Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011
L50539 Stofnað 1913 L50539 129. tölublað L50539 99. árgangur L50539
TÍSKA OG FÖRÐUN
SUMARFÖRÐUN, SÓLGLERAUGU, SÓLARVÖRN,
SUMARILMUR OG NÝJAR VÖRUR 
32 SÍÐNA AUKABLAÐ FYLGIR BLAÐINU Í DAG
Pétur Kristján Guðmundsson, sem
er 25 ára gamall, var fyrir tveimur
vikum útskrifaður af göngudeild
Landspítalans á Grensási þar sem
hann hefur verið í endurhæfingu
undanfarna mánuði eftir alvarlegt
slys sem hann lenti í á gamlárs-
kvöld í bænum Innsbruck í Aust-
urríki. Strax eftir slysið tjáðu
læknar honum að 99,9% líkur væru
á því að hann myndi aldrei ganga
aftur. Hann hefur þegar tekið
miklum framförum í endurhæfing-
unni. ?Ég er farinn að geta gengið
svona eins og Pappírs-Pési ofan í
sundlauginni á Grensási,? segir
hann hlæjandi. Pétur er kvik-
myndagerðarmaður og sér fram-
tíð sína fyrir sér á því sviði. Hann
ætlar sér jafnframt að ganga að
nýju. ?Allt snýst þetta bara um vilj-
ann.? »6
Morgunblaðið/Ernir
Heima Pétur Kristján Guðmundsson hefur verið í endurhæfingu eftir slys
sem hann lenti í á gamlárskvöld. Hann getur nú gengið óstuddur í vatni.
?Allt snýst þetta
bara um viljann?
L50098 Endurhæfing gengur vel eftir slys
L52159 Í fyrrasumar leiddu þurrkar í
Rússlandi til hækkunar á hveiti-
verði á heimsmörkuðum. Nú glíma
Kínverjar við þurrka og hefur upp-
skerubresturinn sem honum fylgir
enn á ný vakið umræður um stöðu
matvælaframleiðslu í heiminum.
Íslendingar hafa áður horft fram
á verðsveiflur á matvörumörk-
uðum. Nú eru hins vegar teikn á
lofti um að gríðarleg eftirspurn eft-
ir hrávörum frá Asíu sé að leiða til
nýrrar stöðu, sem og stöðug aukn-
ing í eftirspurn frá öðrum heims-
hlutum þar sem fjölmennar milli-
stéttir eru að verða til.
Rætt er við Jón Orm Halldórsson,
einn helsta sérfræðing Íslendinga í
hagsögu Asíu, í Morgunblaðinu í
dag. Hann bendir á að síðustu ára-
tugi hafi ?kaupmáttur á Vest-
urlöndum ... vaxið mjög mikið út af
tiltölulega lækkandi hráefnaverði
og enn frekar vegna lækkandi
verðs á iðnframleiðslu?. »14
Reuters
Vökvað Þurrkar skapa mikil vandræði.
Ísland að sigla inn
í nýtt umhverfi
L52159 Icelandic Gro-
up hefur gengið
frá sölu á starf-
semi sinni í
Frakklandi og
Þýskalandi. 
Brynjólfur
Bjarnason, for-
stjóri Icelandic
Group, segir að
með sölunni sé
mikilvægt skref
tekið við endurskipulagningu Ice-
landic Group enda muni skuldir
minnka mikið og áherslur verða
skýrari. 
?Salan gerir okkur kleift að
draga nýja víglínu og við munum
núna halda áfram við að straum-
línulaga reksturinn og skoða svo
framhaldið.? »8
?Gerir kleift að
draga nýja víglínu?
Brynjólfur 
Bjarnason
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Aflaheimildir fjórtán sjávarútvegsfyrirtækja í
Vestmannaeyjum skerðast um 15.500 þorskígildis-
tonn á fimmtán árum, þar af 7.500 tonn strax á
fyrsta ári, verði frumvörp um breytingar á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu að lögum. Aflaheimildir í
Fjarðabyggð skerðast um 13.300 tonn þegar lögin
verða komin að fullu til framkvæmda. Þetta eru nið-
urstöður útreikninga Útvegsmannafélags Aust-
fjarða og Útvegsbændafélags Vestmannaeyja sem
eyjum, og um 100 starfa í Fjarðabyggð. Þá myndu
kjör þeirra sem eftir yrðu væntanlega rýrna. 
Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka at-
vinnulífsins, segir útreikningana sláandi. Innan
þriggja vikna munu aðilar vinnumarkaðar meta það
hvort forsendur séu til þess að staðfesta þriggja ára
gildistíma nýgerðra kjarasamninga. ?Ég trúi því
ekki fyrr en ég tek á því að stjórnvöld ætli að eyði-
leggja frið á vinnumarkaði með svona vinnubrögð-
um,? segir Vilmundur.
M
Frestur er á illu bestur »4
kynntar voru í gær. Meðaltalsúthlutun aflaheimilda
síðustu tuttugu árin er notuð sem viðmið, en það
meðaltal er töluvert hærra en úthlutaðar aflaheim-
ildir á yfirstandandi fiskveiðiári.
Kemur ekki á óvart að niðurstaðan sé þessi
Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarút-
vegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir það
ekki koma sér á óvart að útvegsmenn ?reyni að
reikna sig til þessarar niðurstöðu?. Þær niðurstöð-
ur voru meðal annars settar í það samhengi að
skerðingin svaraði til allt að 160 starfa í Vestmanna-
Dökk mynd dregin upp
L50098 Útvegsmenn í Eyjum og Fjarðabyggð óttast afleiðingar breytts fiskveiðikerfis
L50098 Segja útreikninga sýna fram á stórminnkuð umsvif og atvinnumissi fjölda fólks
Það var ekki 17. júní í gær þótt annað megi halda af þessari mynd og stemning-
unni sem myndaðist á Austurvelli. Þar var haldin með pomp og prakt árleg
tískusýning Hjálpræðishersins. Meðal þeirra sem gengu sýningarpallinn var
borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, sem kom fyrir sjónir eins og
skátaforingi. Auk hans tóku margir þjóðþekktir einstaklingar þátt í
sýningunni sem á annað hundrað manns fylgdist með.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Borgarstjórinn bar fána lýðveldisins
L52159 Haraldur Briem sóttvarnalæknir
býst ekki við því að kólígerlasýk-
ingin berist hingað til lands. Sýk-
ingin hefur orðið sautján manns að
bana í Þýskalandi að undanförnu
og er talið að hún komi úr hráu
grænmeti. ?Ég á ekki von á því að
sýkingin berist hingað með mat-
vælum. Hún er líka þannig að það
eru litlar líkur á því að smitast frá
manni til manns. Það er helst þegar
um börn er að ræða, sem er lítið í
þessu, þetta er mest fullorðið fólk
og þá helst konur sem eru að sýkj-
ast,? segir Haraldur. » 6 og 13
Litlar líkur á að sýk-
ingin berist hingað

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36