Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Svik, harmur og dauði er nýr disk-
ur með hljómsveitinni HAM. Með-
limir hljómsveitarinnar eru fimm,
þeir Sigurjón Kjartanson, Óttarr
Proppé, Björn Blöndal, Flosi Þor-
geirsson og Arnar Geir Ómarsson.
Af hverju fékk þessi nýi diskur
þann dramatíska titil Svik, harmur
og dauði? Lagahöfundur hljóm-
sveitarinnar Sigurjón Kjartansson
svarar því. ?Lögin fjalla öll á ein-
hvern hátt um svik, harm og
dauða. Þar sem við höfum ekki ver-
ið að helga okkur tónlist eingöngu
undanfarin ár hafa lögin á disk-
inum orðið til á síðastliðnum fimm
árum og megnið síðustu tvö til þrjú
árin.?
Textahöfundurinn Óttarr Proppé
segir: ?Það má segja að í vinnsl-
unni á þessum diski hafi tónlistin
fyrst orðið til, síðan kom hug-
myndin að titlinum og loks textarn-
ir.? 
?Á bak við hvert lag sem komst
á þessa plötu eru kannski tíu verri
lög sem var kastað. Þau fóru í
gegnum HAM-síuna,? segir Sig-
urjón. ?Um leið og lag er komið í
gegnum þá síu er fullvíst að eitt-
hvað verði úr því og þá er kannski
komin hugmynd að textabroti eða
titli og þá er sest skipulega yfir
það að semja textann. Til þess að
geta samið lög fyrir HAM verður
maður að inspírerast af HAM. Ég
get ekki verið einhvers staðar að
búa til sjónvarpsþætti og svo allt í
einu samið HAM-lag. Það er nauð-
synlegt að geta æft sig með hljóm-
sveitinni og sett af stað ákveðið
ferli.?
Þróun felst í eigin þroska
Hljómsveitin HAM var stofnuð
árið 1988 og hefur starfað með
hléum. ?Við félagarnir vorum í
hljómsveitinni af krafti til ársins
1994 þegar við hættum,? segir Ótt-
arr. ?Við vorum eiginlega komnir
eins langt og við gátum, höfðum
ekkert meira að gefa og vorum að
sinna öðrum hlutum. Við hættum
sumpart líka til að geta viðhaldið
vináttunni. Við gerðum ekkert til
2001 en þá má segja að við höfum
átt okkar comeback. Frá 2005 höf-
um við hist reglulega og spilað
tvisvar til þrisvar á ári.?
Hljómsveitin heldur útgáfu-
tónleika fimmtudaginn 8. sept-
ember á NASA og mun spila á
Airwaves. Félagarnir segja að
hugsanlega muni hljómsveitin svo
kíkja eitthvað út fyrir borg-
armörkin.
Þeir félagar eru spurðir hvort
mikil þróun hafi orðið í tónlist
hljómsveitarinnar. ?Þróunin felst í
okkar eigin þroska,? segir Sig-
urjón. ?Það er að segja, þessi disk-
ur hefði tónlistarlega og hug-
myndafræðilega séð átt að koma á
eftir fyrstu plötu okkar sem kom út
árið 1988, en það er ekki fyrr en nú
sem við höfum náð þeim þroska
sem til þurfti. Frá byrjun höfum
við verið að búa til dramatíska tón-
list, frekar óaðgengilega og þunga
en við vorum bara tvítugir og mikl-
ir gleðimenn þegar við byrjuðum
og höfðum enga lífsreynslu.? 
?Og ætluðum að vera skeggjaðir
en svo óx okkur ekki skegg,? bætir
Óttarr við. 
Sigurjón heldur áfram: ?Nú höf-
um við hins vegar öðlast lífsreynslu
og þroska, við höfum upplifað alls
konar drama í okkar lífi og þrosk-
ast upp í þann tónheim sem HAM
er.?
?Og okkur vex skegg,? segir Ótt-
arr.
?Ef það ætti að lýsa lögunum á
þessum diski þá mætti segja að
þetta væri dramatísk tónlist fyrir
dramatíska tíma. Þarna eru engir
kaflar eða tónar sem ekki hafa ein-
hvern þunga á bak við sig. Það hef-
ur aldrei verið neitt hálfkák í HAM
tónlistarlega séð,? segir Sigurjón.
Gott meðal við fundum
Tveir félagar HAM, Björn Blön-
dal og Óttarr Proppé, hafa nú aðal-
atvinnu sína af borgarmálum, en
Björn er aðstoðarmaður Jóns
Gnarrs borgarstjóra og Óttarr er
borgarfulltrúi Besta flokksins. Ótt-
arr er spurður hvort tónlistin sé nú
orðin eins konar lausn frá lang-
dregnum fundarsetum. ?Þetta starf
mitt sem borgarfulltrúi er ekki
mikið öðruvísi en það að vera lista-
maður og vera í launavinnu. Það er
nú einu sinni hlutskipti flestra
listamanna á Íslandi að vinna
launavinnu á daginn,? segir Óttarr.
?Besta meðal við endalausum fund-
um er að spila háværa tónlist. Eftir
að við Björn drógumst inn í pólitík-
ina hélt ég að það yrði erfiðara að
finna tíma fyrir tónlistina en það er
ekki svo. Maður finnur alltaf tíma
og að sinna tónlist er miklu betra
en að horfa á sjónvarp eða fara í
sund í lok vinnudags.?
Mun hljómsveitin verða starfandi
næstu árin? ?Ekki starfandi upp á
dag en það stendur allavega ekki
til að hætta,? segir Óttarr. Sigurjón
segir: ?Við erum búnir að ljúka við
ákveðið verk, sem er þessi diskur,
og það er ekki eins og við séum að
pressa sérstaklega mikið á okkur
að byrja á næsta verki. Við erum
mjög sáttir vegna þess að þessi
diskur hefur heppnast mjög vel.?
?Já, það er búið að setja ákveð-
inn punkt við stemninguna sem við
vorum að vinna með á þessum
diski,? segir Óttarr. ?Nú er disk-
urinn kominn út og stemningin
skjalfest og þá er ákveðið frelsi í
því að hugsa áfram á annan veg ?
eða ekki.?
Diskurinn hefur fengið afar góða
dóma. Þegar félagarnir eru spurðir
um viðbrögð við þessum skínandi
dómum segir Sigurjón: ?Góðir
dómar eru alltaf vel þegnir, það er
mun skemmtilegra en að fá lélega
dóma. Um það get ég vitnað.?
Morgunblaðið/Golli
Aldrei neitt hálfkák Óttarr Proppé og Sigurjón Kjartansson eru tveir af fimm meðlimum HAM. ?Til þess að geta samið lög fyrir HAM verður maður að inspírerast af HAM,? segir Sigurjón.
Ekkert hálfkák í HAM
L50098 Hljómsveitin HAM sendir frá sér nýjan disk L50098 Dramatísk tónlist fyrir dramatíska tíma L50098 Þróun
tónlistar HAM felst í eigin þroska segja hljómsveitarmeðlimir L50098 Lögin fjalla um svik, harm og dauða
»
?Þróunin felst í okkar eigin þroska,? segir Sig-
urjón. ?Það er að segja, þessi diskur hefði tón-
listarlega og hugmyndafræðilega séð átt að koma á
eftir fyrstu plötu okkar sem kom út árið 1988, en
það er ekki fyrr en nú sem við höfum náð þeim
þroska sem til þurfti. Frá byrjun höfum við verið
að búa til dramatíska tónlist, frekar óaðgengilega
og þunga en við vorum bara tvítugir og miklir
gleðimenn þegar við byrjuðum og höfðum enga lífs-
reynslu.? 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32