Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011
L50539 Stofnað 1913 L50539 149. tölublað L50539 99. árgangur L50539
AÐSTOÐAR 
FÓLK VIÐ AÐ 
NÁ ALLA LEIÐ
VINIR Í
EILÍFRI
HLJÓÐPRUFU
ÍSLENSKAR
MYNDIR Á 
EINUM STAÐ
PÉTUR BEN OG EBERG 32 ATHAFNAKONUR 29ÞREKÞJÁLFARI 10 
Bjarni Ólafsson
Ómar Friðriksson
Tólf mánaða verðbólga í júní er ríflega 4,2 prósent,
samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Vísitala
neysluverðs hækkaði um 0,50 prósent í mánuðin-
um og hefur hækkað um 3,49 prósent það sem af
er ári. Hraði verðbólgunnar fer vaxandi og hefur
ekki verið meiri frá því í ágúst í fyrra. Verðbólga
er mun meiri en spár gerðu ráð fyrir í fyrra. Þann-
ig spáði OECD 1,8 prósenta verðbólgu í ár og í
frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 var spáð 3,5
prósenta verðbólgu á árinu. 
Tólf mánaða verðbólga er, eins og hugtakið ber
með sér, hækkun neysluverðsvísitölu síðustu tólf
mánuði. Á tímabilinu júní til september í fyrra var
mánaðarverðbólga mjög lítil eða jafnvel neikvæð,
vísitalan lækkaði. Þessir mánuðir fara að detta úr
tólf mánaða verðbólgutölunum og því má búast við
umtalsverðri hækkun tólf mánaða verðbólgu jafn-
vel þótt mánaðarhækkun næstu mánuði verði hóf-
leg. 
Ef gert er ráð fyrir að verðlag hækki um 0,4
prósent að meðaltali á mánuði næstu sex mánuði
verður tólf mánaða verðbólga í desember komin í
6,0 prósent í árslok. Þetta undirstrikar hve litlar
hækkanir þurfa að vera næstu mánuði til að verð-
bólga fari langt upp fyrir 2,5 prósenta verðbólgu-
markmið Seðlabankans og spár opinberra aðila
fyrir árið. 
Vaxandi hraði verðbólgunnar
Morgunblaðið/Jim Smart
Dýrt Kjöt og kjötvörur hafa hækkað
um 6,9% frá því í seinasta mánuði.
L50098 Tólf mánaða verðbólga komin vel yfir markmið
Seðlabanka og mun hækka enn á næstu mánuðum
M
Meiri verðbólga »16
Steypireyðar leggja gjarnan leið
sína til Íslands yfir sumartímann og
undanfarið hafa ferðamenn við
Skjálfanda getað barið augum þess-
ar stærstu skepnur sem nokkurn
tíma hafa lifað á jörðu. Mikið líf er í
flóanum og samkvæmt hvalaskoð-
unarfyrirtækjum á Húsavík má
ætla að allt að níu steypireyðar hafi
svamlað þar í djúpinu síðustu daga. 
Að sögn heimildarmanns Morg-
unblaðsins, sem sigldi um Skjálf-
anda á sunnudag, brutust út mikil
fagnaðarlæti meðal þýskra ferða-
manna í hvalaskoðun þegar þessi
mikilfenglega steypireyður sýndi
sporðinn. Eflaust hafa þeir fundið
til smæðar sinnar gagnvart nátt-
úrunni, enda getur steypireyður
náð allt að 30 metra lengd.
Tungan í steypireyði vegur álíka
og fíll og hjartað er á stærð við bíl,
en þrátt fyrir stærðina nærist þessi
skepna á smæstu lífverum sjávar,
svifi og átu. Krían, sem er heldur
smærri skepna, sá sér leik á borði
og fylgdi risanum eftir í von um að
nærvera hans væri ávísun á æti.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Stingur sér Talið er að um 700-1000 steypireyðar syndi með Íslandsströndum á sumrin. Margt er hinsvegar á huldu um lífshætti þessara merkilegu dýra.
Risar jarðar svamla
um Skjálfandaflóa 
Íslenskar sjúkra-
stofnanir aug-
lýsa nú í auknum
mæli eftir er-
lendum læknum
á sama tíma og
íslenskir læknar
flýja land. Góð
reynsla er af ind-
verskum læknum á Akureyri. Þá
starfa hérlendis þó nokkrir pólskir
læknar. Landlæknir segir mikil-
vægt að tryggja að læknarnir hafi
tilskilin leyfi en embættið fer vel yf-
ir umsóknir sem berast. Tungu-
málið er þó helsti vandinn. »6
Indverskir læknar
fylla í mikilvæg
skörð á Akureyri
Þrotabú Baugs Group hefur gengið
frá sölu á skíðaskála sem var í eigu
BG Danmark, dótturfélags Baugs.
Skálinn er einn af tveimur sem var í
eigu Baugs, en hinn var seldur árið
2009. Kaupandi skálans sem var
seldur í maí síðastliðnum er fransk-
ur kaupsýslumaður. Þrotabú Baugs
græðir þó harla lítið á sölunni, en
milljarðarnir 1,2 (ríflega sjö millj-
ónir evra) sem fengust fyrir skál-
ann renna til Landsbankans í Lúx-
emborg. »16
Seinni skíðaskáli
Baugs seldur
Kjötvörur hækkuðu um 6,9% milli maí og júní.
Fuglakjöt um 13,5%, nautakjöt um 8,6% og
svínakjöt um 6,2%. Hækkanir á kjúklingakjöti
má rekja til verulegra hækkana á heimsmark-
aðsverði á korni, að sögn Skúla Einarssonar,
formanns Félags kjúklingabænda. Framleið-
endur hafa tekið þessar hækkanir á sig til að
halda verði óbreyttu, en geta það nú ekki
lengur þegar kostnaðarhækkanir vegna kjara-
samninga bætast við. ,,Við erum ekki ánægðir
með þessar hækkanir, hvorki á aðföngunum
til okkar né á vörunum okkar út til neytenda.
En einhvern veginn verða menn að lifa.? »18
6-13,5% hækkanir
MIKLAR VERÐBREYTINGAR Á KJÖTI
Breytingar Alþingis á lögum þar sem
kveðið er á um endurútreikninga
gengistryggðra lána breyttu samn-
ingum hvað varðar verðtryggingu og
vexti. Héraðsdómur Suðurlands telur
það ganga framar hinni almennu
reglu kröfuréttarins um gildi fyrir-
varalausra kvittana. Dómurinn féllst
á kröfu fjármálafyrirtækis sem gerði
hærri vaxtakröfur á afborganir láns
sem greitt hafði verið fyrir.
Björn Þorri Viktorsson, lögmaður
hjóna sem stefnt var í málinu, segir
samþykkt að ráðist sé inn í samnings-
samband og því breytt með afturvirk-
um hætti. Það sé ekki í samræmi við
almennar reglur kröfu- og samnings-
réttar.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, segir aug-
ljóst að lagasetningin geri það að
verkum að fólk fái ekki jafn hagstæða
niðurstöðu og vænta mátti í kjölfar
dóms Hæstaréttar, þ.e. þegar geng-
istryggð lán voru dæmd ólögmæt.
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður
Hreyfingarinnar, segir það vera að
rætast sem á var bent. »4
Samningum verði
breytt afturvirkt 
Bændur í Borg-
arbyggð og víðar
eru uggandi yfir
fjölgun í refa-
stofni á sama
tíma og fjár-
framlög til refa-
veiða standa í
stað eða fara
minnkandi.
Árið 2009 voru veiddir 275 refir
en árið á undan voru þeir 476. Ríkið
er hætt að endurgreiða fyrir refa-
veiðar og því hætt við að enn frekar
dragi úr veiðunum. »12
Fjölgun í refastofni
veldur áhyggjum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36