Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.03.1944, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 31.03.1944, Blaðsíða 1
17. árgangur. BLAÐ S JÁLFSTÆÐIS M ANN A í SIGLUFIRÐI Föstudaginn 31. marz 1944 Siglfírðingur fæst í Verzlunarfél. Siglufjárðar Aðalbúðinni. og Verzluninni Valur 13. tölublað ▼ Í : : : AtvinnumáL i. Er atvinnuleysi yfirvofandi ? Undanfarin þrjú ár hefur skap- azt nokkurskonar atvinnubylting hér á landi með snöggum hætti og af ástæðum, sem atvinnuvegum landsmanna sjálfra var ósjálfrátt um. Eftirspurnin eftir vinnunni jókst snögglega og kaupgjaldið hækkaði þarafleiðandi svo mikið og óeðlilega, að framleiðslustörf landsmanna kiknuðu undir. Og dýr tíð óx og magnaðist. Hið vinnandi fólk, er ekki stundaði framleiðslu, græddi fé þrátt fyrir hækkandi lífs nauðsynja, og um stund virtist allt leika í lyndi fyrir verkalýðnum: næg atvinna - nógir peningar. Það er óþarfi að skýra það nánar hver var orsök þessa stundar fyrirbrigð is. Öllum er hún fullljós. En nú virðist þetta hagsælda tímabil hins vinnandi fólks vera senn á enda, og þá verða atvinnuvegir landsmanna sjálfra þ.e. framleiðslan, að taka við, og leitast við að fullnægja vinnuframboðinu. Nú er það sú þrautin er fyrir liggur í nánustu framtíð, að leysa þau vandræði er af þessu kann að leiða. Og að beztu manna yfirsýn verður sú lausn eigi fengin nema með gagnkvæmu sam- komulagi og tilhlíðrunarsemi beggja aðilja, verkafólksins og þeirra, er framleiðsluna hafa með höndum, svo og ríkisvaldsins. Atvinnuleysisvofan er þegar far- in að stinga upp kollinum, og hætt er við, að hún magnist því lengra sem líður. Það er nú eingöngu undir því komið, hvort framleiðslan helzt í svo háu verði að hún geti borið þann kostnað, er krafist verður af þeim, er að henni vinna. Það er með öðrum orðum að færast í það horf, að þeir sem framleiðsluna kaupa, eru raunverulega þeir, sem allt okkar ráð hafa í hendi sér, enn þá frekar en verið hefur þrjú síðastliðin ár. Það er meira að ségja allt í einu farið að blasa við Siglfirðingum (og raunar þjóðinni allri) viðhorf, er skapað getur það ástand, að ölí síldarsöltun, og ef til vill síldveiði yfir höfuð, falli að mestu niður á sumri komanda. íslendingar, sem gerzt hafa að- iljar í alþjóða hjálparstarfseminni svokölluðu gerðu sér um skeið, og ekki að ástæðulausu, góðar voiíir um, að á vegum fyrrnefndar starf- semi yrði keypt mikið neyzlusíldar- magn héðan, og samninganefnd er hingað kom á vegum hjálparnefnd arinnar, beiddist eftir að fá vit- neskju um það söluverð neyzlu- síldar er ríkisstjórnin telti nauðsyn legt til þess að hægt væri að standast allan framleiðslu- kostnað þeirrar’ vöru. Með aðstoð síldarútvegsnefndar- var fram- leiðsluverðið áætlað svo nákvæm- lega og unnt var, og nefnd þessari látið það í té. Eftir heimkomu nefndarinnar til Bandaríkjanna, var verð þetta athugað nákvæm- lega af stjórn Hjálparnefndarinnar og fyrir skömmu barzt ríkisstjórn inni það svar frá henni, að hún sæi sér á enga lund fært að kaupa sild- ina við hinu áætlaða framleiðslu- verði. Hinsvegar eru vonir um, að hægt yrði að selja síld við þessu verði á frjálsum markaði, en til þess virð ast ekki miklir möguleikar enn sem komið er, og ósennilegt, eins. og nú horfir, að slíkur markaður opnist á næstunni. Ríkisstjórnin hefur, að því er blöð hér herma neytt allra ráða til þess að reyna að selja síldarframleiðslu þessa árs og unnið að því síðan á síðastliðnu sumri, en sú viðleitni herma blaða- heimildir að engan árangur hafi borið. Kostnaðurinn við íslenzka framleiðslu er með öðrum orðum svo gifurlegur, áð litlar vonir eru til að framleiðsluvörurnar verði hægt að selja við kostnaðarverði eins og það nú er, hvað þá með nokkrum verulegum hagnaði, og þeir, sem gerzt mega vita, eru mjög uggandi um, að fiskfram- leiðslunnar bíði sömu örlög áður en langt líður að óbreyttum öllum að- stæðum. Ástæðurnar til þessa uggvæn- lega ástands eru ekki langsóttar. Þjóðin öll hefur nú hart nær í tvö ár horft á það óttaslegin, hve þing og stjórn hafa brugðizt 1 allri meðferð dýrtíðarmálanna. I þing- inu hefur í þeim málum aldrei ból- að á nokkurum sáttum né sam- komulagi milli flokkanna, og þær litlu og fálmkenndu tilraunir er til þess hafa. gerðar verið á þinginu að skapa öryggi í málum þessum, hafa allar borið neikvæðan árang- ur. Og stjórnin, sem engan þing- meirihluta hefur að baki sér er með öllu óstarfhæf á þessu sviði og máttvana. Hvar lendir svo þetta? spyrja menn með ugg og kvíða. Og svarið er að sjálfsögðu ókomið enn. En ef dæma má eftir ýmsum sólarmerkjum, þá verður það svar tæplega hagstætt þjóðar- heildinni, því tniður. Það er að vísu nokkur huggun, ef illa rætist úr um skeið, að þjóð- in hefur í heild safnað talsverðum auði þessi síðustu ár, og margir ein staklingar hennar sömu leiðis. En ef sá auður á að verða að einber- um eyðslueyri um ófyrirsjáanlegan tíma, þá hverfur hann fljótar en varir. Og hvernig sem fer, og allir ættu að vona hið bezta í þeim efnum, þá er eitt víst, og það er það, að í vændum eru miklar og gagngerðar breytingar á atvinnuskilyrðum þjóðarinnar frá því, sem nú hefur verið um hríð. En hvernig snúast á við þeim „lífsvenjubreytingum“, er slíkt ástand skapar, er sú ráðgáta er leysa verður án tafar, því breyt ingarnar eru þegar byrjaðar, og þær verða hraðfara. En sú þróun verður að líkindum öfug við þá, er skapaðist fyrir þrem árum síðan, og heimtar ef að líkindum lætur, miklar fórnir, og velviljað sam- starf allra stétta þjóðfélagsins. Takist ekki slíkt samstarf, er hætt við að vá sé fyrir dyrum. II. Oft hefur verið þörf nýrra kosn- inga, en nú virðast þær nauðsyn. Eins og áður var sagt spyr þjóð- in hver nú séu ráð til úrlausnar. Á | Jóhann Gunnlaugsson | Nýlega lézt að Kristneshæli, Jóhann Gunnlaugsson trésmiður héðan úr bænum. Banamein hans var berklaveikin. Hafði hann dval- ið á hælinu síðan í haust. Jóhann er fæddur hér í Siglufirði 6/2 1907, sonur hjónanna Gunnlaugs Sig- urðssonar, fyrrverandi bæjarfull- trúa og konu hans Margrétar Mey- vantsdóttur. Jóhann var kvæntur Sigríði Gístadóttur frá Skarðdal. Eignuðust þau hjón einn dreng, Anton, sem nú er fullnaðarprófs- bekk barnaskólans. Jóhann lærði trésmíði og stundaði iðn sína er þess var kostur, einnig stundaði hann sjómennsku. Hann var hinn mesti dugnaðarmaður við hvaða störf er hann fékkzt, drengur hinn bezti eins og hann átti kyn til, enda vinsæll. allt að hjakka' í sama ráðaleysis og ráðleysisfarinu, eða á að gera djarf mannlega úrslitatilraun til- þess að hrista af sér flokkakúguniná ? Það hefur stundum verið rofið þing af minna tilefni en nú virðist fyrir hendi. Og hvenær ætti að rjúfa þing, ef ekki einmitt þá, er það reynist óstarfhæft í fyrsta lagi til að leysa viðunanlega mestu vandræði er þjóðinni hafa að höndum borið á þessari öld, og í öðru lagi, og ekki síður ómegnugt þess að mynda ábyrga og trausta þingræðisstjórn. Enda virðist það einkennilegt lýðræðisfyrirbæri, að ekki skuli vera rofið þing í slíkum kringum- stæðum og hér hafa verið síðustu tvö árin. Það ber vott um eitt: Það að þrátt fyrir allt, er þó eitt, sem þingmenn virðast koma sér saman um; en það er að hanga á þingsæt- unum í lengstu lög og njóta sæt- leika ímyndaðrar hefðar, þrátt fyrir það, þótt þeir viti velflestir, að þeir sitja þar í óþökk þjóðar- innar. Enda hafa vinnubrögðin í því ‘málinu er mestu varðar ( hér er þó undanskilið lýðveldismálið) verið á þá lund, að til hreinustu hneisu er. Enda ætti þinginu að vera það

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.