Austurland


Austurland - 10.05.1957, Blaðsíða 1

Austurland - 10.05.1957, Blaðsíða 1
Málgagw sósfalista á Anstnrlandi 7. árgangur. Neskaupstað, 10. maí 1957. 18. tölublað. NÍELS INGVARSSON: Um dreifmgu mjólkurinnar Á haustin, frá því síðari hluta september og til áramóta, mun vera sá tími sem fólksflest er hér í bænum. Eftir að síldveiðum lýk- ui stunda menn ekki atvinnu að heiman, svo teljandi sé, og þó að nokkuð fari af skólafólki um mánaðamótin sept.-okt. svo og fólki sem er í atvinnu vetrarlangt, þá er þessi tími, frá mánaðamót-< um sept.-okt. til áramóta sá hluti ársins, sem minnst er sótt at- vinnar til annarra landshluta. Þegar áramót eru liðin fer margt fólk úr bænum, svo sem kunnugt er, bæði með heimabátum, sem stunda veiðar við Suð-vesturland yfir vertíðina, og til annarrar vinnu á vertíðinni. Þetta fólk er fjarverandi oftast til aprílloka eða lengur, Er ekki fjarri lagi að um Gagnfræðaskólannm slitið á morgun Á morgun — laugardag — kl. 2 e. h. verður gagnfræðaskóla Neskaupstaðar sagt upp. Öll handavinna nemenda verður til sýnis í skólahúsinu eftir skóla- slitin. Öllum er heimill aðgangur að athöfninni. Búið að opna Oddsskarð Lokið var við að ryðja snjó af veginum um Oddsskarð um há- degi á miðvikudag og hófst þeg-i ar umferð um skarðið. Flugvallargerð hefst r • r r i jum 1 bréfi til bæjarstjórá skýrir flugmálastjóri frá því, að ákveð- ið sé að sanddæla sú, sem ætluð er til afnota við flugvallargerðina hér í sumar, en er nú á Akureyri, þar sem hún er enn að störfum, verði flutt hingað austur strax og veður leyfir eftir næstu mán- aðamót, en fyrr þykir ekki á- hættulaust að flytja hana. Þarf skip að draga hana. þenna tíma árs séu fjarverandi um 200 til 250 manns í flestum tilfellum. Óhætt mun að fullyrða að svo hefur þetta verið um nokkra áratugi og benda líkur til að ekki verði veruleg breyting á þessu í náinni framtíð. Menn hafa sjálfsagt veitt því eftirtekt, að einmitt um haust- mánuðina sept.—desember er það að oft er erfitt að fá keypta neyzlumjólk hér í bænum og hef- ur þá stundum verið gripið til þess ráðs að flytja mjólk lengra að og þá hefur hin aðflutta mjólk að minnsta kosti í sumum tilfell- um, verið seld dýrara verði en út- söluverð mjólkur annars er, svo sem nemur flutningskostnaði að ætla má. Eftir að kemur fram yf- ir áramót er venjan sú að næg neyzlumjólk er til sölu og jafn- framt byrjar þá nokkurt fram- boð á rjóma og helzt það að minnsta kosti þar til apríl lýkur eða lengur. Ekki sýnist mér nú fjarri lagi að ætla að beint samband sé á milli þess að fólksflest er í bæn- ; um og að þá vantar neyzlumjólk og svo hins að þegar fólksfæst er í bænum er framboð á mjólk- inni nægilegt og jafnvel boðinn rjómi, hvað sem um undanrenn- una verður. Og sé nú þessi tilgáta rc-tt, að þarna sé beint samband á milli, verður manni á að spyrja: Er ekki hægt með litlum til- kostnaði og lítilli fyrirhöfn að jafna framboðið eftir neytenda- tölunni í bænum? Nú er rétt að gera sér það ljóst, að þegar nægur markaður er fyrir rjóma, mun vera hægt að halda uppi útsöluverði mjólkur- innar, sem til rjómavinnslunnar fer, með rjómaverðinu einu sam- an, þó því aðeins að nýmjólkin sem skilin er njóti niðurgreiðslu úr framleiðslusjóði sem neyzlu- mjólk. Rjómi mun ekki vera verðbættur eftir því sem ég bezt veit. Sýnilegt er að framleiðendur telja að fjárhagslega sé þetta fyrirkomulag nægilega öruggt, og af þeirri ástæðu sé ekki þörf á að færa til mjólkurframleiðsl- una á hinum ýmsu tímum árs, I eða heldur hins að hagnýta und- ar.rennuna til markaðsvöru. Ríku- legur markaður er þó hér í bæn- um fyrir skyr og hefur það ekki sízt verið í vetur, eins og sam- göngum hefur verið háttað. En sem sagt, framleiðendur mupu ekki telja sér skylt að breyta þessu fyrirkomulagi, og verður því þó varla borið við, að lélegu kúakyni, óþurrkum, vöntun á súg-þurrkun og öðrum hey- vinnsluvélum, eða búskussahætti, sé um að kenna, eða kostnaði eða verulegum útgjaldaauka. Ekki verður heldur séð að áhættusamt sé að treysta á að markaður fyr- ir neyzlumjólk verði svipaður og undanfarin ár. Það er ekki nema gott eitt um það að segja að nægur rjómi sé til sölu og helst flesta tima árs. Leikfélag Seyðisfjarðar: Leikfélag Seyðisfjarðar sýndi gamanleikinn Gimbil eftir Yðar Einlægan í Félagsheimilinu Herðubreið síðastliðinn laugardag fyrir fulllorðníi pg sunnudaginn fyrir börn. Leikstjóri er Ragn- hiklur Stdingrímsdóttir, leikkona á Akureyri. Leikurinn var vel sóttur og góður rómur að honum gerður. Persónur og leikendur eru sem hér segir: Skarphéðinn Hádal, Ragnar Nikulásson. Malín, kona hanis, |Hrefna Hannesdóttir. Börn þeirra: Bárður, Halldór Lárusson. Edda, Hallfríður Gunnlaugsd. Margir vilja neyta rjóma sér til smekkbætis og ekki verður það talin óholl fæða. En það er mun auðveldara að flytja rjómann um langan veg, heldur en nýmjólkina. Og frá neytendanna sjónarmiði er óviðfeldið að þurfa að gera eitt af tvennu um nokkurn tíma ársins. Arinaðhvort að fá ónóga neyzlumjólk eða þá hitt, að kaupa nokkurn hluta hennar dýrara verði, en útsöluverð mjólkur er ákveðið, á hverjum tíma. Ég hygg, að ekki sé nein ástæða til að vænta breytinga á tilfærslu neytendanna úr bænum og í, eins og verið hefur undanfarin ár, með því má reikna með nokkurri ná- kvæmni. Hitt dæmið, um hve mik- inn hluta mjólkurframleiðslunn- ar þarf að færa, frá vetrinum (jan.-iapríl) til haustsins (sept,- des.) til þess að neyzlumjólk verði næg allt árið, sýnist mér heldur ekki mikil stærðfræðileg þraut. I lögum um framleiðsluráð Framh. á 4. síðu. I Hákon, Karl Benjamínsson. Ragnar Sveinsson, píanól., Sig- urður Guðinundsson. Jörgína Eggerz, Sigfríð Hall- grímsdóttir. Þorkell Teitsson, Brynjar Eyj- ólfsson. Enginn leikendanna mun áður hafa komið upp á svið, nema sem börn í skóla, utan Ragnar Niku- lásson. Er því að mestu um ný- liða að ræða. Hefur leikstjórinn, Ragnliildur Steingrímsdóttir, ver- ið hér síðan snemma í apríl að æfa leikinn og munu æfingar hafa verið sóttar allfast, enda góður árangur náðst, Þetta er fyrsti leikurinn, sem settur er á svið í nýja samkomu- FraoAald á 4. síðu. GIMBILL Leikstjóri Ragnhildur Steingrímsdóttir Nýlega var stofnað á Seyðisfirði ileikfélag og nefnist það Leikfélag Seyðisfjarðar og er formaður jiess Ástvaldur Kristóíers- son. Félagið hefur nú æft og tekið til sýningar fyrsta viðfangsefni sitt og fara hér á eftir nokkur orð, sem blaðið fékk frá Seyðisfirði í tilefni þessa atburðar. Sjónleikurinn verður sýndur hér um helgina og mun í næsta blaði skrifað um leikinn og frammistöðu leikenda.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.