Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 11.03.1948, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 11.03.1948, Blaðsíða 1
Fjárhagsáætlanir bæjarins 1948 Undanifarið hefur bæjarstjórn haft til afgreiðslu fjárhagsáætlan- ir bæjarsjóðs, rafveitu og hafnar- sjóðs fyrir yfirstandandi ár, og var endanlega gengið frá afgreiðslu þeirra á síðasta bæjarstjórnar- fundi hinn 1. marz s. 1. Eins og venja er til samdi bæjar- stjóri uppkast að fjárhagsáætlun bæjarins, sem lagt var fram á allsherjarnefndarfundi 11. febr. s.l. Á síðari fundi allsherjarnefndar, hinn 27. febr., um áætlanirnar, komu fram nokkrar breytingartil- lögur frá fulltrúum Alþýðuflokks- ins, Framsóknarflokksins og Sósía- listaflokksins. Jafnframt lá fyrir fundinum bréf frá útgerðarstjórn „Elliða“ þar sem ítrekuð var nauð- syn þess, að bærinn tæki á fjár- hagsáætlun kr. 550.000,00 vegna skuldbindinga bæjarins um kaup á togaranum. En í uppkasti bæjar- stjóra var hvergi gerð ráð fyrir að bærinn þyrfti að leggja fram fé í þessu skyni, og var það því undarlegra sem bæjarstjóra var fullkunnugt um hverjar skuldbind- ingar hvíldu á bænum vegna kaupa á togaranum. Enda þótt svo væri ástatt sýndi hvorki bæjarstjóri né áður nefndir flokkar neinn lit á að horfast í augu við þessar stað- reyndir, .og virtist svo sem af- greiða ætti fjárhagsáætlun bæjar- ins án þess að ráða fram úr þessu. Fleiri ágallar voru á áætlun bæjarstjóra, svo sem það, að út- gjöld rafveitunnar voru áætluð 380 þús. krónum hærri en tekjurn- ar en engin tillaga gerð um hvern- ig mæta skyldi þeim halla. Vegna þess hve illa var gengið frá fjárhagsáætluninni af hendi bæjarstjóra, fór fulltrúi Sjálf- stæðismanna í allsherjarnéfnd fram á, að nefndin tæki sér viku frest til þess að bæta úr göllum áætlunarinnar, og var svo til ætlast að fulltrúarnir reyndu í samein- ingu að ráða fram úr málinu. — Þrátt fyrir það, þó fundarsköp 'bæjarstjórnar mæli svo fyrir, að allar breytingartillögur við fjár- hagsáætlun skuli fyrst afgreiddar í allsherjarnefnd, hafnaði nefndin tillögu Sjálfstæðismanna og vísaði áætluninni ásamt framkomnum breytingartillögum til bæjarstjórn- ar. Var af þessu ljóst, að bæjar- stjórnarforustan sýndi fullt á- byrgðarleysi og virti að vettugi allar tilraunir Sjálfstæðismanna til að ná samkomulagi um ,viðun- andi lausn vandamálanna. Þannig stóðu málin þegar fund- ur bæjarstjórnar var haldinn hinn 1. þ. m. Á þeim fundi skýrði Pétur Björnsson, sem verið hafði í Reykjavík í erindum bæjarstjórn- ar, frá því, að hann hefði, sam- kvæmt beiðni bæjarstjórans, kynnt sér hverjar vonir bærinn gæti gert sér um. fjárfestingarleyfi vegna hinna ýmsu ráðgerðu framkvæmda bæjarins. Við þá athugun kom í Ijós, að allur undirbúningur mál- anna af hendi bæjarstjóra var hinn losaralegasti og stórum ábótavant, enda hvað Fjárhagsráð sig ekki geta tekið umsóknirnar alvarlega, nema þær yrðu undirbúnar á til- hlýðilegan hátt. Taldi.ráðið nauð- synlegt, að bæjarstjórnin gerði upp við sig, hvaða framkvæmdir hún legði mesta áherzlu á og hvað bærinn réði við f járhagslega. Virt- ist fjárhagsráð ekki telja það ör- uggt þótt fjárhagsáætlun hér sýndi áætluð framlög til ýmissa framkvæmda, enda gefur reynsla undanfarinna ára ekki tilefni til að fjárhagsáætlun sé treyst, þegar sömu framkvæmdir eru ráðgerðar ár eftir ár, án þess að nokkuð sé aðhafst eða féð lagt fyrir. Áð þessu athuguðu, svo og vegna þeirra ágalla á fjárhags- áætluninni, sem áður hafa verið taldir, lýstu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn yfir því, að þeir mundu ekki taka þátt í af- greiðslu fjárhagsáætlunarinnar varðandi þessa liði, nema bót yrði á ráðin. Þetta varð til þess, að bæjar- stjórinn hóf á fundinum samninga- umleitanir um stórfelldar breyt- ingar á fjárhagsáætluninni. Fóru Sjálfstæðismenn fram á, að af- greiðslunni yrði frestað um eina viku til rækilegrar athugunar og undirbúnings, en því var hafnað. Ræður að líkum, að eigi hafi verið unnt að ráða fram úr þessum mál- um þarna á fundinum, enda ár- angur eftir því, þó leiðréttar hafi verið hinar augljósustu villur. Fara hér á eftir niðurstöður áætlananna, en eins og þar kemur fram virðast tekjuliðir áætlaðir áll- ríflega t. d. eru útsvörin kr. 2.450.000,00 eða 570.000,00 krón- um hærri en áætlun s. 1. árs og nærri tvöföld útsvarsupphæð árs- ins 1946. Útsvar frá Ríkisverksm. er áætlað kr. 550.000,00, en á ár- inu 1947 fengust aðeins rúmlega 200.000,00 og er þá þar með talin vetrarsíldin til áramóta. Um ráðgerðar framkvæmdir er að sjálfsögðu allt í óvissu, þar eð undirbúningur allur er mjög óvið- unandi og óvist hversu til kann að takast imi útvegun nauðsynlegra leyfa, lánsfjár og verkafólks. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Siglufjarðar 1948 Tekjur: I. Eftirstöðvar frá fyrra ári................ kr. 100.000,00 II. Endurgreiddur fátækrastyrkur ............ — 60.000,00 III. Leiga eftir Rauðku og Gránu ............. — 100.000,00 • IV. Tekjur af húseignum ...................... — 24.000,00 V. Holræsagjöld ............................. — 2.000,00 VI. Gangstéttagjöld, 2/3 kostnaðar ........... — 16.000,00 VII. Vatnsveitan .............................. — 525.200,00 VIII. Frá Hafnarsjóði fyrir reikningsh. og yfirstjórn — 50.000,00 IX. — Rafveitu — ---- — —- — 25.000,00 X. Fasteignaskattur.......................... — 100.000,00 XI. Dráttarvextir ............................ — 1.000,00 XII. Hluti af stríðsgróðaskatti ............... — 40.000,00 XIII. Til bókasafnsins frá ríkissjóði .......... — 6.250,00 XIV. Skemmtanaskattur ......................... — 12.000,00 XV. Lóðarleiga................................ — 34.000,00 XVI. Tekjur af grjótnámi ...................... — 1.000,00 XVII. Útsvör ................................... — 3.143.000,00 XVIII. Frá íþr.sj. til sundl., áætlað 2/3 heildarkostn. — 120.000,00 XIX. Framlag ríkis til sjúkrahúss.............. — 196.000,00 XX. ---- — — gagnfræðaskóla ................. — 125.000,00 XXI. Vextir af framlagi til togarakaupa........ — 10.000,00 XXII. -msar tekjur.............................. — 13.550,00 Samtals kr. 4.704.000,00 Gjöld: I. Stjórn kaupstaðarins ................... kr. 199.950,00 II. Löggæzla ................................. — 112.520,00 III. Afborgun lána bæjarsjóðs................... — 71.193,23 IV. Vextir af lánum ......................’... — 65.806,77 V. Framfærslukostnaður styrkþega ............. —- 150.000,00 VI. Sjúkrakostnaður ........................... — 25.700,00 VII. Menntamál ................................. — 287.500,00 VIII. Til íþróttamála........................— 300.000,00 (Framhald á 3. síðu). \ .

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.