Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.05.1962, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 23.05.1962, Blaðsíða 1
Málgagn siglfirzkra Sjálfstæðismanna 8. tölublað. Miðvikudaginn 23. maí 1962. 35. árgangur. Verkeíni, sem vinna þarl j ÞVI ER FOLGIN MIKIL HÆTTA!" Sú skoðun Sjálfstæðismanna hefur áður verið áréttuð hér í blaðinu, að framtíð Siglufjarðar verði að verulegu leyti mörkuð næstu árin. Sú staðhæfing er studd þeim rökum, að á döfimii eru þau hagsmunamál byggðar- lagsins á sviði samgangna, at- vinnumála, útgerðar- og hafnar- framkvæmda, sem mun hafa af- gerandi áhrif til vaxtar og við- gangs alls athafnalífs í bænum í náinni framtíð. Þá hefur blaðið bent á nauðsyn þess, að lýðræðisöflin láti ágrein- ing um aukaatriði lönd og leið, en hefðu samstarf um aðalatriði, sem máli skipta fyrir heill og liam- ingju fólksins, sem byggir þenn- an bæ. Kommúnistar leggja nú, samanber nýútkomið „Kosninga- blað“, álierzlu á neikvæða gagn- rýni og ýktar aðfinnslur um gang bæjarmála á liðimú tíð, í stað þess að horfa fram á veginn. — Sjálfstæðismenn telja, að sam- hent bæjarmálaforysta lýðræðis- flokkanna geti í samvinnu við ríkisstjórn og Alþingi, sem undir þarf að sækja um flest málefni bæjarins, bezt tryggt þá fram- vindu mála, sem framtíðarheill Siglufjarðar er undir komin. Eftirtalin atriði eru þau, sem höfuðálierzlu verður að leggja á: 1. HAFNAKMÁL Að lokið verði þeirri stækkun liafnarbryggjunnar, sem nú er á lokastigi. I vor verða settar í bryggjuna vatns- og skolpleiðslur, og haldið áfram að steypa slit- flöt hennar. Þá verður sett þar upp ný bílvog, sem þegar er kom- in til bæjarins. Að lokið verði viðgerð öldubrjóts og gerð flóð- varnargarðs, norðan eyrarinnar, og hefur reyndar þegar verið tryggt fjármagn til þeirra fram- kvæmda. Að liraðað verði gerð Innri- hafnar, og væri það verk þegar hafið, ef ekki hefði staðið á vinnu teikningum frá Vitamálaskrif- stofunni. Stefnt verði að því að taka hluta þessa mannvirkis til notkunar þegar á næsta ári. I sambandi við þessar hafnar- framkvæmdir verði lögð áherzla á að stórbæta útgerðaraðstöðu, ekki sízt smábátaútvegsins, sem nú er vaxandi hér, og mun það í at- hugun hjá bæjarstjómarmeiri- hlutanum, á hvern hátt það verði gert á beztan og skjótastan máta. 2. ATVINNUMAL Stefnt verði að því að efla og Framhald á bls. 3. Tryggvi Sigurbjarnarson ritar grein í „Kosningablað Alþýðu- bandalagsins“, þar sem hann læt- ur að því liggja, að leyniskýrslur hans, sem ritaðar eru í nafni Sócialistafélags Islendinga austan- tjalds, séu saklaus skrif, er segi kost og löst á stjómskipulagi A.- Þýzkalands. í tilefni þessa skrifs telur Siglfirðingur skyldu sína, að færa frekari sannanir á fyrri full- yrðingar um félagsskap þennan og skrif iSÍA-mannsins, Tryggva Sigurbjarnarsonar. Birtir blaðið hér ljósmynd af niðurlagi bréfs, undirrituðu af Tryggva, og kunn- gerir lesendum sínuní nokkuð af VÍSAÐ ÚR LANDI FYRIR NJÓSNIR Ríkisútvarpið skýrði frá þvi í gærdag, að vísað ihefði verið úr landi tékkneskum manni vegna njósnatilraunar. Hafði Sigurður Ólafsson, flugmaður, upplýst, að tékkneskur sendifulltrúi, V. Stoch að nafni, sem hér var á árunum 1956—’61, og kom ihingað til lands á ný 13. þessa mánaðar, hafi reynt að fá sig til að njósna á KeflavíkurflugveOli um flugstyrk varnarliðsins. Flugmaðurinn gerði íslenzkum yfirvöldum viðvart og var málinu vísað til sakadóms Reykjavíkur til nánari rannsókn- ar. Leiddi sú rannsókn til þess, að þessum austan-tjalds manni var vísað úr landi. innihaldi þess ihér í blaðinu, máli sínu til stuðnings. Varðandi fullyrðingar T. S. rnn saMeysi leyniskýrslna hans, er rétt að vekja a/thygli á eftirfar- andi orðum úr skýrslu um aðal- fund íSÍA, sem haldinn var í „skólahúsi fiskikombinatsins“ í Rostook í A.-Þýzkalandi 1960. — Þar segir m. a.: „Tryggvi tók nú til máls og kvaðst vilja segja skoðun sína og annarra félagsmanna. — Skýrslurnar, sem sendar væru heim, taldi liaim vera þess eðlis, að ekki mættu þær komast í hendur hvers sem væri, I ÞVÍ VÆRI FÓLGIN MIKIL HÆTTA. Og nefndi Tryggvi í því sambandi m. a. ýtarlegt bréf og skýrslu um innanlandsmál í DDR (A,- Þýzkaland, innsk. Siglf.), sem sent hefði verið Einari Ol- geirssyni“. Augljóst er hver sú hætta er, sem SÍA-maðurinn ræðir um, hættan við að íslenzkt fólk fái vitneskju um störf þessa félags- skapar, tengsl hans við erlend öfil, og eigin hlutdeild í því efni. Hér kveður við annan tón en í „Kosn- ingablaðinu“, þar sem Tryggvi vill segja öllum ,,sannleikann“ um þessi mál! Á öðrum stað á þess- ari síðu eru birtar frekari tilvitn- anir í bréf Tryggva og skýrsluna um aðalfund SÍA í Rostoak í A,- Þýzkalandi. Þurfa Siglfirðingar frekari sannana við? Leynibréf það, sem hér er gert að umtalsefni, ásamt skýrsl- unni um aðalfund SlA í Rostock í A.-Þýzkalandi, er undirritað af Tryggva Sigurbjarnarsyni (sjá ljósmynd). Bréfið er hafið í Leip- zig um áramótin 1959—60 og lokið í Dresden 20. janúar 1960, og virðist bréfritari hafa verið á ferðalagi um þetta „fyrirmyndar- ríki“ einhverra erinda. „SAMSTARF VH) ÞÝZKA FLOKKINN“ í framhaldi af frásögn af ýtar- legum viðræðum SÍA-manna við áróðursmeim austur-þýzka kom- únistaflokksins, segir meðal ann- ars svo í bréfi Tryggva: „Við teljum að þama séum við komnir út á nýja og góða braut I eflingu samstarfs við þýzka flokkinn“. — Þá segir svo frá ferðalagi Brynj- ólfs Bjarnasonar á fund flokks- forystunnar í A.-Þýzkalandi: „Eitt af verkefnum B. B. á ferðalagi hans var að semja um námskeið- ið. Þótti okkur það góð tíðindi að þó skuli hafa verið brugðið svona fljótt við. Þegar viðræð- urnar voru, var B. B. á leið norð- ur til Rostock, en ÞAR SKYLDI HANN SEMJA VIÐ HÉRADS- STJÓRNINA 1 ROSTOCK UM NAMSKEBE)H)“. 1 sambandi við þetta námskeið minnast Siglfirð- ingar utanferðar Hannesar Bald- vinssonar, sem mun hafa sótt þetta námskeið lieim, er Brynj- ólfur Bjarnason samdi um við austur-þýzka aðila, og lialdið var til skólunar á starfsliði flokksins hér á landi. „TVÍSKIPTINGIN HALDI ÁFRAM“. Eftirfarandi orð í bréfi Tryggva vekja og verðskuldaða athygli: „Sagði B. B. frá undirbúningi flokksþingsins og það með, að hann taldi líklegt að engar deilur yrðu að ráði um skipulagsmálin, enda flestir félagar komnir á þá skoðun, AD FLOKKURINN SKYLDI BLÍVA OG TVÍSKIPT- INGIN HÉLDI ÁFRAM“. Hér er bersýnilega átt við það, að Kommúnistaflokkurinn (Sócial- istaflokkurinn) skyldi áfram blíva, en „tvískiptingin héldi áfram“, þ. e. a. s. Alþýðubanda- lagsnafnið skyldi áfram notað í kosningum. UMMÆLI FORSETA ÆSKULYDSFYLK- INGARINNAR Víkjiun þá lítillega að skýrsl- unni um aðalfundinn í Rostock. Þar segir m. a. frá gagnrýni þá- verandi forseta Æskulýðshreyf- ingarimiar, Guðmundar Magnús- sonar, á þessa leið: „Hitt atriðið sem Guðmundur gagnrýndi var skipulag íslandsdeildar SÍA. Kvartaði hann undan því, að deild þessi STARFAÐI SEM LEYNIFÉLAGSSKAPUR og vekti talsverða tortryggni. Með- limir hennar kæmu skýrslum Framh. á bls. 4.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.