Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.08.1942, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 07.08.1942, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 hafi stillt kröfum sínum í hóf, sem mest hann mátti, kostnaðarins vegna. Það tel eg vel meint, en eigi víst að það verði jafn nota- drjúgt, er frá líður. -----o---- EFTIBMÁLI Þegar eg byrjaði að rita þessa greinarstúfa, höfðu ráðamenn bæj- arins ákveðið að stækka sjúkra- húsið. Sumir kynnu því að halda því fam, að eg hefði getað sparað mér þessar 'fyrirhafnir. En eg svara því neitandi sökum þess, að þá hafði engu verið slegið föstu um það, liversu mikið sjúkrahúsið skyldi stækkað, — og því hefir ennþá eigi verið slegið föstu. Eg var og er þeirrar skoðunar, að úr því yrði eigi skorið nema með rannsókn heilbrigðisskýrslna og miða svo stækkunina við þær niðurstöður, sem þá kæmu í ljós. Eg var líka þeirrar skoðunar, að eigi væri nóg að við læknarnir at- huguðum heilbrigðisskýrslurnar, eg taldi að forráðamenn bæjarins og bæjarbúar yfirleitt ættu að kynna sér þessa hluti, til þess sjálf- ir að geta myndað sér skoðun um, hversu miklu beri að fórna á altari heilbrigðismála bæjarins. Hafi mér tekizt þetta, þótt eigi sé nema að nokkru leyti, þá er til- gangi mínum náð með skrifum þessum. H. Kristinsson. Norðmenn heiðraðir. Hákon konungur Norðmanna, sem nú dvelur landflótta í London, átti 70 ára afmæli 3. þ. m. Kon- ungurinn er afar ástsæll af þegn- um sínum og sýndu þeir honum alla þá vinsemd og virðingu, ef þeir máttu.Auk þess var konung- urinn heiðraður á margvíslegan hátt af lýðræðisþjóðunum. Hér í kirkjuni var afnmælis Há- konar konungs minnst með sam- komú, er hófst kl. 8V&. Þormóður Eyjólfsson, ræðismaður, flutti á- varp. Síra Óskar J. Þorláksson flutti snjallt erindi um Bergrav biskup og baráttu norsku kirkj- unnar. Læknisfrú Kristín Þor- steinson las upp kvæði eftir Nor- dal Grieg, Andreas Munch og Björnstjerne Björnson. Sigurjón Sæmundsson, prentsmiðjustjóri, söng norsk lög. Kirkjukórinn söng sálma og að lokum þjóðsöng Norð- manna. Öll athöfnin fór mjög hátíðlega fram og rennur ágóðinn til Noregs söfnunarinnar. stórkostlega^ lækkað verð Stórkostleg aukning á Síldar- verksmidjum ríkisins Tillögur um afkastaaukningu um 30 þúsund mál á sólarhring. Eftir ítarlegar umræður um aukningu á afköstum Síldarverk- smiðja ríkisins og byggingu nýrrá síldarverksmiðja, samþ. stjórn Síldarverksmiðja ríkisins og fram- kvæmdastjóri einróma á fundi sínum hinn 27. júlí, að bera fram eftirfarandi tillögu við ríkisstjórn og Alþingi: Þar eð stjórn S. R. og fram- kvæmdastjóri eru sammála um, að mikil þörf sé fyrir fleiri síldarverksmiðjur í landinu, þá samþykkir stjórnin að fara fram á við ríkisstjórn og Al- þingi eftirfarandi heimild til handa S. R.: Síldarverksmiðjur ríkisins byggi nýjar verksmiðjur með 30 þúsund mála afköstum á sólarhring, svo fljótt, sem á- stæður leyfa og á eftirtöldum stöðum: A. Á Siglufirði 10 þúsund mála verksmiðju. B. Á Raufarhöfn 5 þúsud mála verksmiðju. €. Á Húsavík 10 þúsund mála verksmiðju. D. Á Skagaströnd 5 þúsund mála verksmiðju. Um tvær liinar síðasttöldu er bygging bundin því skilyrði, að hafnarbætur verði framkvæmd- ar og að nægilega stórar lóðir fáist með liagkvæmum kjöriun. Jafnframt fer stjórn S. R. fram á að Alþingi lieimili henni að taka lán með ríkisábyrgð, að upphæð allt að 25 milljónum króna, til bygginga hinna nýju verksmiðja. Lánið, eða hluti þess, skal boðið út með sam- þykki ríkisstjórnarinnar, þegar fullnaðar kostnaðaráætlun um byggingu hinna einstöku verk- smiðja er fyrir hendi. I lok júlímánaðar fór stjórn Síldarverksmiðja ríkisins og fram- kvæmdastjóri í þriggja daga ferðalag til Húsavíkur og Skaga- strandar, til þess að kynna sér sameiginlega allar aðstæður fyrir •byggingUvhinna nýju verksmiðja á þessum stöðum og til þess að tryggja verksmiðjunum nægilegt landrými, ef Alþingi samþykkti til- lögur verksmiðjustjórnarinnar. Á Húsavík átti verksmiðjustjórnin fund með Júlíusi Havstein, sýslu- manni, oddvita hreppsnefndarinn- ar og hafnarnefnd kauptúnsins og á Skagaströnd við Jón Pálmason, alþingismann og Hafstein Péturs- son, formann hafnarnefndarinnar. Árangurinn af þessum viðræðum varð sá, að á báðum þessum stöð- um hafa Síldarverksmiðjum ríkis- ins verið boðnar fram ókeypis þær stóru lóðarspildur, sem stjórn S. R. og framkvæmdastjóri töldu heppilegastar sem verksmiðju- stæði. Fulltrúar frá stjórn S. R. munu væntanlegir til Reykjavíkur nú um helgina til þess að fylgja fram tillögum stjórnarinnar við ríkis- stjórn og Alþingi. Sjómenn! Bókaverzlun mín hefir fengið mikið úrval af ódýrum og góðum bókum til skemmtilesturs. Lárus Þ. J. Blöndal. Stúlka óskast strax. Framtíðar atvinna. Hátt kaup. Mjólkursamsalan.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.