Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2011
L50539 Stofnað 1913 L50539 138. tölublað L50539 99. árgangur L50539
KÚREKI 
NORÐURSINS
SNORTINN 
AUST-
URRÍSKA
LEIÐIN
SJÖTTA SÓLÓPLATA
LINDSAY BUCKINGHAM
Í FLEETWOOD MAC 
TEKIÐ Á 
OFBELDI 18
GÍTARLEIKARINN 31LÍFSHLAUP HALLBJÖRNS 15 
Morgunblaðið/Ásdís
L52159 HIV-veiran breiðist nú hratt út
meðal sprautufíkla. Yfir tíu tilfelli
hafa fundist á síðustu fimm mán-
uðum þessa árs. Þetta kemur m.a.
fram í grein Þórarins Tyrfings-
sonar, yfirlæknis SÁÁ, í Morgun-
blaðinu í dag. Eru sprautufíklar í
vaxandi mæli að sprauta sig með
metýlfenídati í æð og HIV-sýkingar
meðal þeirra þannig að breiðast út.
?Auðvitað höfum við heilbrigðis-
starfsmennirnir beðið eftir þessum
tíðindum með kvíða, en smitsjúk-
dómalæknar segja okkur nú að
hætta sé á eins konar HIV-sprengju í
þjóðfélaginu, sem byrjar með hraðri
aukningu smita meðal fíkla en berst
þaðan sem kynsjúkdómur út í þjóð-
félagið almennt,? segir Þórarinn
m.a. en um sextíu sprautufíklar eru
nú í meðferð hjá SÁÁ. Þeim hefur
fjölgað eftir hrun. »19
Hætta talin á 
HIV-sprengju í 
þjóðfélaginu
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
?Fari svo að verðlag hækki með
haustinu eins og rætt er um þýðir
það að nýsamþykktar hækkanir á ör-
orkubótum hafa ekkert að segja. Ef
verðlag hækkar um 5% er búið að éta
upp hækkun bóta. Kaupmátturinn
virðist ætla að rýrna stöðugt og það
er auðvitað skelfilegt,? segir Guð-
mundur Magnússon, formaður Ör-
yrkjabandalags Íslands, um áhrif
fyrirhugaðra verðhækkana á hag
efnaminnstu umbjóðenda hans.
Meira þarf að koma til
Alþingi samþykkti fyrir þinglok að
hækka örorkubætur um 8,1% og
segir Guðmundur það ekki duga til.
?Samkvæmt okkar útreikningum
eiga öryrkjar inni 25 til 30% hækkun
síðan bætur voru aftengdar við þró-
un verðvísitölu í janúar 2009. Ein-
greiðsla upp á 50.000 kr. kemur okk-
ur vel. Því er ekki að neita. Hún
kemur sér vel í einn mánuð og á góð-
um tíma fyrir sumarið. Hitt er annað
mál að greiðslan er skattskyld.?
Innt eftir því hversu stór hópurinn
sé sem geti ekki mætt verðlags-
hækkunum að óbreyttu svarar Guð-
rún Hannesdóttir félagsfr. því til að
ætla megi að miða megi við um þriðj-
ung þeirra sem eru á örorkulífeyri,
þ.e. um 5.000 bótaþega af um 15.000. 
Viðmiðin endurskoðuð
Jón Þór Sturluson hagfræðingur
kom að gerð svonefndra neysluvið-
miða. Hann segir ljóst að aukin verð-
bólga kalli á endurskoðun þeirra.
Nýjar tölur Fjölskylduhjálpar Ís-
lands sýna að neyðin fer vaxandi.
Myndi ?éta upp
hækkun bóta?
L50098 Formaður ÖBÍ óttast verðbólguskot L50098 Úrelt neysluviðmið
M
Verðhækkanir vega að »4 
Býflugnabændur, 37 að tölu, tóku á móti bý-
flugnakössunum sínum í Elliðahvammi í gær en
30 þeirra eru nýliðar í faginu. Helmingur nýju
bændanna er konur og margir stunda tóm-
stundabúskap. Fimm býflugnabændur fóru til
Álandseyja í Finnlandi og komu í gær með 64 bý-
flugnakassa. Í hverjum kassa eru um 15.000
flugur og ein drottning. Egill Rafn Sigur-
geirsson hefur verið í býflugnarækt síðan 1988,
fyrst í Svíþjóð en á Íslandi frá 1998. Nýju bý-
flugnabændurnir hafa flestir sótt byrjenda-
námskeið í býflugnarækt hjá Agli en verkleg
kennsla verður um helgar fram á haust. 
Flugurnar frá Álandseyjum segir Egill vera
ótrúlega gæfar og ekki þurfi að nota hanska eða
býflugnaslæðu þó að byrjendur kjósi gjarnan að
nota það í fyrstu. Býflugnarækt er stór búgrein
erlendis og hentar vel með annarri dýrarækt. Ís-
lenska veðráttan hefur gert býflugnabændum
erfitt fyrir og þá sérstaklega rokið en betur hef-
ur hentað að hafa búin inni í húsum yfir vetrar-
tímann. Á myndinni tekur Bryndís Hulda Guð-
mundsdóttir spennt við sínum býflugnakassa í
gær. mep@mbl.is
Nýir bændur fengu býflugur frá Álandseyjum 
Morgunblaðið/Ernir
L52159 Hátt eldsneyt-
isverð dregur úr
ferðum Íslend-
inga innanlands,
en umferð fyrstu
helgina í júní var
14% minni en
sömu helgi í
fyrra. ?Ferða-
þjónustufyrir-
tæki kvíða því að ferðalög Íslend-
inga verði minni í ár,? segir Erna
Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jafnframt gætir mikillar
óánægju innan ferðaþjónustunnar
með nýjan gistináttaskatt stjórn-
valda. Er skatturinn sagður flókinn
í framkvæmd og gististaðir ekki
undirbúnir fyrir hann. »6 og 15
Samdráttur í 
ferðaþjónustunni
3.757
kennitölur hafa verið skráðar hjá
Fjölskylduhjálp Íslands síðastliðna
tíu mánuði
9000+ 
er áætlaður fjöldi 
einstaklinga sem tengjast 
þessum umsóknum
? BRÝN ÞÖRF FYRIR MAT ?
»
Fornleifauppgröftur er hafinn í ver-
búðahólum við Gufuskálavör á Snæ-
fellsnesi og er unnið í kappi við eyði-
leggingarmátt náttúruaflanna, en
verbúðaminjar hérlendis hafa lítið
verið rannsakaðar.
Minjar blása víða upp og sjórinn
tekur sinn toll árlega. Sjórinn hefur
til dæmis brotið um hálfan annan
metra af hól sem var mældur 2008.
?Þetta er einn af þeim stöðum sem
við megum ekki missa,? segir Lilja
Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur
hjá Fornleifastofnun Íslands, og vís-
ar til þess að upplýsingarnar glatist
þegar sjórinn eða vindurinn komast
að minjunum. »14
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Halda ekki í
við náttúruna
L52159 Hlaupararnir
fjórir sem hlaupa
hringinn í kring-
um landið til
styrktar krabba-
meinssjúkum
börnum munu
hlaupa 80 km í
dag frá Bifröst
til Botns en það
er næstsíðasti
áfangastaðurinn áður en þeir koma
til Reykjavíkur á morgun, 16. júní. Í
gær voru hlaupnir 88 km frá
Hvammstanga að Bifröst. Þeir sem
vilja styrkja þetta góða málefni
geta nálgast allar upplýsingar um
það á vefsíðu hlauparanna,
www.mfbm.is. mep@mbl.is
80 km í næstsíð-
asta áfangastað
Hlaupið gengur vel.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36