Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.05.1974, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 14.05.1974, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðismanna í Siglufirði 5. tölublað Þriðjudagur 14. maí 1974. 45. árgangur Hraksmánarleg endalok vinstri stjórnar Á aðeins þrem árum tókst henni að binda einhvern illleysanlegasta hnút á efnahagsmál þjóðarinnar sem þekkst hefur, og endar svo feril sinn sem þingbundin lýðræðisstjórn, með gerræðislegustu stjórnarathöfn lýðveldistímans Gífurlegur efnahagsvandi. Það er nú viðurkennt af öUum vitibomum mönnum, meira að segja flestum fram- ámönnum kommúnista, að 'þrátt fyrir undangengin góð- æri eru efnahagsvandamál þjóðarininar gífurieg um þess ar mundir. 1 aðalmjálgagni rlkisstjómarinnar, Tímanum, kemur m. a. fram í forystu- grein s. 1. föstudag, að ef etkkeif væri að gert mundi Ikaupgjald hækka um allt að 17% um næstu mánaðarmót, sem sé mi‘klu meira en at- vinnuvegimir igeta borið. Tíminn segir afleiðingu þessa mundu verða stöðvun margra atvinnugreina og atvinnu- leysi, sem við óbreyttar að- stæður mundi leiða til gengis falls krónunnar um meira en helming, en slíkri gengisfell- ingu mundi fylgja stórkost- leg verðbólga og kjararým- un fyrir launafólk. — Ófög- ur lýsing á afleiðingum þriggja ára vinstri stjómar, í aðaJmiálgagni sjálfs forsæt- isráðherra, Tímanum. Velta vandanum á undan sér Það hefur margsinnis kom- ið fram, að núverandi rík- isstjóm hefur ekiki á tak- iteinum neina raiunverulega lausn á efnahagsvandanum. Efnahagsmálafrumvarp ríkis stjómarinnar, eins og það var í upphaflegri mynd, mið- aði aðeins að því, „að gefa svigrúm til ákvarðana um frekari aðgerðir til frambúð- ar“, eins og forsætisráðherra orðaði það, og átti að gilda til haustsins eða, fram á vet- urinn. Með því var raunveru- lega enginn vandi leystur. Og þegar Ólafur Jóhannesson var að því spurður í þættin- um „Landshom" í sjónvarp- inu s. 1. föstudagskvöld, (þ.e. eftir þingrofið) til hvaða að- gerða ríkisstjórnin muni grdpa varðandi efnahaigs- málin, svaraði hann á þá leið, að hún mundi leitast við að „forða þjóðarbúinu frá vem- legum skakkaföllum, þar til þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm í kosningunum 30. júní‘. Áframlhaldandi seta núver- andi rílkisstjórnar ber því síst af öllu vott um „ábyrga afstöðu til lausnar vandamál anna“, eins og stuðnings- menn ríkisstjómarinnar hafa reynt iað halda fram, heldur eitthvað allt annað. Allar til- lögur crg aðgerðir núverandi stjórnvalda miðast við það eitt, að velta vandamálunum yfir á herðar næstu ríkis- stjómar. „Málefnagrundvöllurinn óbrostinn!“ Eitt af því, sem núverandi stjórnarherrar færa sér til ágætis, er það, að málefna- grundvöllur vinstri sjómar- innar sé enn í sínu fulla gildi, og að á honum sé áframhald andi samvinna framsóknar- manna og kommúnista reist. Hér er að sjálfsögðu átt við hinn fræga „Málefnasamn- ing“, loforðalistann, sem sam inn var í upþhafi stjómar- samstarsins. Þetta segja iþeir þrátt fyrir það, að stjómarathafnir ríkisstjóm- arinnar hafa gengið þvert svo til hverju einasta atriði l þessa endemis plaggs. Þetta '• segja þeir þrátt fyrir það, j að undanfarin stjómarsam-1 vinna þriggja vinstri flokka | hefur leitt meiri efnahags-1 vanda yfir þjóðina á áðeins ! þremur lárum en áður hefur orðið síðan ísland varð lýð- veldi, þrátt fyrir einmuna hagstæð viðskiptakjör út á við og góðæri til lands og sjávar. „Málefnagrundvöllur- inn óbrostinn" var orðið! Ó- neitanlega minnir slíkt tal meira á rakalausan málflutn- ing óheflaðra götustráka en rökræður menntaðra stjóm- 1 málamanna um erfið og al- varleg þjóðfélagsvandamál. Burðarás íslensks þjóðlífs Undanfarið stjórnarsam- starf framsóknarmanna, komma og samtalka frjáls- lyndra og vinstri manna hef- ur sýnt, svo ekki verður um villst, að foystumenn ís- lenskra vinstri manna em rneð öllu óhæfir til að fara með ýfirstjóm málefna ís- lensku þjóðarinnar. Hinsveg- ar hefur það einnig sýnt sig, að Sjálfstæðisflofckurinn er sá burðarás í íslensku stjórn málalífi, sem þjóðin hlýtur að treysta á þegar vandamál skjóta upp kollinum, hvort sem um er að ræða vanda- mál af óviðráðanlegum or- ( Sökum, svo sem þau, sem urðu á árunum 1967-1969 vegnia verðhruns á afurðum okkar erlendis, aflabrests og lélegrar afkomu landbúnaðar Hver er vígstaðan í komandi bæjarstjórnar- kosningum? Fjögur atkvæði skyldu á milli 3ja manns Sjálf stæðisf lokksins og komm- únista í síðustu kosningum . .1 síðustu bæjarstjórnarkosningum, 1970, voru at- kvæðatölur flokkanna hér í Siglufirði þannig: Alþýðuflokkiu*.................. 244 atkvæði Framsóknarflokkur .............. 263 atkvæði Sjálfstæðisflokkur ............. 317 atkvæði Kommúnistar (Alþ. bl.) ......... 321 atkvæði Samtals...... 1145 atkvæði Aðeins 4 atkvæði skildu á milli þriðja manns Sjálfstæðisflokksins og þriðja manns kommúnista. Baráttan stóð þá, eins og nú, um það fyrst og fremst: HVORT SJÁLFSTÆÐISMENN EÐA KOMMÚNISTAR NÆÐU ÞREMUR MÖNNUM KJÖRNUM. Alþýðuflokkur hafði nokkurt atkvæðamagn um- fram tvo menn kjöma, en vom 77 atkvæðum lægri en kommúnistar og skorti jafnmörg í 3ja mann. Framsóknarflokkurinn hafði nolckru meira atkvæða- magn umfram 2 kjörna, en var 58 atkvæðum lægri en kommúnistar og skorti jafnmörg atkvæði í þrjá menn. Hjá báðum þessum flokkum vom því all- mörg umframatkvæði, sem féllu áiirifalaus í kosn- ingunum, þar sem þeir höfðu og hafa engar líkur á fleiri kjörnum en tveim hvor. Þetta er mergurinn málsins. Þessi er vígstaðan, sem sigfirskir kjósendur verða að glöggva sig á. Sjálfstæðisflokkinn skortir aðeins herslumun til að feiia þriðja mann kommúnista. Urslitin geta oltið á einu einasta atkvæði. Það er því áskorun tíl allra andkommúnista í Siglufirði, að þeir geri skyldu sína til jákvæðra úrslita í komandi bæjarstjórnarkosn- ingum, með því að styðja Sjálfstæðisflokkinn í Siglufirði. Varanlegt slit- lag á göturnar Áireiðanlega er það draum- ur allra siglfirðinga, að hér mætti sem fyrst koma var- lanlegt slitlag á allar götur, svo losna mætti við forina ins vegna ills árferðis, eða vandamál af innlendum rót- um runnin vegna óhæfrar yfirstjómar iá efnahagsmál- um þjóðarinnar, svo sem nú er. iSjálfstæðisflokikurinn er það styrfka afl í íslensku þjóð lífi, sem þjóðin hlýtur að setja traust sitt á 1 næstu kosningum. og rykið, sem angrar fólk til sikiptis, allan þann tíma sem jörð er auð. Áð vísu eru uppi áætlanir um steypingu alls gatnakerfisins, en þær framkvæmdir eru svo óhemju dýrar, að þær mundu vísast takia rnarga áratugi. En hvað er þá til ráða? Hér hefur það sjónarmið verið ríkjandi, að vegna veð- urfars og snjóþyngsla hent- aði vart annað slitlag á okk- ar gatnakerfi en steinsteypa. Á það er bent, að undirbygg- ing gatna er dýrasti hluti Framhald á 3. síðu.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.