Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.12.1938, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 01.12.1938, Blaðsíða 1
1. des. 1918. r 1. des. 1958. Fullveldi Islands 20 ára. I. Forsaga. Þenna dag fyrir tveim áratugum gekk í gildi Sambandslagasáttmál- inn milli Dana og íslendinga. Þar er ísland viðurkennt frjálst og fullvalda ríki með eigin farfána, fullráðandi um öll sin mál, en þó í sambandi við Danmörku um sameiginlegan konung og utan- ríkismál. Þessi sáttmáli gildir til 1942 og fer þá fram fullur skiln- aður ef bæði ríkin samþykkja. Lengi höfðu beztu íslendingar barizt fyrir því, að þjóðin fengi fullt fjárhagslegt og stjórnmálalegt frelsi, Um margar aldir hafði þekkingarleysi Dana á högum ís- lendinga og landi þeirra, samfara hefðborinni einræðiskúgun valdhaf- anna, haldið þjóðinni í ánauð, er lamaði andlega framför og verk- lega menningu. Hafði þetta, sam- fara hallærum, sóttum og úrræða- leysi, oft gengið svo nærri þjóð- inni, að mjótt var á munum, að hún léti bugast með öllu. Fyrstu stóru skrefin í sjálfstæð- isbaráttunni voru endurreisn Alþing- is 1845 og stjórnarskráin 1874. Var hún kærkomin bráðabyrgðarúrlausn þeirrar stjórnmáladeilu, er þá hafði staðið þvínær slitalaust í aldar- fjórðung, með sjálfan Jón Sigurðs- son í fylkingarbrjósti. — Ennþá var þó yfirstjórn allra íslenzkra sér- mála suður í Kaupmannahöfn, og ráðgjafi konungs í þeim málum danskur, og skilníngslítill á þarfir og lífsbaráttu íslendinga, og auk þess ábyrgðarlaus gagnvart Alþingi. Voru á næstu árum tíðar synj- anir um staðfestingu nauðsynleg- ustu laga frá Alþingi. Og loks, er konungur hafði synjað 23var sinn- um um lagastaðfestingu, var af íslendinga hálfu endurskoðuö stjórn- arskráin, og frumvarp nýrrar stjórn- arskrásamið, er færði þjóðinni meiri réttarbót, og lagt til orustu á ný. Var þar fyrstur til forystu Benedikt Sueinsson, gamall samherji Jóns Sigurðssonar; var þarna enn sem fyrr stefnt að sama marki: Alinn- lendri stjórn, búsettri í landinu, með fullri ábyrgð fyrir Alþingi. Loks kom svo, að 3. okt. 1903 voru staðfest lög um islenzka heimastjórn, og snemma árs 1904 var Hannes Hafstein, fyrstur ís- lenzkra manna skipaður ráðherra, en íslenzka ráðuneytið í Kaup- mannahöfn lagt niður. Ennþá var þó langt til lands fullkomins sjálfstæðis. Ennþá er barizt af beztu íslendingum fyrir bættum kostum og auknu frelsi. Var enn breytt stjórnarskránni til bóta, og hún staðfest af konungi 19. júraí 191E. Var þarna rýmkað um kosningaréttinn stórkostlega og konum veitt kjörgengi ocj kosn- ingaréttur, og auk þess ákveðinn sérstakur fáni handa íslandi, þótt eigi væri hann heimill utan land- helginnar. Loks var síðasta skrefið stígið í áfangann 1. des. 1918, og erþess nú minnzt hátíðlega um land allt og víðar um íslendingabyggðir vestans hafs og austan. II. »Hvað er þá orðið okkar starf . . .« Það er auðskilið, að þjóð, sem barizt hefir jafnharðri baráttu og langvinnri og íslendingar fyrir frelsi sínu og sjálfstæði, hlýtur að vænta sér mikils af fengnum sigri. Og margur mun hafa vænzt mun meiri og skjótari kjarabóta en raun hefir á orðið. Það bjuggust víst flestir við því, er lausn var fengin á höfuðviðfangs- og deilu- efni margra alda, að þá mundi linna flokkadráttum, er stöfuðu af mismunandi viðhorfum og sjónar- miðum fólksins og forystumann- anna til bardagaaðferðanna. Enda bjuggust margir við þvi, að næg yrðu verkefnin, og þótti ólíklegt, að allir yrði ekki sammála um að starfa að alhliða viðreisn þjóðar- innar í bróðerni. Það hefði líka ekki verið óeðlilegt, þar sem ný- afstaðin heimsstyrjöldin hafði lagt næg og aðkallandi verkefni upp í hendur landsmanna og þeir allvel efnum búnir eftir óvæntan stríðs- gróða. Að minnsta kosti var þá meira fjármagn til í landinu en bæði fyr og síðar. Allt fór þetta þó á annan veg. Aldrei hafa uppi verið með landsmönnum á þessari

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.