Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011
L50539 Stofnað 1913 L50539 131. tölublað L50539 99. árgangur L50539
HEIMURINN VÆRI
ÖMURLEGUR 
ÁN KVENNA 
FLUG-
FREYJUR
Í 40 ÁR 
PÁLL VEIDDI 
FYRSTA LAXINN
Í BLÖNDU 
ORÐIÐ VIRT
ÆVISTARF 10
LAXVEIÐIN HAFIN 9BUBBI MEÐ NÝJA PLÖTU 28 
Veturinn verður styttri, vorið kemur
fyrr og haustin verða mildari hér á
landi á komandi áratugum. Orsaka-
valdurinn er hlýnandi loftslag. En
það verður líka minni snjór og meiri
úrkoma og oftar steypiregn þegar
líður lengra á 21. öldina. Þurrum
dögum mun líklega fækka.
Spár gera ráð fyrir að meðaltals-
hlýnun við Ísland verði rúmlega
0,2°C á áratug fram undir miðja
þessa öld. Meiri óvissa er varðandi
hlýnun á síðari helmingi 21. ald-
arinnar en spár gera ráð fyrir 1,4°C
til 2,4°C hlýnun. Meðalárshiti í
Reykjavík verður tæp 7,7°C í lok
þessarar aldar ef spár um hlýnun
andrúmsloftsins ganga eftir. Það er
nálægt því sem meðalárshiti var í
Malmö í Svíþjóð frá 1981-1990. 
Mikið hefur hlýnað á Íslandi frá
1980 og í spá milliríkjanefndar Sam-
einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt-
ingar (IPCC) er því haldið fram að
hlýnun verði meiri á norðurslóðum
en sunnar á hnettinum.
Hlýindin hafa mikil áhrif á lífríkið,
ekki síst gróðurinn. Fyrir hvert stig
sem hlýnar að ársmeðaltali eykst
grasspretta um nálægt 15%. Meðan
menn ástunduðu vetrarbeit, einkum
sauðfjár, minnkaði heyþörfin að
vetri um 15% með eins stigs hita-
hækkun. Hlýindin berast hingað
með straumum hafs og lofts.
Í greinaflokki Morgunblaðsins er í
dag og næstu daga fjallað um þau
hamskipti sem eru að verða á lands-
lagi og lífríki Íslands vegna hlýnandi
loftslags.
Spáir minni snjó og meira steypiregni
L50098 Meðaltalshlýnun rúmlega 0,2°C á
áratug fram undir miðja þessa öld
Morgunblaðið/RAX
Skeiðarárbrú Lengsta brú landsins stendur nú að mestu á þurru og er á
sinn hátt táknmynd um afleiðingar hlýnandi loftslags hér á landi.
Hamskipti lífríkis og landslags
Í Reykjavíkurhöfn í gær var hinn glæsilegi eikarbátur, Hildur frá Húsavík,
smíðaður á Akureyri árið 1974. Kvótafrumvörp stjórnvalda voru ræðu-
mönnum á sjómannadegi ofarlega í huga um allt land, m.a. forseta Íslands,
sjávarútvegsráðherra og útgerðarmönnum. »6
Kvótafrumvörpin skyggðu á sjómannadaginn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
L52159 Áætlaður er
fundur formanna
þingflokkanna í
dag fyrir hádegi
þar sem ræðst
hvort sumarþing
verður haldið
eða hvort
þinginu lýkur nú
á fimmtudag
þrátt fyrir mik-
inn fjölda stórra mála sem liggja
ókláruð hjá því. Þuríður Backman,
formaður þingflokks Vinstri
grænna, segir að af þeim tveimur
frumvörpum um sjávarútvegsmál
sem liggja fyrir þinginu sé ljóst að
það stóra verði ekki afgreitt á vor-
þinginu enda þurfi svo viðamikið
frumvarp vandaða yfirferð, um-
sagnir og góðan tíma til umræðna,
en hún segist búast við að minna
frumvarpið verði samþykkt. »2
Stóra málið ekki 
afgreitt á vorþingi
Þuríður Backman
L52159 Dregist hefur um of að hleypa
Bjargráðasjóði að málum þeirra
sem urðu fyrir tjóni af völdum
Grímsvatnagossins. Er það mat Sig-
urðar Inga Jóhannssonar, þing-
manns Framsóknarflokksins, sem
beindi fyrirspurn til Jóhönnu Sig-
urðardóttur forsætisráðherra síð-
asta föstudag um fjárhagslegan
stuðning við þá sem hann þurfa í
kjölfar gossins. Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra segir málefni Bjargráða-
sjóðs vera í eðlilegum farvegi. »4
Stjórnvöld draga
lappirnar í stuðningi
Eldgos Frá öskusvæðinu undir jökli.
Morgunblaðið/Eggert
1. hluti af 7
Minnisvarðinn á sandinum 13
Greinileg stígandi í hitanum 13
Óvenjuleg hlýindi á Íslandi 14
Horfur á vaxandi hlýindum? 15
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Tillaga frá efnahags- og skattanefnd
Alþingis um fjármögnun almennrar
vaxtaniðurgreiðslu er til skoðunar
hjá Lögmannafélaginu enda mark-
mið tillögunnar að margra mati að
komast framhjá bannákvæði stjórn-
arskrár um afturvirkni skatta. Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir til-
löguna forsendubrest á kjarasamn-
ingunum og ganga þvert á loforð rík-
isstjórnarinnar um að jafna upp á við
lífeyrisréttindi félagsmanna ASÍ.
Hinn 22. júní verður haldinn fundur
hjá ASÍ þar sem metið verður hvort
forsendubresturinn sé slíkur að
kjarasamningarnir öðlist ekki gildi.
Ríkisstjórnin sækir rökstuðning
sinn til skattlagningar til viljayfirlýs-
ingar sem gefin var út í desember af
hlutaðeigandi aðilum, en hvorki
fulltrúar Samtaka fjármálafyrir-
tækja né ASÍ segjast hafa samþykkt
skatt. Yfirlýsingin hafi falið í sér
vilja ASÍ og Samtaka fjármálafyrir-
tækja til að leita leiða um fjármögn-
un almennrar vaxtaniðurgreiðslu.
Bæði ASÍ og Samtök fjármálafyrir-
tækja eru sammála um að ríkis-
stjórnin hafi ekki staðið við loforð
um samráð. ?Ég gerði þeim grein
fyrir því í nóvember að ASÍ myndi
aldrei samþykkja það að lífeyrissjóð-
irnir yrðu skattlagðir,? segir Gylfi.
M
Forsendubrestur 4
Kjarasamningar í uppnámi
L50098 Ný skattlagning lífeyrisréttinda er forsendubrestur kjarasamninga, segir Gylfi
Arnbjörnsson hjá ASÍ L50098 Samtök fjármálafyrirtækja hafa ekki samþykkt þetta
Aldrei samþykkt
» Ríkisstjórnin hafði ekkert
samráð þegar hún ákvað nýja
skattlagningu á lífeyrisréttindi
og fjármálafyrirtæki.
» Hvorki ASÍ né Samtök fjár-
málafyrirtækja samþykkja
þessa nýju skattlagningu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32