Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 15.07.1948, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 15.07.1948, Blaðsíða 1
Norðurlandssíldin er enn ókomin Síldarmerkingar hér við land í sumar ÁRNI FRIÐRIKSSON, fiskifræðingur, hefur gefið blaðinu þær upplýsingar, að norðlenzki síldarstofninn sé enn ekki kominn. Síldar- merkingar fara hér fram í sumar. Áta er nú lítil, en sjávarhiti hóflegur. ÁRNI FRIÐRIKSSON, fis'ki- fræðingur, sem hér dvelur núna, hefur gefið blaðinu eftirfarandi gamlir meim numa slíkt frá fyrri upplýsingar: NORÐURLANDSSILDIN ÓKOMIN HÉR VIÐ LÁND eru þrír síldar- stofnar; í fyrsta lagi hinn norð- lenzki síldarstofn, sem ég álít, að hrygni við Noreg á veturna og gangi hingað í ætisleit á sumrin. í öðru lagi sunnlenzka vorgots- síldin, sem er auðþekkt frá hinni, m.a. á hærri hryggjarliðafjölda og lægri aldri og loks er sumargot- síldin, sem nú er að hrygna við suður- og vesturströnd landsins. Að dæma eftir þeim sýnishornum af síld, sem við höfum fengið til þessa, er ástandið þannig, að veið- in hefur hingað til þv'í nær ein- göngu byggzt á sunnlenzku vor- gotssíldinni, en hún gerði um helm- ing Hvalfjarðar-aflans s.l. vetur, og ennfremur á nokkru af gamalli sild úr norðlenzka stofninum, sem legið hefur hér við Norðurland yfir veturinn, eins og algengt. er. Á liinn bóginn er sjálfur Norður- landsstofninn, sem veiðin hér byggist að langmestu leyti á, auð- sjáanlega ekki kominn ennþá. .. Hvað því veldur, vitum við ekki. Hvar hann er nú staddur, á hinni miklu árlegu hiringrás sinni, vit- um við eigi heldur, né hvenær hans er von hingað. LlTIL ÁTA —EKKI KVlÐVÆNLEGT ÓTLIT Átan er nú lítil, um helmingur þess, sem liún er vön að vera á þessmn tíma árs, en það út af fyrir sig getur ekki talizt kvíðvæn- legt, þar sem rauðátan er vön að koma um líkt leyti og síldargöng- urnar eða litlu fyrr. Sjávarhitinn virðist einnig vem hóflegur, 7 til 8 stig eða rétt ofan við meðallag. Benda má á, að ef höfð er hlið- sjón af löngu árabili, eru það engin einsdæmi, að síld gangi hér ekki að landi í stórum stíl fyrr en að áliðnum júlímánuði, og mættu tímum. SÍLDARMERKINGAR Sérstakur bátur úr brezka flot- anum, 10 m. langur, yfirbyggður að framan og aftan, þar sem er skýli fyrir 5 manns, og opinn um miðjuna,' verður notaður við síld- armerkingar. Við merkinguna í Noregi feng- um við ýmsa dýrmæta reynslu, sem hér verður hagnýtt, þó að Framhald á 3. s'íðu ÞÆR FRÉTTIR bárust seint í gær, að ítalska kommúnistaleið- toganum Togliatti hafi verið sýnt banatilræði af ungum stúdent, 24 ára :.ð aldri, fyrir framan þing- húsið í Rómaborg. Skaut stúdent- inn á hann fjórum skotum úr skammbyssu og hæfðu tvö þeirra hann í brjóstið og eitt strauk höf- uðkúpuna. Féll þingmaðurinn með- vitundarlaus niður, var borinn inn í þinghúsið, en síðan fluttur á sjúkrahús, þar sem skotunum var náð úr sárum hans. Hinn 24 ára gamli stúdent, sem Tékkarnir fóru í leyfis- leysi til Eyja. Fréttask. frá Rvík Það hefur komið á daginn, að tékkneski vísindamannaleiðangur- inn hafði ekki leyfi atvinnumála- ráðuneytisins til að senda menn til rannsóknar og ljósmyndunar á fuglalífi í Vestmannaeyjum. Nú hefur ráðuneytið veitt slikt leyfi fyrir emn mann og skal fulltrúi Rannsóknarráðs vera í för með Tékkanum, Hmerískur blaða- kongur í Rvik Fréttaskeyti frá Rvik Hingað kom aðafaranótt þriðju- dags ameriskur blaðakóngur, Robert McCormick,' útgefancli og aðalritstjóri stórblaðsins Ohicago Tribune. Hér í Rvik sat hann boð amei'iska sendiherrans, en síðan fór hann austur á Þingvöll, skoð- aði hitaveitu Reykjavíkur og ljósafossstöðina og í bakaleiðinni kom hann við í Hveragerði. Blaða- kóngurinn kom í einkaflugvél af svonefndri fljúgandi virkis gerð, sem hann hefur látið breyta í far- þegaflugvél fyrir sig. tilræðið framdi sagðist hafa lagt í vekknað þenna alveg ótilkvaddur og væri ástæðan persónuleg óvild í garð kommúnistaleiðtogans. Þetta mun vera fyrsta pólitíska morðtil- raunin á Italiu eftir styrjöldina. Einkaskeyti frá Rvík. Sakadómari skýrði blaðamönn- um s.l. iaugardag frá smygltil- raun á stálþráðstækjum. Að smygl tilrauninni var staðinn kunnur kommúnisti, Jón Aðalsteinn Sveinsson, 1. vélstjóri á „Trölla- fossi“ og Einar Sigurðsson 3. vél- stjóri. Stálþráðstæki þessi má auð- veldlega tengja við símakerfi og hlera á öll samtöl manna. Einar Sigurðsson sýndi tollþjón- unum mótþróa og neitaði hann að opna klefa sinn, en lét þó um síðir undan. Fannst ekkert mark- vert í klefa hans, en meðan á þessu hafði gengið sá tollþjónn, sem ekki tók þátt í leitinni, að pakka var fleygt út um kýraugað á Mefa Einars Sigurðssonar. Er enn óupp- lýst mál hvað var í pakka þessum. GJÖF — KVÖL — RÁN Þannig lýsir bandarískur skop- teiknari ástandi því, er nú rikir 'i Þýzkalandi. Vesturveldin, og þá einkum Bandaríkin leggja fram gífurlegt fé og fyrirhöfn til að leit- ast við að reisa Þýzkaland úr rúst- unum, en Rússar gera allt, sem þeir geta til að tefja fyrir flutn- ingum Vesturveldanna og torvelda viðreisnina og hafa að aulci flutt burt af hernámssvæði sínu í Þýzka landi allt, er hönd á festi. Danadrottning í bílslysi INGRID drottning Dana og dæt- ur hennar tvær lentu í bílslysi ná- lægt sumarhöll konungsfjölskyld- unnar. Ók drottningin sjálf bif- reiðinni. Hún særðist l'ítilsháttar á fæti og dætur henngr meiddust og lítilsháttar. Hjá Jóni Aðalsteini fannst auk stálþráðstækjanna, nylonkven- sokkar og vindlingar. Mál þetta er í nánari rannsókn. Brezkar þrýstiloftsvélar yfir Reykjavík. Einkaskeyti frá Rvík. BREZKU þrýstiloftsflugvélarnar sem komu til Keflavíkur M. 1, 12. þ.m. komu frá Stornway á He- bredeseyjum. Flugvélamar fljúga með 300 mílna hraða á klukku- stund. Næsti áfangi þeirra er Græn land. Er flugvélarnar flugu yfir Reykjavík, undruðust menn hraða þeirra, því þær fóru sem hugur manns. Fjöldi hanns horfði á vél- arnar af húsþö'kum og svölum húsa. ITALSKA KOMMONISTALEIÐTOGANUM TOGUATT! SÝNT BANATILRÆÐI KOMMÚNISTALEIÐTOGANUM Togliatti var í gær sýnt bana- tilræði fyrir utan þinghúsið í Rómaborg af ungum háskólaborgara. Stúdentinn var síðan tekinn fastur af yfirvöldum borgarinnar Kommúnistar staðnir að smygli

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.