Austurland


Austurland - 06.05.1960, Blaðsíða 1

Austurland - 06.05.1960, Blaðsíða 1
Málgagn sósi. alista á Austurlandl 10. árgang'ur. Nesliaupstað, 6. maí 1960. 17. tölublað. Frá barnaskóla N eskaupstaðar Barnaskóla Neskaupstaíiar var slitið 2. maí. Rétt 200 börn voru í skólanum sl. vetur og var þeim skipt í 9 bekkjardeildir. Kennarar eru 6 en þörf fyrir einn í viðbót, og má þess vænta að liann fáist næsta skólaár. Prófum lauk 29. apr. en kennsla yngri barna, vorskólinn, hóst 4. maí og voru þá 27 nýir nemendur innritaðir í skólann. Undir barnapróf gengu 31 nem- andi. Af þeim stóðust 29 prófið. Hæstu einkunn á barnaprófi fékk Stefán P. Ólafsson 8.85 og hlaut hann Þjóðsagnabók Ásgríms í verðlaun. Bókarverðlaun hlutu einnig þau Jón Erlingsson í 6. bekk og Guðrún Magnúsdóttir og Hákon Bjömsson í 5. bekk fyrir framfarir í námi, landsprófsgrein- um. Af þeim börnum er luku barna- prófi eiga 11 eftir að ljúka sund- skyldu. Fer þeiim nú fjölgandi, sem ekki Ijúka sundskyldu á til- settum tíma, og er það að vísu skiljanlegt, þar sem starfstími sundlaugarinnar hefur verið mun styttri en áður sl. 2 sumur. En -hér má ekki slaka til og þessu verður að mæta með því að sækja sundnámskeið þegar þau eru, þótt það kunni að truifla dvöl í sveit eða aðra vinnu. Undir engum kringumstæðum má hafa sund- námið af bömunum. Við skólauppsögn var til sýnis handavinna nemenda. Var hún mikil að vöxtum og margt vel unnið. Kennsluhættir voru mjög með sama sniði og áður. Kennsla hófst kl. 8.50 og var oftast lokið um kl. 4 síðdegis. Danskennsla var fyrir 2 elztu bekki í nóv. des. alls 15 stundir. Kennari var eins og að undan- förnu Stefán Þorleifsson. Ríkir al- menn ánægja meðal bamanna með þessa kennslu og ber varla við að nokkúr skerist úr leik. Söngkennarinn innleiddi nokkra nýbreytni í músíklífið með því að íkenna allmörgum börnum lítils- liáttar á blokkflautu. Komu mörg þeima fram á skólaskemmtuninni, sem haldin var 9. apríl, og þótti það hið ágætasta skemmtiatriði. Ágóði skólaskemmtunarinnar varð rúmar 6 þús. og bíður nú 6. bekkjarnemendanna sú ánægja að fá að eýða þeim í ferðalag síð- ar í sumar. Hér koma svo að iokum nöfn þeirra nemenda er urðu efstir í hverjum bekk: 1. bekkur (7 ára böm): 1. Sólveig Einarsdóttir 4.3 2.-3. Kristjana Sigurðard. 3.9 2.-3. Sigrún Halldórsdóttir 3.9 Meðaleinkunn 2.45 2. bekkur (8 ára börn):’ 1. Margrét Jónsdóttir 6.3 2. Smári Geirsson 5.9 3. Svanbjörg Oddsdóttir 5.7 Meðaleinkunn 4.47 3. bekkur (9 ára börn): 1. Margrét Ólafsdóttir 7.3 Senn fer að líða að því, að sundlaugin verði opnuð. Nú um nokkurn tíma hefur verið unnið að gagngerum endurbótum á sundlaugarkletfunum. Miðstöðvar- kerfi laugarinnar hefur allt verið endurbætt, en miðstöðvarleiöslur vora orðnar mikið tærðar. Noklc- ur hluti þaksins hefur verið end- urnýjaður, en það var víða orðið mjög fúið. Þá hefur gufubaðklef- inn verið klæddur innan og settir í hann nýir bekkir. Baðklefar verða flísalagðir. Öll veúða laug- arhúsin máluð innan og utan svo og sjálf sundlaugin. Sundlaugin var byggð á árun- um 1942—43 og hefur aldrei áðisr farið fram jafn mikil endurbót á því mannvirki. Þetta kostar mikið fé, en bæjarbúar sjá ábyggilega ekki eftir þeim fjármunum, sem varið er til þess að halda þessu œannvirki vel við og endurbæta það. Sundlaugin er helzta leiksvæði barnanna. Þar öðlast þau aukinn þroska, heilbrigði og lífsöryggi. Ég fullyrði, að ekkert af því ' sem hið opinbera hefur gert fy.rir 2. Kári Hilmarsson 6.8 3. Bergljót Bjarkadóttir 6.6 Meðaleinkunn 5.10 4. bekkur (10 ára böm): 1. Þórdís Þormóðsdóttir 8.4 2.-3. Hermann Sveinbjömss. 8.0 2.-3. Ingi Stefánsson 8.0 Meðaleinkunn 6.42 5. bekkur (11 ára börn): 1. Guðrún Magnúsdóttir 8.0 2. Hákon Bjömsson 7.7 3. Ingibjörg Sigurðardóttir 7.6 Meðaleinkunn 6.30 6. bekkur (12 ára börn, bamapr.); 1. Stefán Ólafsson 8.85 2. Hákon Aðalsteinsson 8 23 3. Jón Erlingsson 8.12 Meðaleinkunn 6.70 Hér getur svo að líta meöal- einkunn hvers árgangs í lestri. reikningi og stafsetningu: Lestur Reikn. Stafs. 7 ára 4.01 1.06 | Ekki 8 — 6.03 2.76 }■ próf- 9 — 6.35 3.89 | að 10 — 7.16 4.26 4.95 11 — 7.50 4.70 5.47 12 — 8.30 6.55 6.16 Neskaupstað, 5. mai. Gunnar Ólafsson. æsku þessa bæjar, hefur haft eins mikla þýðingu fyrir uppeldi hennar og bygging og rekstur sundlaugarinnar. Ég, sem þessar línur rita, hef fylgzt með hinum mótandi áhrifum, sem starfsemi laugarinnar hefur haft á fjöl- marga æskumenn þessa bæjar. Það var ekki óalgengt, að sjá bam, sem kom til sundiðkana á vorin guggið og hengslislegt, hverfa frá sinni sundiðkan, brúnt og fallegt, með fjaðurmagn x hverjum vöðva, geislandi af krafti og lífsgleði og þannig mun það alltaf verða. S. Þ. Aflabrögð Að undanförnu hefur verið góð- ur afli á handfæri við Langanes. Margir smábátar eru byrjaðir róðra héðan úr bænum og hafa. fiskað vel. Á Suðurfjörðunum er líka ágætur afli á færi. Hinsvegar hefur verið fremur tregur afli á stóra bátana. Sjórœningj- ar náðaðir Á föstudaginn var þjóðinni til- kynnt, að forseti landsins hefði, að tillögu dómsmálaráðherra og með samþykki allrar ríkisstjórn- arinnar, veitt sakaruppgjöf öllum þeim, er gerzt hefðu brotlegir við landhelgislöggjöfina frá 1. sept. 1958 til þess dags. Mörgum mun hafa komið boð- skapur þessi á óvart, einkum það, að sakaruppgjöfin var skilyrðis- laus. Ofbeldi brezkra herskipa í íslenzkri landhelgi sl. hálft annað ár, er áreiðanlega mesta afbrota- mál, sem íslenzk réttarsaga kann frá að greina og skilyrðislaus sak- aruppgjöf ofbeldismönnunum til handa stríðir gjörsamlega gegn réttarvitund þjóðarinnar. Má vera að ríkisstjórnin líti á þetta sem sterkan, diplómatiskan leik í refskákinni við Breta. Það má líka vel vera, að leikurinn sé sterkur. Úr því sker reynslan. En leikurinn hefði áreiðanlega verið sterkari, ef sakaruppgjöfin hefði verið skilorðsbundin. Við hefðum þá líka miklu fremur haldið virð- ingu okkar. Sakaruppgjöf átti ekki að veita, nema með fullu samþykki utan- ríkismálanefndar Alþingis. Ef henni, og þar með öllum þing- flokkunum hefði sýnzt skynsam- legt að gefa afbrotamönnunum upp sakir, -átti að binda sakarupp- gjöfina því skilyrði, að hinir náð- uóu gerðust ekki að nýju sekir um landhelgisbrot. Yrði togara- skipstjóri sem náðaður hefur ver- ið, staðinn að landhelgisbroti síð- ar, átti að láta hann sæta refs- ingu fyrir öll sín brot. Ríkisstjórnin hefur gerzt sek um afglöp með skilyrðislausri náðun brezku ofbeldismannanna. Komnir heim Allir Norðfjarðarbátar, sem reru úr Vestmannaeyjum í vetur, komu heim um mánaðamóitin. Hafa þeir flestir eftir atvikum aflað sæmilega. Mestan afla mun Hafrún hafa, um 740 lestir. Afli var tregur í apríl og páska- hi’otan, sem oftast kemur í Eyj- um, varð engin. Sundlaugin

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.