Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
Á VELLINUM
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
„Tilfinningin er æðisleg, það er ekkert
betra en þetta,“ sagði Pálína Gunn-
laugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir
sigur á Njarðvík í gær, 61:51. Þar með
var Íslandsmeistaratitill kvenna í
körfuknattleik árið 2011 þeirra.
Keflavík byrjaði leikinn gríðarlega
vel og átti Njarðvíkurliðið fá svör. Eftir
fimm mínútur var staðan 11:2 og allt
stefndi í stórsigur Keflavíkur. Það var
þó með elju og seiglu sem Njarðvík
kom til baka og staðan í hálfleik 34:29.
Leikmenn Njarðvíkur virkuðu þreyttir
eftir erfitt einvígi við deildarmeistara
Hamars og tvo erfiða leiki gegn Kefla-
vík. Þær hittu ekki vel og treystu of
mikið á Shaylu Fields. Það má þó ekki
taka það af Njarðvík að þær náðu
lengra en nokkur bjóst við.
Ekki sáttur við silfrið
Þjálfari þeirra, Sverrir Sverrisson,
vildi þó meira. „Ég er engan veginn
sáttur við silfrið. Það hefur verið svona
í síðustu leikjum að þetta hefur ekki
dottið fyrir okkur. Ég hafði samt fulla
trú á því að við myndum vinna hérna í
kvöld og við vorum oft nálægt þeim en
náðum ekki að komast yfir.
Við náðum að vinna rimmuna gegn
Hamri og það var frábært. Ég hafði
líka fulla trú á því að við myndum vinna
Keflavík. Því miður gekk það ekki eftir.
Ég vona samt að Njarðvík sé komið til
að vera í kvennakörfunni.“
Hjá Keflavík spilaði áður nefnd Pál-
ína frábærlega ásamt mörgum öðrum.
Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir var
einnig frábær og viðurkenndi eftir leik-
inn að þetta væri alltaf að verða erf-
iðara sökum aldurs. Það var hins vegar
ekki að sjá á henni. Fyrst til að hlaupa
fram og aldrei síðust til baka. „Það er
frábært að vinna þennan titil og ég tala
nú ekki um á föstudegi.“
Pálína Gunnlaugsdóttir tók í sama
streng. „Það verður allavega ekki vatn
í glasinu hjá mér í kvöld.“ Pálína var
stigahæst Íslandsmeistaranna og langt
er síðan hún hefur spilað svona vel.
„Ég fór á American Style í dag,“ sagði
Pálína um hvað skilaði henni svona
góðum leik. „Mér fannst ég ekki vera
búin að standa mig nógu vel í sókninni í
síðustu tveimur leikjum. Ég leit því að-
eins í eigin barm og útkoman varð
svona. Við vorum allar frábærar, sér-
staklega í vörninni en hún vinnur titla.“
Keflavíkurkonur eiga þennan titil
svo sannarlega skilinn. Þær unnu
sterkt KR-lið í undanúrslitum og nú
granna sína í Njarðvík, 3:0. Það sást
frá fyrstu mínútu að þær voru mættar
til að sigra. Þá á Jón Halldór Eðvalds-
son hrós skilið fyrir frábæran árangur
með þessar stelpur. Hann hélt allan
tímann ró sinni á bekknum og stjórnaði
þeim uppbyggilega en með aga. Frá-
bær þjálfari og frábært tímabil fyrir
hann. Til hamingju Keflavík!
Mættar til að sig
Keflavíkurkonur Íslandsmeistarar í 14. skipti eftir sigur á
Njarðvík Unnu einvígið 3:0 Pálína í stóru hlutverki
Deildabikar karla, Lengjubikar
A-DEILD, 1. riðill:
KA – KR .................................................... 0:4
Dofri Snorrason 18., Baldur Sigurðsson
30., Ingólfur Sigurðsson 33., Torfi Karl
Ólafsson 89.
Staðan:
KR 7 7 0 0 19:5 21
ÍA 7 4 1 2 15:7 13
Breiðablik 6 3 1 2 13:9 10
Keflavík 6 2 1 3 12:12 7
Þór 6 2 0 4 14:12 6
Grótta 6 1 2 3 6:12 5
Selfoss 5 1 2 2 5:13 5
KA 7 1 1 5 7:21 4
KR-ingar eru komnir í undanúrslit.
A-DEILD, 2. riðill:
Fjölnir – Víkingur Ó................................ 0:2
Artjoms Goncars 56. (víti), Þorsteinn Már
Ragnarsson 90.
Staðan:
Valur 7 6 0 1 18:3 18
Fram 5 4 0 1 8:2 12
Fjölnir 7 3 1 3 14:9 10
Leiknir R. 7 3 1 3 12:12 10
Víkingur Ó 6 3 1 2 6:9 10
ÍBV 6 2 2 2 9:8 8
Víkingur R. 7 2 1 4 11:15 7
HK 7 0 0 7 3:23 0
Valur er kominn í undanúrslit og Fram
þarf fjögur stig gegn ÍBV og Víkingi Ó. til
að fara áfram sem besta lið í 2. sæti.
B-DEILD, 1. riðill:
Fjarðabyggð – Höttur ............................. 1:2
Staðan:
Höttur 4 3 0 1 13:14 9
Völsungur 3 2 1 0 16:3 7
Dalvík/Reynir 3 2 0 1 10:5 6
Fjarðabyggð 4 1 2 1 10:6 5
Leiknir F. 3 0 1 2 3:8 1
Draupnir 3 0 0 3 2:18 0
B-DEILD, 2. riðill:
Árborg – KB ............................................. 1:3
Staðan:
KB 4 3 0 1 7:4 9
Reynir S. 4 2 2 0 14:6 8
Afturelding 3 2 1 0 5:2 7
Víðir 4 2 0 2 10:10 6
Árborg 4 0 1 3 2:8 1
ÍH 3 0 0 3 4:12 0
Deildabikar kv., Lengjubikar
B-DEILD:
Afturelding – FH...................................... 1:1
Staðan:
ÍBV 3 3 0 0 11:4 9
FH 4 2 1 1 11:4 7
Þróttur R. 3 1 1 1 5:7 4
Haukar 3 1 0 2 3:7 3
Afturelding 3 0 2 1 5:8 2
Grindavík 2 0 0 2 1:6 0
C-DEILD, 1. riðill:
ÍA – Álftanes............................................. 6:1
Þýskaland
Frankfurt – Werder Bremen .................. 1:1
Holland
AZ Alkmaar – Breda............................... 1:1
Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg
Guðmundsson léku ekki með AZ vegna
meiðsla.
Belgía
Lierse – Mechelen.................................... 1:2
Árni Gautur Arason var varamarkvörð-
ur Lierse í leiknum.
Bjarni Þór Viðarsson kom inná hjá
Mechelen á 90. mínútu.
Noregur
Stabæk – Vålerenga................................ 1:0
Veigar Páll Gunnarsson lék í 89 mínútur
og lagði upp sigurmarkið, Bjarni Ólafur Ei-
ríksson lék allan leikinn en Pálmi Rafn
Pálmason var ekki í hópi Stabæk.
Svíþjóð
Örebro – Syrianska .................................. 1:0
KNATTSPYRNA
Vodafonehöllin, fyrsti úrslitaleikur Ís-
landsmóts kvenna í handknattleik, 8.
apríl 2011.
Gangur leiksins: 2:1, 2:4, 5:6, 8:8,
10:9, 14:11, 15:14, 17:15, 20:17, 22:18,
24:19, 24:20.
Mörk Vals: Ragnhildur Rósa Guð-
mundsdóttir 5, Hrafnhildur Ósk Skúla-
dóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3,
Karólína B. Gunnarsdóttir 3, Anna Úr-
súla Guðmundsdóttir 3, Anett Köbli
3/2, Camilla Transel 1, Kristín Guð-
mundsdóttir, Íris Ásta Pétursdóttir 1.
Varin skot: Guðný Jenný Ásmunds-
dóttir 27 (þar af 13 til mótherja), Sig-
ríður Arnfjörð Ólafsdóttir 1/1.
Utan vallar: 12 mínútur.
Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 8/2,
Stella Sigurðardóttir 6/3, Guðrún
Þóra Hálfdánsdóttir 2, Birna Berg
Haraldsdóttir 1, Ásta Birna Gunn-
arsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir
1, Pavla Nevarilova 1.
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 17
(þar af 5 til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Arnar Sigurjónsson og
Svavar Ó. Pétursson.
Áhorfendur: Um 300.
Staðan er 1:0 fyrir Val.
Valur – Fram 24:20
Á VELLINUM
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Stórbrotin frammistaða Guðnýjar
Jennýjar Ásmundsdóttur réð úrslit-
um í gær þegar Valur tók forystuna í
einvígi Vals og Fram um Íslands-
meistaratitil kvenna í handknattleik
með 24:20 sigri í fyrsta leiknum.
Guðný Jenný varði alls 27 skot í leikn-
um og sýndi að hún myndi sóma sér
vel í landsliðshópi Íslands sem hún til-
heyrir þó ekki.
„Þegar liðið spilar 6-0 vörn þá má
maður búast við því að fá nokkuð
mörg skot á markið og maður verður
bara að „díla“ við það. Það gekk vel í
dag og þetta er bara með því betra hjá
mér í vetur. Ég var með góða vörn
fyrir framan mig og þetta lið er bara
frábært. Við skilum svona sigrum
saman með frábærri liðsheild,“ sagði
Guðný Jenný brosmild eftir leik.
Skjálfti í leikmönnum?
Einhvern veginn finnst manni að
Valur og Fram hafi spilað hátt í
hundrað úrslitaleiki síðustu misserin
en þrátt fyrir það var ekki annað að
sjá en að heilmikið stress væri í leik-
mönnum liðanna. Fyrstu mínúturnar
voru bráðfjörugar en svo fór að bera á
ráðaleysi í sóknarleik liðanna, og mik-
ið sást af vandræðalegum mistökum.
Valskonur gerðu færri slík og eftir
jafnan og spennandi leik náðu þær að
hrista Framara af sér þegar tæpar 10
mínútur voru til leiksloka. Þær sýndu
mikinn styrk með því að láta það ekki
á sig fá að besti varnarmaður lands-
ins, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir,
skyldi fá sína þriðju brottvísun og þar
með rautt spjald þegar korter var til
leiksloka. Ragnhildur Rósa Guð-
mundsdóttir og Hrafnhildur Skúla-
dóttir stigu þá upp og skoruðu mik-
ilvæg mörk.
Vörnin skilaði sigrinum
„Þetta var ekki flottasti sóknarleik-
urinn okkar en vörnin hélt mjög vel
allan leikinn og það var það sem skil-
aði sigrinum að lokum. En þetta er
langt frá því að vera búið núna og við
verðum að halda fullri einbeitingu í
næsta leik,“ sagði Guðný Jenný en lið-
in mætast að nýju í Safamýrinni á
sunnudaginn kl. 16. Framkonur verða
þar að nýta færin sín betur í dag því
aðeins tvær þeirra létu að sér kveða í
gær, þær Karen Knútsdóttir og Stella
Sigurðardóttir. Karen skoraði sex
mörk á fyrstu 17 mínútum leiksins en
fór svo í sama far og flestir leikmanna
Fram, sem virtust hreinlega ekki geta
komið boltanum framhjá Guðnýju
Jennýju.
Of mikið af mistökum
„Við skutum illa í leiknum og gerð-
um of mikið af tæknimistökum, en
miðað við öll þessi mistök og skotin
okkar er í raun ótrúlegt hvað við vor-
um lengi inni í leiknum. Vörnin var fín
hjá okkur og baráttan í góðu lagi, en
það eru einhver smáatriði sem þarf að
laga. Í svona leik skipta þau máli,“
sagði Einar Jónsson þjálfari Fram
sem hefur nauman tíma til að bæta úr
þeim.
Kraftur Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, s
á ný, reynir að brjótast í gegnum vörn F
Guðný Jenný Ásmu
átti mjög stöðugan
mönnum Fram erfi
Hún varði alls 27 sk
mörg úr galopnum
Moggam
Maður verður bara
að „díla“ við þetta
Guðný Jenný fór á kostum Valur vann fyrsta leik
Toyotahöllin, þriðji úrslitaleikur kvenna,
föstudag 8. apríl 2011.
Gangur leiksins: 5:2, 11:4, 17:6, 19:8,
22:16, 27:18, 32:27, 34:29, 36:31,
38:32, 45:37, 50:43, 51:45, 53:47,
56:51, 61:51.
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 17/7
fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Lisa
Karcic 14/16 fráköst/4 varin skot, Mar-
ina Caran 7/4 fráköst, Bryndís Guð-
mundsdóttir 7/5 fráköst/5 stoðsend-
ingar, Birna Valgarðsdóttir 2/9 fráköst.
Fráköst: 35 í vörn, 9 í sókn.
Njarðvík: Julia Demirer 14/14 fráköst,
Shayla Fields 12/7 fráköst, Dita Liep-
kalne 10/13 fráköst/5 stoðsendingar,
Ólöf Pálsdóttir 8, Auður Jónsdóttir 4/4
fráköst, Eyrún Sigurðardóttir 3.
Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson,
Davíð Kr. Hreiðarsson.
Áhorfendur: Um 600.
Keflavík – Njarðvík 61:51
Pálína Gunnlaugs
skein skærast í gó
henni sjálfstraust
þess að spila mjög
tók sjö fráköst og
Moggam
Íslandsbikarinn Birna Valgarðsdóttir te
HANDKNATTLEIKUR
Annar úrslitaleikur kvenna:
Framhús: Fram – Valur ......................... S16
Staðan er 1:0 fyrir Val.
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Framvöllur: Fram – ÍBV ....................... L14
Varmárvöllur: Afturelding – ÍH ........... L11
Reykjaneshöll: Njarðvík – KF .............. L16
KR-völlur: KV – Hamar......................... L16
Boginn: Draupnir – Leiknir F ............... S17
Boginn: Völsungur – Dalvík/Reynir...... S19
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Boginn: Þór/KA – Stjarnan ................... L15
Leiknisvöllur: Grindavík – ÍBV............. S14
SUND
Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug held-
ur áfram í Laugardalslauginni. Í dag eru
undanrásir kl. 09.30 og keppt til úrslita kl.
16.30 til 18.00. Á morgun lýkur mótinu og
þá eru einnig undanrásir kl. 09.30 og keppt
til úrslita kl. 16.30 til 18.00.
BADMINTON
Íslandsmótið hófst í TBR-húsunum í
Reykjavík í gærkvöld og heldur áfram í
dag. Á morgun er síðan keppt til úrslita í
meistaraflokkunum.
HANDBOLTI