Austurland


Austurland - 05.04.1957, Blaðsíða 1

Austurland - 05.04.1957, Blaðsíða 1
Málgagn sósialistta á Austurlandi 7. árgangur. Neskaupstað, 5. apríl 1957. 14. tölublað. Það, sem koma álíi, — en afslýri var Jón Árnason, fyrrverandi bankastjóri og einn af aðal sérfræð- ingum aíturhaklsins í fjármálum, hefur nýskeð ljóstrað því upp í blaðagrein, tíl hvaða úrræða átti að grípa, ef afturhaldsstjórn liefði verið áfram Við völd í landinu. Iíemur þar fram margt athyglisvert sem nauðsynlegt er að allir landsmenn fái að kynnast. Það er og vert að veita því athygli, að grelinin birtjst í blaði þjóðvarnarmanna og er samíin eftlir beiðni þess og birtír það hana með sérstakri vel- þóknun, enda hefur Frjáls þjóð staðið fast við hlið íhaldsins. Er ekki annað að sjá, en „úrræði“ vsrnarmanna. Stórfelld gengislækkun og kaupbinding Það átti að fella gengi íslenzks gjaldmiðils stórkostlega og gert ráð fyrir að dollari yrði skráður á 25 krónur og annar gjaldeyrir til- svarandi. Samtímis átti svo að hækka allar skuldir og peninga- innstæður í samræmi við gengis- lækkunina. Síðan átti að fella nið-» ur alla framleiðslustyrki og end- urgreiðslur og hætta að greiða vísitöluhækkun á laun og halda kaupgjaldi óbrevttu að krónutölu. Stórkostleg verðhækkun Ef afturhaldinu hefði tekizt að koma þessum fyrirætlunum í framkvæmd, mundi það hafa þýtt 56% hækkun á verði allrar inn- fluttrar vöru. Þá geysilegu liækk- un áttu launþegar að bera bóta- laust, því hætta áttj að greiða kaup eftir vísitölu og banna grunnkaupshækkanir með lögum og ofbeldi. Sumir hafa talið sér hag af gengislækkun, vegna þess, að þá lækkuðu raunverulega skuldir, en nú var meiningin að hækka skuld- irnar sem nam gengislækkuninni. Kvernig halda menn svo að laun- þegi, sem stofnað hefur til veru- legra skulda t. d. í sambandi við húsbyggingar, kæmist af, ef þess- ar ,,hugsjónir“ hefðu náð fram að ganga? Kaup hans mætti ekki hækka, framfærslukostnaður hans mundi hækka um þriðjung og skuldabyrði hans mundi stór-i hækka. Þetta voru helztu „úrræð- in“, sem afturhaldið ætlaði sér að grípa til, ef það hefði lí'aldið völdum og getur hver og einn farið í eigin barm og athugað bankastjórans séu líka úrræði þjóð- hver áhrif þetta hefði haft á af- komu hans. Fyrirætlanirnar fóru út um þúfur En þessar ráðstafanir náðu ekki fram að ganga. Að svo fór má hiklaust þakka kosningasigri Alþýðubandallagsins í fyrravor. Þá náði það dýrmætri aðstöðu á Alþingi og tryggði verklýðssam- tökunum áhrif á stjórn landsins. Þegar saman eru bornar ráðstaf- anir núverandi ríkisstjórnar og þær fyrirætlanir, sem hér hefur verið lýst, geta kjósendur Al- þýðubandalagsins verið þess full- vissir, að með atkvæði sínu hafa þeir bægt miklum voða frá dyrum allra alþýðuheimila í landinu. Friðrik vann Pilnik Undanfarið hefur verið háð í Reykjavík einvígi, sem fylgzt hef- ur verið með af spenningi um land allt og sjálfsagt erlendis einnig. í einvigi þessu hafa þeir tekizt á skáksnillingarnir Friðrik Ólafs- son og Herman Pilnik. Upphaf- lega var svo ráð fyrir gert, að tefldar yrðu 6 skákir, en þegar þeim lauk voru kapparnir jafnir og höfðu sína þrjá vinninga hvor. Átti þá að tefla tvær skákir í viðbót. Friðrik vann 7. skákina, en áttunda skákin var útkljáð á mið- vikudagskvöldið og lauk með jafntefli. Sigraði Friðrik því með iy2 vinning, en Pilnik hlaut 3J4. I—~~—-------------------- Sitt af hverju _________i Aðalefni síðasta Austra er frá bræiðrum tveim á Héraði. Það sem athygli vekur í sambandi við skrif þeirra er einkum, að báðir hafa þeir verið frambjóðendur Þjóðvarnarflokksins, annar 1953, en hinn 1956. Að vísu er hvorug greinin um stjórnmál, en þó freistast maður til að halda að sknf þsirra í Austra bendi til þess að þeir hafi nú snúið heim til föðurhúsanna. Og heldur mun mönnum þykja hagur þjóðvarnar fara að versna hér eystra, ef for- ystumenn flokksins snúa nú baki við honum. Hvað þá um hina ó- breyttu kjósendur? Ætli þeir snúi þá ekki einnig aftur til þeirra flokka, sem þeir áður voru í? Líklega er það svo, að Þjóðvarn- arflokkurinn háfi þegar tapað því fylgi, sem honum tókst að skrapa saman hér fyrir austan, sem þó varð aldrei mikið. Þannig mun líka hafa farið um vindbólu þessa víða um land. Leiðarinn í Austra heitir „Þörf samstæðs lverklýðsflokks“. En þessi nafngift gefur harla lítil til kynna um innihald pistilsins, sem er samfellt kommúniista- og | Rússanið, auk þess, sem höfund- urinn er að dunda við að telja svitadropa og vökunnætur ráð- herra Alþýðubandalagsins, án þess þó að komast að niðurstöðu. En Austurland er sammála leiðaranum, ef öllu er sjleppt, . nema fyrirsögninni. Það er vissu- lega þörf á samstæðum verklýðs- flokki á íslandi. Það hefur sósí- alistum jafnan verið ljóst og þeir hafa unnið að slíkri flokksstofn- un eftir mætti. Sjálf stofnun Sósí- alistaflokksins var tilraun til að mynda samstæðan verklýðsflokk, og þó það mark næðist ekki að fullu, var þó stofnun flokksins mjög þýðingarmikill áfangi á leiðinni til einingar verkalýðsins. Og myndun Alþýðubandalagsins fyrir ári var annar merkur á- fangi á þcirri leið. Og það heppn- aðist það vel, að þrátt fyrir hat- ramlegan andróður varð það næst stærsti flokkur landsins í síðust.u kosningum og stærsti andstöðu- flokkur íhaldsins. Framh. á 4. síðu. <$------------------------------------------------------—<i> Frumvarpið um sölu sjávar- afurða orðið að lögum Á miðvikudaginn var frumvarp ríkisstjórnarinnar um sölu og útflutning sjávarafurða afgre.ltt sem lög á Alþingi. Þar með er afnumin einokun sú, er lengi hefur verið drottnandi í ýmsum greinum útflutn!ingsins og sem veinduð hefur verið af íhaldinu, sem hreiðrað hefur um sig í einokunarlirtingnum SÍF og haft þar í frammi hverskonar fjárglæfra. Andstaðan gegn lagasetningu þessaiji \ar af íhaldsins hálfu mjög harðskeytt í fyrstu, en smátt og smátt dró af henni og var hún orðin mjög aumingjaleg undir það síðasta. Það fer að hljóma harla falskt kjörorð íhaldsins um frjálsa samkeppni eftir írammi- stöðuna í þessu máii. Frumvarpið var á sínum tíma rakið allnákvæmlega hér í blaðinu og verður ekki farið nánar út í efni þess að þessu sinni. Með þessari lagasetningu liefur verið brotið stórt skarð í einokunarmúrinn, sem íhaldið hefur hlaðið utan um hagsmuni gróðaklíku Sjálfstæðisflokksins og nú á að vera hægt að skapa það ástand, að framleiðendur fái fuilt verð fyrir vöru sína. En það ]>arf að brjóta fleiri skörð í þennan múr. Það þarf að svipta gróðaklíkuna yfirráðunum í lánsstofnununum. Það þarf að hnekkja aðstöðu hennar tíl að arðræna framleiðsluna í gegn- um verzlun með nauðsynjar henaar o, s. frv.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.