Siglfirðingur


Siglfirðingur - 16.03.1950, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 16.03.1950, Blaðsíða 1
Stjórnarkreppan leyst Samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins, undir forsæti Steingríms Steinþórssonar, þingmanns Skagfirðinga, tók við völdum s.l. þriðjud. Frumvarp fráfarandi ríkisstjórnar um gengis- skráningu og afnám styrkjastefnunnar verður sam- þykkt með litlum breytingum. Þjóðin mun almennt hafa fagn- að Iþví, að tókst að mynda íþing- ræðislega ríkisstjórn og fyma Al- þingi og þjóðina því öngþveiti, sem áframhaldandi stjórnarkreppa hefði ollið. Ástandið í þjóðarmál- um var orðið það alvarlegt, að telja má, að algjörlega hafi verið óforsvaranlegt að etja þjóðinni út í nýjar kosn. og flokkaófrið. Þingm. bar heilög skylda til, að taka hönd ium saman og snúast gegn vandan ium, fyrirbyggja stöðvun útflutn- ingsframleiðslunnar og þar með allrar gjaldeyrissköpunar, en sú ógnun vofði yfir, og i kjölfar þess hefði komið algert atvinnuleysi og eymd. 'Nú hefur myndast ríkisstjórn með sterkt þingfylgi á bak við sig, sem líkleg er til að tryggja varan- lega úrlausn þessara mála á grund velli þess frumvarps í efnahags- málum, sem ríkisstjóm Sjálfstæðis flokksins hafði unnið að og ’lagt fram á Alþingi. Ríkisstjórnina skipa sex ráð- herrar, þrír úr hyorum stjómar- flokki: SteingrímUr Steinþórsson er forsætisráðherra, Ólafur Thors atvinnumálaráðherra, Bjami Bene diktsson, utanríkis- og dómsmála- ráðherra, Bjöm Ólafsson, mennta- og viðskiptamálaráðherra, Ey- steinn Jónsson, fjármálaráðherra, og svo fékk Hermann Jónasson iandbúnaðarmál. Engu skal hér um það spáð, hvort þessi samvinna megnar að leysa hin erfiðu viðfangsefni og fer það að verulegu leyti eftir við- ibrögðum fólksins sjálfs. En von- andi tekst henni að lækna hið sjúka efnahagslíf, skapa atvinnuöryggi og treysta þann grunn, sem vel- ferð þjóðarinnar hvílir á. Sérhver sannur íslendingur tekur undir þær óskir og leggur sitt af mörk- spyrnu þeirra manna, sem miða sína starfsemi við að naga sundur stoðimar, sem þjóðfélagsbyggingin hvílir á — atvinnuvegina — til að geta á rústum íslenzka lýðveldis- ins reist „Sovétr'iki," og ef til vlll einnig Alþýðufl., sem af ótta við kommúnista gerist einskonar ,,doría“ aftan í stjórnarandstöðu þeirra. Hamingja þjóðarinnar er því undir því komin, að slíkum niður- rifsöflum verði ekki ofmikið á- gegnt í blekkingartilraunum sín- um og að þjóðarheildin skilji sinn vitjunartíma og sameinist um þær bjargráðatillögur er fyrir liggja og leggist á eitt um að árangur þeirra megi verða sem mestur og happadrýgstur. Ræða forsætis- ráðherra í útvarpi frá Alþingi s. 1. þriðju- dag lýsti Steingrlimur Steinþórsson forsætisráðherra því yfir, að stjórn arflokkarnir myndu samþykkja frumvarp fráfar;andi stjórnar um gengisskráningu og viðbótarráð- stafanir, með nokkmm breyting- um, sem fullt samkomulag hefði orðið um milli flokkanna. Sagði forsætisráðherra ennfrem ur, að þeir flokkar, sem nú hefðu tekið höndum saman, hefðu löng- um staðið andvígir, en þjóðarnauð syn hefði bundið þá 'í samstarfi til að leysa aðkallandi vandamál, sem ekki þyldu að dragast á langinn. Lýsti forsætisráðherra, Stein- grímur Steinþórsson því yfir, að stjórnin hefði fullan hug á, að koma í veg fyrir að gengislækkun- in komi þungt niður á launþegum og óskaði eftir samstarfi við for- ustumenn stéttarfélaganna til að um til að þær megi rætast. Stjómln mun án efa mæta and- fyrirbyggja slíkt. Ölafur Ragnars kosinn formaður Félags Sjálf- stæðismanna, og Pétur Björnsson formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna Félag Sjálfstæðismanna í Siglu- firði hefur nýlega haldið aðalfund sinn. Stjórnarkosning fór sem hér segir: Form.: Ólafur Ragnars Þ. Ragnar Jónasson Guðfinnur Þorbjörnsson Alfons Jónsson Páll Erlendsson Auk stjórnar voru eftirtaldir menn kjörnir í hið sameiginlega fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna: Egill Stefánsson, Jónas Jóhanns- son, Finnur Níelsson og Níls Isaks. Fundurinn var haldinn að skrif- stofu flokksins. Auk venjulegra aðailfundastarfa voru teknir nok;kr ir nýir félagar í félagið. Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna var haldinn s. 1. mánudags'kvöld að skrifst. flokks- ins. 1 stjórn voru kosnir: Form.: Pétur Björnsson Aage Schiöth Guðfinnur Þorbjömsson Sigurður Árnason Níls Isaksson ÍSLAND NÝTUR ÁFRAM EFN AH AGS AÐSTOÐ AR Marshall-aðstoðin til Islands á f járhagsárinu 1. júlí 1950 fram til 30 júní 1951 hefir til bráðabirgða verið áætluð að upphæð 5.200.000 dollarar, samkvæmt upplýsingum er Paul Hoffman, framkvæmdar- stjóri Efnahagssamvinnustofnun- arinnar í Washington (ECA), lét utanríkismálanefnd Öldungadeild- ar Bandaríkjalþings 'i té. Paul G. Hoffman hefir flutt f jár veitingarbeiðni Efnahagssamvinnu stjórnarinnar fyrir ýmsum nefnd- um Bandaríkjaþings undanfarið, en beiðni þessi nemur 3.100.000.000 dollurum fyrir næsta fjárahgsár. Við sama tækifæri tilkynnti hann einnig eftirfarandi ibráðabirgða- tölur yfir framlög til þátttökur'íkja Efnahagssamvinnu Ewrópu: Austurríki Belgía Danmörk Tríeste Frakkland V-Þýskaland Gríkkiand Irland Italía Holland Noregur Portugal Svíþjóð Tyrkland Bretland 124.400.000 $ 142.800.000 $ 65.100.000 $ 10.000.000 $ 502.800.000 $ 552.900.000 $ 148.800.000 $ 35.500.000 $ 290.800.000 $ 192.800.000 $ 67.100.000 $ 23.500.000 $ 34.300.000 $ 44.100.000 $ 687.100.000 $ Efnahagssamvinnustjómin ger- ir ráð fyrir að upphæð, sem nem- ur allt að 600.000.000 $ verði dreg- in hlutfallslega frá framlögum til þátttökuríkjanna, og sé þessari upphæð varið til hins fyrirhugaða greiðslujafnaðarsambands Ev- rópu. Þessari fjárupphæð verður síðan úthlutað til þátttökuríkj- anna eftir ákveðnum reglum. Að meðtöldum þeim 5.200.000$ sem er bráðabirgðaframlag til Is- land á næsta fjárhagsári, nemur áætluð Marshall aðstoð til Islands á tímaibilinu frá apríl 1948 itil júní 195118.400.000 dollurum. Á fimmt án mánaða tímabili, þ.e. frá því í apríl 1948 og fram til 1. júní 1949, fékk Island samtals 8.300.000 $ en efnahagsaðstoð á yfirstandandi ári er áætluð 7.000.000, á tímabil- inujúlí 1949 til júní 1950. ELLIÐI seldi í Grímsby Elliði seldi í Gríitísby 2941 kitt fyrir 7068 sterlingspund síð- ast liðinn þriðjudag. Hann mun lesta salt í Englandi og er ekki væntanlegur hingað fyrr en í byr j un næstu viku.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.