Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2011
L50539 Stofnað 1913 L50539 133. tölublað L50539 99. árgangur L50539
BANNAÐ AÐ
TÝNA GLEÐINNI
OG SLASA SIG
VERÐSKYNIÐ
VANTAR
FJÖLHÆFUR
OG FRJÓR
HÖNNUÐUR
ÍÞRÓTTASKÓR DÝRIR 18 HENRIK VIBSKOV 32HANDBÓK UM ÚTIVIST 10 
Fréttaskýring um verðlag
eftir Baldur Arnarson
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd
fundaði um svokallað litla frumvarp
um stjórn fiskveiða í gærkvöldi.
Meirihlutinn lagði til tilslakanir á
efni frumvarpsins. 
?Það var farið yfir hugmyndir
stjórnarmeirihlutans í nefndinni um
hvað mætti gera til að liðka fyrir
þinglokum,? sagði Lilja Rafney
Magnúsdóttir, formaður nefndarinn-
ar, í gærkvöldi. Hún segist hafa lagt
fram efnislegar tilslakanir á efni
frumvarpsins. ?Við vorum með til-
slakanir, ef þær mættu verða til þess
að liðka fyrir samningum um þing-
lok,? segir Lilja Rafney og vildi að
öðru leyti ekki tjá sig um tillögurnar.
?Það var engin efnisleg niðurstaða á
þessum fundi,? segir Einar K. Guð-
finnsson, Sjálfstæðisflokki, sem situr
í nefndinni. ?Það voru lagðar fram
nokkrar hugmyndir. Sumar eru til
bóta, aðrar ganga ekki upp. Við gát-
um ekki rætt þær efnislega á fund-
inum,? segir Einar og segist ekki
geta tjáð sig um efni tillagna Lilju
Rafneyjar, en hann segir að að ein-
hverju leyti sé verið að koma til móts
við þá gagnrýni sem hann hefur sett
fram. Þetta staðfesti Sigurður Ingi
Jóhannsson, fulltrúi Framsóknar-
flokks. Hann segir mörgum spurn-
ingum ósvarað og að ekki hafi gefist
nægur tími til vinnu í nefndinni.
M
?Maður skilur ekki »4
Tilboð um tilslakanir
L50098 Meirihlutinn lagði fram tilslakanir á litla fiskveiðifrumvarpinu í gær L50098 Ekki
hefur náðst samkomulag um þinglok L50098 Áfram fundað í dag um stjórn fiskveiða
Þinglok ekki ákveðin
» Ekki hefur náðst sam-
komulag um þinglok og því er
óvíst hvenær þingi lýkur.
» Fiskveiðifrumvarpið er ein 
helsta ástæða þess að ekki 
hefur náðst samkomulag, að
sögn Ástu R. Jóhannesdóttur,
forseta Alþingis.
L52159 Allt útlit var í gærkvöldi fyrir
að vinnustöðvun flugvirkja hæfist
klukkan sex nú í morgun og á
hún að standa til kl. tíu. Upp úr
viðræðum Flugvirkjafélags Ís-
lands og Icelandair slitnaði síð-
degis í gær. ?Það er boðuð vinnu-
stöðvun 8., 9. og 10. júní, fjóra
tíma í senn, ef ekki nást samn-
ingar. Þetta eru heilir þrír sólar-
hringar og við getum vonandi
náð saman á þeim tíma,? segir
Óskar Einarsson, formaður Fé-
lags flugvirkja. Vinnustöðvunin
kemur til með að hafa seinkanir í
för með sér á flugi Icelandair til
Evrópu í morgunsárið.
Vinnustöðvun flug-
virkja seinkar flugi
Morgunblaðið/Ernir
?Ég þakka ykkur fyrir að sýna mér stuðning í því óheillamáli sem hófst í
landsdómi í dag,? sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og
formaður Sjálfstæðisflokksins, við þéttskipaðan sal stuðningsmanna sinna
í Hörpu í gær. Hann vísaði öllum sakarefnum á bug fyrir dómnum í gær.
?Við ætlum að hafa sigur í þessu máli.? Geir sagðist finna stuðning víða að,
en á fundinum voru bæði pólitískir samherjar og andstæðingar hans. »12
Þéttskipað á stuðningsmannafundi Geirs
Morgunblaðið/Kristinn
L52159 Meðalgengið í
fyrsta gjaldeyr-
isútboði Seðla-
bankans í
tengslum við
áætlun um afnám
haftanna nam
tæpum 219 krón-
um gagnvart
evru. Í útboðinu
keypti bankinn
aflandskrónur fyrir tæplega 14
milljarða í gjaldeyri. Alls bárust til-
boð fyrir ríflega 61 milljarð króna í
útboðinu. Opinbert seðlabanka-
gengi gagnvart evru nemur tæpum
167 krónum. »16
Meðalgengið 219 kr.
gagnvart evru
Útboði lauk í gær.
Arnar Sigurmundsson, formaður
Landssambands lífeyrissjóða, segir
greinilegt að stjórnvöld séu að heykj-
ast á skattlagningu á lífeyrissjóði og
kveðst hann fagna því. ?Við sögðum
strax að skattlagning kæmi aldrei til
greina,? sagði Arnar í gær.
Arnar bendir á að viðræður við
stjórnvöld í desember í fyrra hafi
fyrst og fremst snúist um að leita
leiða til að fjármagna þá tímabundnu
vaxtalækkun sem ríkisstjórnin vildi
beita sér fyrir og það þyrfti að semja
um skiptingu kostnaðar á milli lífeyr-
issjóðanna og bankanna. Hann kveðst
telja að eðlileg skipting væri 25%
kostnaðarþátttaka lífeyrissjóðanna
og 75% lendi hjá bönkum og fjármála-
fyrirtækjum. agnes@mbl.is»4
Heykjast á skattinum
Skattar Áformin mæta mótstöðu.
L50098 Telja eðlilega skiptingu að lífeyrissjóðir
taki á sig 25% og 75% lendi hjá bönkum
L52159 Af þeim rúmlega 500 bátum, sem
í ár hafa landað afla í strand-
veiðikerfinu er 191 bátur í eigu að-
ila sem einhvern tímann hafa átt
skip sem einhvern tímann hefur
flutt frá sér aflaheimildir, skv. upp-
lýsingum Fiskistofu. 
Í skýrslu sem Háskólasetur Vest-
fjarða vann fyrir sjávarútvegsráðu-
neytið að loknu fyrsta sumri
strandveiða 2009 kemur fram að
24% útgerðarmanna sögðust ein-
hvern tímann hafa selt allan sinn
kvóta. aij@mbl.is »6
Tæp 40% hafa selt
frá sér heimildir
L52159 Greiðslukortanotkun Íslendinga
tók stakkaskiptum við bankahrun-
ið. Notkun kreditkorta minnkaði
mikið á meðan debetkortin ? og
reiðufé ? sóttu á. Á undanförnum
mánuðum virðast Íslendingar hins
vegar vera að sækja í sama farið og
fyrir hrun, að sögn Viðars Þorkels-
sonar, forstjóra Valitors. ?Sjálfs-
traustið virðist vera komið aftur og
fólk er tilbúið að nota kreditkortið
meira.? »2
Kortanotkun í sama
far og fyrir hrun
Hitastig sjávar í kringum Ísland
hefur aldrei orðið hærra en í
fyrrasumar síðan Hafrann-
sóknastofnun hóf mælingar á hita
og seltu sjávar árið 1970. Hitastig-
ið byrjaði að hækka ört eftir 1996.
Mest hefur hitastig sjávar hækkað
við Suður- og Vesturland. Fyrir
norðan land hlýnaði sjórinn seinna
en hækkun á grunnsævi fyrir
Norðurlandi er engu að síður svip-
uð og við Suður- og Vesturland.
Seltan í sjónum hefur aukist á
sama tíma en seltan segir að
nokkru til um hvaðan sjórinn kem-
ur. ?Við fáum nú sterkari hlýsjó
en áður. Tilgátan er að hann komi
í meira magni úr hafinu sunnan-
og austanverðu,? segir Héðinn
Valdimarsson haffræðingur. 
Heitari og saltari sjór 
í kringum Ísland
Hafa enga ástæðu til bjartsýni 14
Frávikið varð að stöðugri hlýnun 15
Ýsa tók við sér en er aftur ? 15
3. hluti af 7
Hamskipti lífríkis og landslags

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36