afmælinu og nú er það komið. Það var náttúrlega mikil pressa á mér að uppfylla þessi markmið en ég hef feng- ið frábæran stuðning frá að- alstjórn Vals og sérstaklega frá framkvæmdastjóranum. Ég vil bara þakka öllum sem komu að þessu í ár. Nú verð- um við að festa okkur í sessi í Úrvalsdeildinni,“ sagði Yngvi kampakátur í leikslok. Valur í úrvalsdeildina  Valsmenn höfðu betur gegn Þór í hreinum úrslitaleik Komnir upp Va Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Skot Hart barist undir körfu Vals- manna í Höllinni í gær. Þýskaland A-DEILD KARLA: Göppingen - Wetzlar ........................ 35:23  Kári Kristján Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar. Lemgo - Hannover-Burgdorf .......... 31:37  Vignir Svavarsson skoraði 6 mörk fyrir Burgdorf, Hannes Jón Jónsson 3, Sigur- bergur Sveinsson 1 en Ásgeir Örn Hall- grímsson náði ekki að skora. Gummersbach - Rheinland............... 34:26 Staðan: Hamburg 25 23 1 1 811:647 47 Kiel 25 21 1 3 820:616 43 Göppingen 27 18 3 6 753:702 39 RN Löwen 25 18 3 4 797:713 39 Füchse Berlin 26 18 3 5 728:677 39 Flensburg 26 17 1 8 806:716 35 Magdeburg 25 14 2 9 752:706 30 Gummersbach 26 14 2 10 776:742 30 Lemgo 25 11 5 9 713:686 27 Grosswallst. 26 11 2 13 683:712 24 Wetzlar 26 9 2 15 663:748 20 Balingen 25 6 4 15 671:756 16 N-Lübbecke 24 6 3 15 664:705 15 Melsungen 26 6 3 17 680:766 15 Ahlen-Hamm 26 4 3 19 697:788 11 Burgdorf 26 5 1 20 685:797 11 Friesenheim 25 4 3 18 693:784 11 Rheinland 26 4 0 22 641:772 8 A-DEILD KVENNA: Frankfurt/Oder - Vfl Oldenburg.....36:30  Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði eitt mark fyrir Oldenburg sem er í 5. sæti. Danmörk A-DEILD KARLA: Mors-Try - Århus ............................. 28:36  Jón Þorbjörn Jóhannsson var ekki á meðal markaskorara hjá Mors-Thy. KIF Kolding - Lemvig...................... 27:27  Elvar Friðriksson er meiddur og lék ekki með Lemvig. AaB - Fredericia............................... 31:26  Ingimundur Ingimundarson skoraði 2 af mörkum AaB. Noregur A-DEILD KARLA: Stord - Elverum................................ 28:38  Sigurður Ari Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Elverum. A-DEILD KVENNA: Fredrikstad Bkl. - Larvik................ 17:46  Berglind Íris Hansdóttir er markvörð- ur Fredrikstad. Hún varði 5 skot í leikn- um. Byåsen - Storhamar .............................. 24  Nína Björk Arnfinnsdóttir náði ekki að skora fyrir Storhamar. Tertnes - Levanger .......................... 28:25  Rakel Dögg Bragadóttir lék ekki með Levanger sem Ágúst Jóhannsson þjálfar. Frakkland A-DEILD KARLA: Ivry - Dunkerque.............................. 24:34  Ragnar Óskarsson skoraði 2 af mörkum Dunkerque. HANDBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Höllin Ak.: Akureyri – Haukar .................19 Framhús: Fram – Selfoss .....................19.30 Kaplakriki: FH – Valur.........................19.30 Varmá: Afturelding – HK.....................19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit kvenna, þriðji leikur: Hveragerði: Hamar – Njarðvík ...........19.15 KNATTSPYRNA Deildabikarinn, Lengjubikar karla: Víkingsvöllur: ÍBV – Víkingur .............17.30 Egilshöll: Valur – Fjölnir......................19.10 Egilshöll: Leiknir R. – HK ........................21 Í KVÖLD! Stykkishólmur, Iceland Express-deild karla, 23. mars 2011. Gangur leiksins: 0:5, 7:7, 11:12, 15:16, 20:22, 30:29, 36:35, 46:42, 48:43, 59:45, 64:52, 69:56, 73:62, 78:64, 82:69, 87:73, Snæfell: Ryan Amaroso 27/15 frá- köst, Sean Burton 14/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13/6 stoðsend- ingar, Zeljko Bojovic 9/8 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 4, Atli Rafn Hreinsson 1. Fráköst: 24 í vörn, 15 í sókn Haukar: Gerald Robinson 22/14 frá- köst, Semaj Inge 18/8 fráköst, Örn Sigurðarson 16/6 fráköst, Haukur Óskarsson 8, Sævar Ingi Haraldsson 6, Óskar Ingi Magnússon 2, Emil Barja 1. Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.  Snæfell vann einvígi liðanna, 2:1. Snæfell - Haukar 87:73

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.