Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.10.1941, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 01.10.1941, Blaðsíða 1
Blað Sjálfstæðismanna í Siglulirði. S i g I f i rði n gu r fæst eftirleiðis í lausasölu í Aðalbúðinni og Verlzunarfélaginu 14. árgangur I Siglufirði, miðvikudaginn 1. október 1941 I 17. tölublað a Verður aukaþing kvatt saman ? I Hörmulegt sjóslys | Mötorbáturinn Páími Si. 66 5—6 smálestir, ferst með allri áhöfn. Lík eins af skipshöfninni fundið á reki útaf Siglufirði. Hin öll ófundin, þrátt fyrir vandlega leit margra skipa. 5 menn voru á bátnum, allir frá Siglufirði. Um 5—6 leytið síðasliðið sunnu- dagskvöld Iagði mótórbáturinn Pálmi af stað í handfæraróður og jafnframt var tilætlunin að veiða kolkrabba til beitu yfir nóttina. Veður var gott, hæg suðvestanátt og því nær kvikulaust. Ekki mun hafa verið búizt við að báturinn kæmi að fyr en síðari hluta mánu- dags, eða að minnsta kosti þótti ástæðulaust að óttast um bátinn, þóít hann væri eigi kominn að, er dimma tók á mánudagskvöld. Reyndar hafði hvesst talsvert mik- ið síðari hluta mánudagsnætur og hélzt allsnarpar suðvestanvindur fram .eftir mánudeginum, en sjó- laust að kalla. Þótti eigi ástæða að óttast um bátinn veðurs vegna og það því síður, sem báturinn var nýviðgerður, og vandað til viðgerðarinnar. Var báturinn talinn traustur. En vélin var gömul og hafði bilað áður fyrr, þannig að sveifarás hennar hafði brotnað, en rafsuðuviðgerð hafði farið fram á brotinu og þótti tryggt til ending- ar. Kl. um 8 á mánudagskvöldið kom m. b. Villi úr róðri og fann hann þá lík eins af skipshöfn Pálma um rúma sjómílu útaf mynni Siglufjarðar vestanverðu. Var þetta lík Jóhanns Viggóssonar, er var einn hásetinn á Pálma. Þótti nú sýnt, að slys hafði orðið og lík- legt talið, að báturinn hefði farizt meðallri áhöfn. Lík Jóhanns var í olíustakk og var björgunarbelti vandlega bundið utan yfir stakk- inn og vel um búið, svo líklegt má telja að einhver bátsverja hafi hjálpað til að binda beltið. Björg- unarbeltin munu hafa verið geymd niður í hásetaklefanum frammi í og þar í einhverju rúmstæðanna. Sézt á þessu, að einhver tími hefir veitzt til lítilfjörlegra öryggis- ráðstafana. Er Villi kom var orðið diihmt af nóttu, og leit því tilgangs- laus unz birti. Strax er birti á þriðjudagsmorgunfóru margir bát- ar, smáir og stórir, i leit og leit- uðu bæði lengra og skemmra en árangurslaust. Þessir menn voru á bátnum: Júlíus Einarsson, formaður Lindargötu 32 D, fæddur 15. maí 1901. Lætur hann eftir sig konu og 6 börn. Kristján Hallgrímsson, Brekku- götu 7, fæddur 14. marz 1892. Hann lætur hann eftir sig konu og 4 börn. Snorri Sigurðsson Björgölfs, Túngötu 10 fæddur 16. september 1916, kvæntur, barnlaus. Jóhann Viggósson, Lindar- götu 24, fæddur 22. febrúar 1923, ó- kvæntur. 3úlíus Sigurðsson, Norðurgötu 8 fæddur 5. júlí 1882. Hann lætur eftir sig konu og 3 börn. Eigi verður vitað, og sennilega aldrei upplýst, hverjar voru or- sakir slyssins, en glöggir menn þykjast mega telja líklegt, að annaðhvort hafi sveifarás vélarinnar brotnað og sveifarstöngin brotið botn bátsins, ellegar að báturinn hafi á fullri ferð lent á einhverju rekaldi er mórt hafi í kafi og eigi sézt svo forðazt yrði. En eins og fyr segir, mun það seint verða Nú hafa ýms vandræði þjappað svo að þjóðstjórninni, að hún hefir kvatt á sinn fund þingmenn stuðn- ingsflokka sinna til að ræða við þá ástandið og dýrtíðaröngþveitið. Er búizt við, er þessum viðræðum er lokið, að alþingi verði kvatt saman til að ræða enn frekar fram úr vandræðunum, ef svo mætti verða. Er haft fyrir satt, að hér sé um að ræða mörg alvarleg viðfangs- efni varðandi viðskipti íslendinga og Breta, en þar kvað íslenzka þjóðstjórnin hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum, hvað efndirnar snertir á mörgum og fögrum loforðum um hagkvæm viðskipti og allan stuðn- ing í örðugleikum af völdum hern- aðarástandsins. Það er sjálfsagt öllum ljóst, að þjóðstjórnin á í vök að verjast og aðstaða hennar örðug, ef hún þarf að etja kappi við tvær voldugustu þjóðir veraldar um hagsmuni ís- lendinga viðskiptalega og siðferði- lega. Þar á stjórnin að sjálfsögðu vitað með hverjum hætti þetta slys hefir að borið, en óvissan um það gerir slysið enn þá ömurlegra og ægilegra. Það er mikið og stórt afhroð er Siglufjörður hefir goldið á skömmum tíma, þar sem sjö hraustir og góðir drengir hafa látið lífið í baráttunni við að sækja lífsbjörg handa sér og sínum í djúp hafsins. Blaðið Iangar til að geta nánar, ef þess verður kostur, hinna 5 bátverja af Pálma, og öllum að- standendum, er hér eiga um sárt að binda, vottar það lotningar- fyllstu samúð sína. óskiptan hug allra íslendinga, og þar má enginn skerast úr leik, hverjum flokki sem harin fylgir, en veita íslenzkum málstað allan stuðning gegn erlendri ágengni, hverju nafni sem nefnist. Er þar mikið í húfi, að einarðlega og vit- urlega sé á málunum haldið og djarfmannlega fyrir því barizt, að öll loforð séu haldin til hins itr- asta. Mun því þá eigi trúað að óreyndu, að hin mikla brezka þjóð, og þeir er henni stjórna, sýni oss eigi fulla sanngirni. Hitt er annað mál, að ýmsir vilja halda því fram, að stjórnin hafi til þessa sýnt fullmikla undanlátssemi og jafnvel óþarfa auðmýkt í þessum viðskiptum. Slíkt hlýtur að hefna sín að lokum, og við hljótum óvirðing af í stað viðurkenningar, og ekki er það líklegt til vegsauka þjóðinni, hve sum blöðin hafa sýnt hundslega auðmýkt í skrifum sín- um um ástandið, í stað sanngirni og réttlátrar djörfungar. Værisann- arlega mál til komið, að hér væri breytt um stefnu, og betur haldið á málstað íslendinga framvegis. Það er hægt að gera án þess að særa í nokkru metnað hinna er- lendu aðilja. Þeir kunna vafalaust betur að meta frjálsmannlega djörf- ung en flaðrandi auðmýkt. Að minnsta kosti eru Bretar vanir að halda fram málstað sínum með fullri djörfung við hvern sem um er að eiga, og munu betur skilja og meta ;slíkt, en ótímabæra og ástæðulausa auðmýkt og fleðulæti. Þá mun og liggja fyrir að reynt verði að komast að einhverju leyti að einskonar jákvæðri niðurstöðu um hin svokölluðu dýrtiðarmál. — Eins og kunnugt er, flaustraði síð- asta alþingi þessum málum af með

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.