Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 24.08.1948, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 24.08.1948, Blaðsíða 1
 21. árgangur. ■~*(**" 32 skip hafa fengid yfir tvö pús. mál og lunnur. En aðeins 8 skip yfir þrjú þús. Andvari frá Rvík hæstur með 4181 mái Samkvœmt skýrslu Fiskifélags íslands höfðu aðeins 32 skip fengið yfir tvö þúsund mál og tunnur síldar og átta skip yfir þrjú þúsund á laugardagskvöld s.L Andvari frá Reykjavík var hœstur með 4181 mál og tunnur. Hœstu „tví- lembingarnir“ voru Smári og Valbjörn með 2475 mál, og hœsta gufuskipið Ólafur Bjarnason, Akranesi 2283 mál og tunnur. Hér fer á eftir skýrsla Piskifé- lagsins s.l. laugardagskvöld (mál og tunnur samanlagt). Togarar: Sævar, Vm 1384; Sindri Akr. 1106 Tryggvigamli, Rvk. 1328. Önnur igufuskip; Alden, Dalvík 1400, Ármann, Rvk. 1014; Bjarki, Akureyri 541; Hug- inn, Rvík 715; Jökull, Hafnarfirði 2130; Ófeigur Vestm. 1230; ÓI- afur Bjarnason, Akr. 2283; Sig- ríður, Grundarf. 1000. Mótorskip (1 um nótt): Aðalbjörg, Akr. 863; Ágúst Þór- arinsson, Sth. 950; Akraborg, Ak. 807, Álsey, VE. 2516; Andey, Hris- ey 582; Andvari, Rvk. 4181; Anna Njarðvík 1367; Arinbjörn, Rvk. 977; Arnarnes 2446; Ársæll Sig- urðsson, Njarðv. 888, Ásbjörn, ísa- firði 883; Ásbjörn, Akr. 922; Ás- geir, Rvk. 2407; Ásmundur,_ Akr. 949; Ásúlfur, ísaf. 828; Ásþór, Seyðisfirði 2757; Auðbjöm, ísaf. 720; Auður, Ak. 2463; Baldur. VE. 1656; Bangsi, Bol. 597; Bjargþór 535; Bjarmi, Dalv. 2403; Bjarnar- ey, Hf. 870; Bjarni Ólafsson, G.K. 816; Björg, Nesk. 878; Björg, Eskif. 1575; Björgvin, Keflavík 1436; Bjöm, Keflav. 990; Björn Jónsson, Rvk. 2583; Bragi, Rvk. 993; Böðvar, Akr. 1951; Dagný, Sigluf. 2002; Dagur, Rvk 2152; Dóra, Rvk. 862; Draupnir, Nesk. 868; Edda, Hf. 2433; Egill, ÓF. 1102; Einar Hálfd., Bol. 1187; Einar Þveræingur, ÓF. 1727, Eld- borg, Borgarn. 941; Eldey Hrísey, 2182; Erlingur 2, Vestm. 1404; Ester, Ak. 650; Eyfirðingur, Ak. 721; Fagriklettur, Hf. 3654; Fann- ey, Rvk. 506; Farsæll, Akr. 1747; Faxaborg, Rvk. 1609; Fell, Vestm. 517; Finnbjörn, Isaf. 1931; Fiska- klettur, Hf. 673; Flosi, Bol. 1600; Fram, Hf. 962; Fram, Akr. 1784; Freydís, lasf. 1911; Freyfaxi,Nk. 2288; Fróði, Njarðv. 952; Garðar Rauðuv. 1704; Gautur 555; Goða- borg, Nesk. 915; Grindvíkingur, Grindav. 994; Grótta, Sigluf. 1234; Guðbjörg, Hf. 990; Guðm. Þórðar- son, Gerðum 1433; Guðm. Þorlák- ur, Rvk. 949; Guðný, Rvík 945; Gullfaxi, Nesk. 1451; Gunnbjörn, ísaf. 550; Gylfi, Rauðuvík 2445; Hafbjörg, Hf. 1024; Hafborg, Bn. 519; Hafdís, ísaf. 1132; Hafnfirð- ingur, Hf. 936; Hagbarður, Húsa- vik 2288; Hannes Hafstein, Dalv. 1217; Heimaklettur, Rvk 771; Á LAUGARDAG kl. fimm hófst keppnin með 100 metra sprett- hlaupi. Veður var fremur kalt og mrm það hafa háð betri árangrum. Mótstjóri og yfirdómari var Björn Magnússon. Frjálsíþróttafélag Sigluf jarðar sá um mótið. Úrslit í hinum ýmsu greinum urðu sem hér segir: 100 m. lilaup: sek. 1. Guðmundur Árnason, F.I.S. 11,5 2. Ragnar Björnsson, F.Í.S. 11,8 3. Vigfús Guðbrandsson, K.S. 12,0 4. Arthúr Sumarliðason, F.I.S. 12,1 Guðmundur Árnason er því Siglufjarðarmeistari í ár í 100 m. hlaupi. Siglufjarðarmetið er 11,4 sek., sett af Birni Jónssyni, sem hér var íþróttakennari á árunum. Kúluvarp: > 1. Bragi Friðriksson, K.S. 13,22 m. 2. Haukur Hansen, F.Í.S. 10,55 — 3. Vigfús Guðbr.son, K.S. 10,06 — Siglufjarðarmeistari í kúlluvarpi (Framhald á 4. síðu). Heimir, Seltj.n. 550; Heimir, Kefla- vík 608; Helga, Rvk. 3184; Helgi Helgason, Vestm. 3660; Hilmir Keflav. 758; Hilmir, Hólmav. 988; Hólmaborg, Eskif. 964; Hrafnkell, Nesk. 683; Hrefna, Akr. 623; Hrímnir, Sth. 1009; Hrönn, Sandg. 1718; Huginn I. ísaf. 1285; Hug- rún, Bolv. 1748; Hvítá, Borgarn. 646; Illugi 1282; Ingólfur, Keiflav. (G.K. 96) 920; Ingólfur, Keflav. 1179; Ingvar Guðjónsson 1191; Isbjörn, Isaf. 1142; Isleifur, Hf. 568; Jón Finnsson, Garði 776; Jón Guðmundsson, Keflav. 594; Jón Magnússon 1473; Jón Valgeir Súðav. 2088; Jökull, Vestm. 671; Keflvíkingur, Keflav. 1917; Keilir, Akr. 938; Kristján, Ak. 1156; (Framliald á 4. síðu). Churchill í Frakklandi. Hinn vinsæli form. brezka Ihalds floksins, Winston Ohurchill, fyrrv. forsætisráðherra Breta er nú staddur í smábæ einum í Frakk- landi, þar sem hann hyggst dvelja um 6 vikna skeið ásamt konu sinni ogdóttur. Ætlar Churchill að vinna þar að endurminningum sínum úr síðara stríði, en eins og menn muna, var hann forsætisráð- herra Bretaveldis á styrjaldarár- unum og vann sér þá hylli alheims- ins fyrir störf sín og dáðir. Síldveiðiskip missir stírið Á SUNNUDAG vildi það óhapp til, að stýrisstanni á m.b. Olivette frá Stykkishólmi brotnaði, er skipið var satt út af Tjörnesi. — Tókst þvl að komast í var undir nesinu og gerði þegar aðvart. Sæ björg fór þá á vettvang og komst að skipinu um kl. 6 e.h. og fór með það tii Akureyrar, þar sem gert verður að skemmdunum. Franz Jónatansson sjötíu og fimm ára í dag I DAG er sjötíu og fimm ára Franz Jónatansson hér í bæ. Franz er fæddur á Siglunesi 24.ágúst árið 1873, sonur hjónanna Jónat- ans Jónatanssonar og Guðnýjar Björnsdóttur, sem þar bjuggu þá búi sínu. Þau hjónin fluttust bú- ferlum að Bæ á Höfðaströnd, þegar Franz var á fyrsta árinu og bjuggu þar til 1889. Hjá þeim að Bæ var Franz öll sín uppvaxtarár. Hann giftist árið 1895 Jóhönnu Gunnarsdóttur frá Vatni, og eign- uðust þau hjónin þrjú börn, tvær dætur og einn son, sem fórst af slysförum. Dætur þeirra eru báðar giftar, Guðlaug Verónika er gift Eiði Sigurjónssyni á Skálá og Jóna Guðný er gift Kristjáni Sigfús- syni, Rauðhóli. Þau Franz og Jóhanna, kona hans, bjuggu í tvö ár á Vatni, en fluttust þaðan að Garðhúsi við Höfðavatn, en svo nefndu- þau hjón nýbýli, er þau reistu sér, en þaðan fluttu þau til Málmeyjar og bjuggu þar í fjögur ár eða til 1914, að þau fluttu að Skálá. — Meðan Franz var á Skálá var hann oddviti um fjögurra ára skeið, en annars var aðalstarf hans hvorki búskapur né oddvitastarfið. Hann hóf á unga aldri kennslustörf, sem hann starfaði að af viðurkenndum dugnaði og samvizkusemi í um 40 ár. I fyrstu var hann farkennari, en síðar kenndi hann að Bæ og í Hofsósi og þá að Skálá og „heima í Málmey frá 1919“, eins og hann sjálfur kemmst að orði. Hann bjó nú í Málmey í 22 ár samfleytt eða til ársins 1941, að hann flutti hingað til Siglufjarðar. (Framhald á 4. síðu). Meistaramót Siglufjarðar í frjálsum íþróttur : ÞRJQ Ní SIGLUFJARÐARMET SETT Um síðustu itelgi fór fram meistaramót Slglufjaróar í frjálsum íþróttum og voru ísett þrjú ný Sigluf jarðarmet: í langstökki, hástökki og 200 m. hlaupi. — Óhagstætt veður háði betri árangrum.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.