Austurland


Austurland - 01.04.1960, Blaðsíða 1

Austurland - 01.04.1960, Blaðsíða 1
M á 1 g a g n s ó s í a 1 i s t a á Austnrlandi 10. árgangur. Neskaupytað, 1. apríl 1960. 13. tölublað. Tvennskonar fiskverð Fullkomið öngþveiti ríkjandi í verðlagsmólum sjávarútvegsins Ein megin röksemdin fyrir gengislækkuninni var sú, að gera ætti atvinnuvegunum fært að standa á eigin fótum án uppbóta eða styrkja. Einnig skyldi afnema ríkisafskipti af verðlagsmálum sjávarútvegsins og fullt „frelsi" ríkja í þeim efnum sem öðrum. En útvegsmenn munu yfirleitt telja, að þetta „frelsi“ sé þeim harla lítils virði. Ríkisstjórnin hét. útvegsmönnum þvi um áramótin, að hlutur útgerðarinnar skyldi ekki verða lakari á þessu ári en í fyrra, en illa hefur verið staðið við þad loforð. Ríkisstjórnin hefur mjög byggt aðgerðir sínar á útreikningum sérfræðinga og tekur á slíkum mönnum mikið mark. Það var því eðlilegt, að útgeroarmenn réðu sér líka sérfræðinga til að reikna út hvað hátt fiskverðið þyrfti að verða til þess að hlutur útgerðar- innar yrði sambærilegur við það, sem var í fyrra. Komust þeir að þeirri niðurstöðu, að verð á þorski þyrfti að vera kr. 2.60—3.00 og hlutfallsleg hækkun á öðrum íisktegundum. Ætluðu nú útvegsmenn að nota sér „frelsið“ til að semja við fisk- kaupendur um þetta verð, en þá kom heldur en ekki babb í bátinn. Fiskkaupendur töldu sig ekki geta gefið nema kr. 2.07 fyrir þorsk- kílóið og svo lyktaði, að upp úr samningum slitnaði. Landssamband íslenzkra út- vegsmanna tók þá það til bragðs, að auglýsa fiskverð og skyldi verð á öllum þorski, öþrum en netafiski, vera kr. 2.71 kg„ en kr. 2.65 fyrir einnar nætur netafisk. Var öllum meðlimum landssam- bandsins bannað að selja fisk fyr- ir lægra verð. Samtök frystihúsaeiganda brugðust við hart, er þessi tíðindi spurðust og auglýstu annað verð miklum mun lægra og var öllum meðlimum Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna bannað að kaupa fisk hærra verði. Verð S. H. er þannig, að fyrir stóran línu- og færafisk greiðast kr. 2.50 fyrir kílóið en fyrir smáfisk 2.10. Fyr- ir stóran togarafisk ski'di greiða ikr. 2.40,- en fyrir smáfisk kr. 2.10. Fyrir allan netafisk skal greiða kr. 2.20 kilóið. Þarna hafa menn svo afleiðing- arnar af hinu marglofsungna frelsi. Atvinnurekendur eru komn- ir í hár saman út af fiskveröinu. Tvennskonar fiskverð virðist gilda í landinu og ómögulegt að segja til hvers það ófremdar- ástand leiðir. Sem stendur virðist ekki annað liggja fyrir en að rik- isstjórnin svipti atvinnurekendur hinu nýunna frelsi og láti sérfræð- inga sína reikna út fiskverðið. Þeir eru láka bezt að því komnir að glíma v?5 þann vanda. En við, sem stöndum utan þess- ara deilna, komumst ekki hjá því að taka afstöðu, því málið varðar þjóðina alla. En vissulega skortir mikið á, að við höfum viðunandi skilyrði til að mynda okkur skoð- un, því spilin hafa ekki veri|3 lögð á borðið. Þess verður að krefjast af báðum deiluaðilum, að þeir geri ful'nægjandi grein fyrir þeim tölu- ’iegu rökum, sem þeir byggja út- reikninga sína á. En við þurfum samt ekki nein- ar upplýsingar til að sjá í hendi okkar, að hafi útgerðin í fyrra þurft á að halda því fiskverði, sem þá gilti, veitir henni sannarlega nú ekki af því veitii, sem Lands- sambandið hefur ákveoið. Svo mjög hefur útgerðarkostnaður hækkað. Veiðarfæri hafa stór- hækkað í verði, sömuleiðis við- hald. Vextir, sem eru stór út- gjaldaliður útvegsins hafa verið hækkaðir gífurlega. Olía mun ár3 vísu ekki hafa hækkað enn, en lilýtur að hækka stórlega þegar birgðir eru þrotnar, þrátt fyrir 10% afslátt Rússanna. Vel má vera, að reksturskostn- aður frystihúsa hafi vaxið svo við „viðreisnina", að þau geti ekki borgað það verð sem útvegsmenn krefjast, en áður en vÍ3 trúum því, verða samtök fiystihúsaeig- enda að leiða að því sterk rök. En sé það svo, að útgerðarmenn geti ekki selt fiskinn fyrir það verð, sem frystihúsin bjóða, og frysti- húsin hafi ekki bolmagn til að greiða fyrir hann það vehi, sem útvegsmenn setja upp, hefur myndazt bil, sem brúa verður. Rík- isstjórnin ætlar sér ekki að brúa það. Hún hefur veitt útgerðar- mönnum og frystihúsaeigendum frelsi til að glíma við þann vanda. Hér virðist komið í fullkomið óefni. Langt er nú liðið á vertíð- ina og raunverulega er ekkert fast fiskver'3 í gildi. Öðru vísi mér áður brá. Um margra ára skeið hafa stjórnarvöldin gengizt fyrir því í ársbyrjun, að samið væri um fisk- verð. Sérstaklega var vel fram gengið í því á tímabili vinstri ctjórnarinnar undir forystu Lúð- víks Jósepssonar. En nú er allt látið reka á reiðanum og gunnfánj frelsisins dreginn að húni. Ja, það er ekki lítið út í það Framh. á 3. síðu V iðreisnar v erð Ver>4hækkun viðreisnarinnar er nú smátt og smátt að kom- ast til framlivæmda, eftir því, sem nýjar vörur koma í búð- irnar. Hér á eftir verður sýnd verðbreyting á ým«um vörum síð- ustu vikur og er þá miðað við Reykjavík, nema þar sem sama verð er á vöru um land allt. Fyrra Viðreisnar- • verð verð 1 gl. vanilludropar 5.75 7.00 1 gl. kardemommudropar . . 5.00 9.00 1 ds. kakó (pundsdós) .... 23.00 35.00 1 fet mótatimbur 1“ 6“ .... 2.16 3.00 1 fet smíðaviður 2.82 3.96 1 m gardínuefni 56.50 98.50 1 m gallabuxnaefni 32.75 53.10 1 fl. Þvol þvottalögur 16.30 19.05 1 pk. hveiti, 5 ensk pund .... 12.00 16.05 1 pk. hrísgrjón 3.85 4.40 1 túba Golgate-tannkrem . . 11.60 16.20 1 pk. kaffi br. og m 8.65 11.10 1 kg. smjörl. niðurgreitt .... 8.30 10.80 1 kg. smjörl. óniðurgreitt . . 15.00 19.50 1 kg. strásykur 3.80— 4.20 4.15— 4.55 1 tonn kol 710.00 1.050.00 1 par tékkn. kuldask. karla . . 167.75 268.00 1 kg. laukur 4.50 9.50 1 pk. Camel-sígarettur .... 15.70 18.25 1 pk. Wings-sígarettur . . . . 12.40 15.50 stk. rúgbrauð 1500 gr. óseytt 5.40 6.70 1 pk. Sparr-þvottaefni . ... 6.20 7.30 1 rl. klósettpappír 5.15 6.85 1 pr. nælonsokkar 56.00 72.00 1 stk. ráfmagnsketill 371.00 464.00 1 stk. brauðrist 772.00 943.50 1 stk. handsápa 1313 4.20 5.05 Athygli skal vakin á því, að kornvara,, sykur og kaffi, hækk- ar verulega í ver»3i, þó tugum milljóna króna sé varið úr rík- issjóði til niðurgreiðslu á verði þessara vörutegunda. í flestum tilfellum á þó verðlag eftir að hækka enn. Og allar þessar hækkanir er ætlazt til að almenningur taki á sig án þess að laun hækki.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.